Fara í innihald

Rishi Sunak

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rishi Sunak
Rishi Sunak árið 2022.
Forsætisráðherra Bretlands
Í embætti
25. október 2022 – 5. júlí 2024
ÞjóðhöfðingiKarl 3.
ForveriLiz Truss
EftirmaðurKeir Starmer
Fjármálaráðherra Bretlands
Í embætti
13. febrúar 2020 – 5. júlí 2022
ForsætisráðherraBoris Johnson
ForveriSajid Javid
EftirmaðurNadhim Zahawi
Persónulegar upplýsingar
Fæddur12. maí 1980 (1980-05-12) (44 ára)
Southampton, Hampshire, Englandi
ÞjóðerniBreskur
StjórnmálaflokkurÍhaldsflokkurinn
MakiAkshata Murty ​(g. 2009)
Börn2
HáskóliOxford-háskóli (BA)
Stanford-háskóli (MBA)

Rishi Sunak (fæddur 12. maí 1980 í Southampton) er Breskur stjórnmálamaður sem var forsætisráðherra Bretlands frá 2022 til 2024. Hann hefur verið leiðtogi Breska íhaldsflokksins frá október 2022.

Sunak lærði heimspeki, stjórnmálafræði og hagfræði við Oxford-háskóla og síðar MBA-viðskiptagráðu frá Stanford-háskóla í Kaliforníu. Hann starfaði meðal annars hjá Goldman-Sachs fjárfestingarbankanum eftir námsferilinn. [1]

Sunak hefur verið þingmaður frá 2015 og gegndi embætti fjármálaráðherra frá 2019 til 2020. Í júlí 2022 bauð hann sig fram til forsætisráðherra eftir að Boris Johnson sagði af sér en tapaði fyrir Liz Truss. Truss var ekki lengi í embætti og eftir stjórnarkreppu í október sama ár sagði hún af sér. Sunak hafði betur í leiðtogavali Íhaldsflokksins og varð fyrsti forsætisráðherra landsins af asískum ættum og sá yngsti síðan 1812.

Sunak lét efna til þingkosninga þann 4. júlí árið 2024 en í þeim kosningum galt Íhaldsflokkurinn afhroð á móti Verkamannaflokknum. Sunak tilkynnti í kjölfarið að hann myndi segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins.[2]

Sunak er af indverskum ættum og er hindúi. Hann er giftur Akshata Murty, dóttur indversks milljarðamærings. Hjónin eru 222. ríkasta par Bretlands. Murty hefur verið gagnrýnd fyrir að telja erlendar tekjur af fyrirtækjum sínum ekki til skatts Í Bretlandi.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Rafn Ágúst Ragnarsson (11. júlí 2022). „Nærmynd af manninum sem gæti orðið næsti forsætisráðherra Bretlands“. DV. Sótt 24. október 2022.
  2. „Hættir sem formaður Íhaldsflokksins“. mbl.is. 5. júlí 2024. Sótt 5. júlí 2024.


Fyrirrennari:
Liz Truss
Forsætisráðherra Bretlands
(25. október 20225. júlí 2024)
Eftirmaður:
Keir Starmer