Fara í innihald

Barbenheimer

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Barbenheimer er gælunafn á kvikmyndaviðburði sem var vinsæll á árinu 2023. Orðið er samsett úr nafni myndarinnar Barbie og myndarinnar Oppenheimer sem komu báðar út 21. júlí 2023.

Það var fyrir tilviljun sem þessar myndir komu út sama daginn en það varð til þess að mörg kvikmyndahús tóku uppá að sýna myndirnar á mismunandi tímum til að gera fólki kleift að sjá báðar sama dag og seldu miða sem gilti á báðar í einu en ef fólk gerði það þá var það kallað að fara á Barbenheimer.

Það hefur gerst nokkrum sinnum í sögunni að tvær stórmyndir komi út sama dag en það hefur aldrei dregið að sér jafn mikla athygli og Barbenheimer.

Annað frægt dæmi um að tvær afar ólíkar stórmyndir komi út sama dag var þegar Mamma Mia! og The Dark Knight komu báðar út 9. júlí 2008 en það varð ekki til neitt trend í tengslum við þær myndir þrátt fyrir að báðar myndirnar hafi náð miklum vinsældum. Þess má þó geta að Christopher Nolan leikstýrði bæði myndinni The Dark Knight og Oppenheimer.