Sanna Marin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sanna Marin
Sanna Marin árið 2019.
Forsætisráðherra Finnlands
Í embætti
10. desember 2019 – 20. júní 2023
ForsetiSauli Niinistö
ForveriAntti Rinne
EftirmaðurPetteri Orpo
Persónulegar upplýsingar
Fædd16. nóvember 1985 (1985-11-16) (38 ára)
Helsinki, Finnlandi
ÞjóðerniFinnsk
StjórnmálaflokkurJafnaðarmannaflokkurinn
MakiMarkus Räikkönen
Börn1
HáskóliHáskólinn í Tampere

Sanna Mirella Marin (f. 16. nóvember 1985) er finnskur stjórnmálamaður og fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands. Hún hefur setið á finnska þinginu fyrir Jafnaðarmannaflokkinn frá árinu 2015 og var samgöngu- og samskiptaráðherra Finnlands frá 6. júní til 10. desember árið 2019.[1]

Starfsferill[breyta | breyta frumkóða]

Marin fæddist í Helsinki og bjó í Espoo og Pirkkala áður en hún flutti til Tampere.[2] Hún útskrifaðist úr Háskólanum í Tampere með gráðu í opinberri stjórnsýslu árið 2012.[1][3]

Árið 2012 var Marin kjörin í borgarstjórn Tampere með 826 atkvæðum.[4] Hún var forseti borgarstjórnarinnar frá 2013 til 2017 og var endurkjörin í borgarstjórnina árið 2017 með 5.783 atkvæðum.[5] Hún er einnig meðlimur í stjórnarráði héraðsins Pirkanmaa.[1]

Marin var kjörin varaforseti Jafnaðarmannaflokksins árið 2014.[1] Árið 2015 var hún kjörin á finnska þingið fyrir Pirkanmaa-kjördæmi með 10.911 atkvæðum.[6] Hún var endurkjörin fjórum árum síðar með 19.088 atkvæðum.[7] Þann 6. júní árið 2019 var hún skipuð samgöngu- og samskiptaráðherra í ríkisstjórn Antti Rinne.

Eftir að Rinne neyddist til að segja af sér sem forsætisráðherra í desember 2019 kusu meðlimir Jafnaðarmannaflokksins Marin til þess að taka við embættinu í hans stað. Hún tók við embætti forsætisráðherra þann 10. desember 2019 og varð yngsti forsætisráðherra í sögu landsins.[8][9]

Marin leiddi Jafnaðarmannaflokkinn í þingkosningum í apríl 2023 en í þeim lenti flokkurinn í þriðja sæti á eftir Samstöðuflokknum og Sönnum Finnum. Marin sagði af sér formennsku í Jafnaðarflokknum í kjölfar kosninganna.[10]

Einkahagir[breyta | breyta frumkóða]

Marin er barn samkynja foreldra.[11] Hún á eitt barn með manni sínum, Markus Räikkönen.[12]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. 1,0 1,1 1,2 1,3 Sanna Marin Finnska þingið (á finnsku). Sótt 8. desember 2019.
 2. Kuka Sanna? Geymt 22 september 2022 í Wayback Machine Heimasíða Sönnu Marin. Sótt 8. desember 2019.
 3. Atli Ísleifsson (9. desember 2019). „Á­kveðin og sjálfs­örugg stjórn­mála­kona úr regn­boga­fjöl­skyldu“. Vísir. Sótt 10. desember 2019.
 4. Valitut ehdokkaat Pirkanmaan vaalipiiri Dómsmálaráðuneyti Finnlands. Sótt 8. desember 2019.
 5. „Kuntavaalit 2017“. vaalit.fi. Sótt 8. desember 2019.
 6. Valitut ehdokkaat Pirkanmaan vaalipiiri Dómsmálaráðuneyti Finnlands. 8. desember 2019.
 7. „Valitut“. tulospalvelu.vaalit.fi. Sótt 3. desember 2019.
 8. Brynjólfur Þór Guðmundsson (8. desember 2019). „Sanna Marin verður yngsti forsætisráðherra Finna“. RÚV. Sótt 8. desember 2019.
 9. Atli Ísleifsson (10. desember 2019). „Finnska þingið sam­þykkti Sönnu Marin“. Vísir. Sótt 10. desember 2019.
 10. „Sanna Marin segir af sér formennskunni“. mbl.is. 5. apríl 2023. Sótt 5. apríl 2023.
 11. „Uusi valtuuston puheenjohtaja jakoi nuorena Tamperelaista“ (finnska). Tamperelainen. 26. september 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 9 desember 2019. Sótt 8 desember 2019.
 12. Matson-Mäkelä, Kirsi (31. janúar 2019). „Kansanedustaja Sanna Marinille syntyi vauva“. Yle Uutiset (finnska). Sótt 3. desember 2019.


Fyrirrennari:
Antti Rinne
Forsætisráðherra Finnlands
(10. desember 201920. júní 2023)
Eftirmaður:
Petteri Orpo