Sanna Marin
Sanna Marin | |
---|---|
Forsætisráðherra Finnlands | |
Í embætti 10. desember 2019 – 20. júní 2023 | |
Forseti | Sauli Niinistö |
Forveri | Antti Rinne |
Eftirmaður | Petteri Orpo |
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 16. nóvember 1985 Helsinki, Finnlandi |
Þjóðerni | Finnsk |
Stjórnmálaflokkur | Jafnaðarmannaflokkurinn |
Maki | Markus Räikkönen |
Börn | 1 |
Háskóli | Háskólinn í Tampere |
Sanna Mirella Marin (f. 16. nóvember 1985) er finnskur stjórnmálamaður og fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands. Hún hefur setið á finnska þinginu fyrir Jafnaðarmannaflokkinn frá árinu 2015 og var samgöngu- og samskiptaráðherra Finnlands frá 6. júní til 10. desember árið 2019.[1]
Starfsferill
[breyta | breyta frumkóða]Marin fæddist í Helsinki og bjó í Espoo og Pirkkala áður en hún flutti til Tampere.[2] Hún útskrifaðist úr Háskólanum í Tampere með gráðu í opinberri stjórnsýslu árið 2012.[1][3]
Árið 2012 var Marin kjörin í borgarstjórn Tampere með 826 atkvæðum.[4] Hún var forseti borgarstjórnarinnar frá 2013 til 2017 og var endurkjörin í borgarstjórnina árið 2017 með 5.783 atkvæðum.[5] Hún er einnig meðlimur í stjórnarráði héraðsins Pirkanmaa.[1]
Marin var kjörin varaforseti Jafnaðarmannaflokksins árið 2014.[1] Árið 2015 var hún kjörin á finnska þingið fyrir Pirkanmaa-kjördæmi með 10.911 atkvæðum.[6] Hún var endurkjörin fjórum árum síðar með 19.088 atkvæðum.[7] Þann 6. júní árið 2019 var hún skipuð samgöngu- og samskiptaráðherra í ríkisstjórn Antti Rinne.
Eftir að Rinne neyddist til að segja af sér sem forsætisráðherra í desember 2019 kusu meðlimir Jafnaðarmannaflokksins Marin til þess að taka við embættinu í hans stað. Hún tók við embætti forsætisráðherra þann 10. desember 2019 og varð yngsti forsætisráðherra í sögu landsins.[8][9]
Marin leiddi Jafnaðarmannaflokkinn í þingkosningum í apríl 2023 en í þeim lenti flokkurinn í þriðja sæti á eftir Samstöðuflokknum og Sönnum Finnum. Marin sagði af sér formennsku í Jafnaðarflokknum í kjölfar kosninganna.[10]
Einkahagir
[breyta | breyta frumkóða]Marin er barn samkynja foreldra.[11] Hún á eitt barn með manni sínum, Markus Räikkönen.[12]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 Sanna Marin Finnska þingið (á finnsku). Sótt 8. desember 2019.
- ↑ Kuka Sanna? Geymt 22 september 2022 í Wayback Machine Heimasíða Sönnu Marin. Sótt 8. desember 2019.
- ↑ Atli Ísleifsson (9. desember 2019). „Ákveðin og sjálfsörugg stjórnmálakona úr regnbogafjölskyldu“. Vísir. Sótt 10. desember 2019.
- ↑ Valitut ehdokkaat Pirkanmaan vaalipiiri Dómsmálaráðuneyti Finnlands. Sótt 8. desember 2019.
- ↑ „Kuntavaalit 2017“. vaalit.fi. Sótt 8. desember 2019.
- ↑ Valitut ehdokkaat Pirkanmaan vaalipiiri Dómsmálaráðuneyti Finnlands. 8. desember 2019.
- ↑ „Valitut“. tulospalvelu.vaalit.fi. Sótt 3. desember 2019.
- ↑ Brynjólfur Þór Guðmundsson (8. desember 2019). „Sanna Marin verður yngsti forsætisráðherra Finna“. RÚV. Sótt 8. desember 2019.
- ↑ Atli Ísleifsson (10. desember 2019). „Finnska þingið samþykkti Sönnu Marin“. Vísir. Sótt 10. desember 2019.
- ↑ „Sanna Marin segir af sér formennskunni“. mbl.is. 5. apríl 2023. Sótt 5. apríl 2023.
- ↑ „Uusi valtuuston puheenjohtaja jakoi nuorena Tamperelaista“ (finnska). Tamperelainen. 26. september 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 9 desember 2019. Sótt 8 desember 2019.
- ↑ Matson-Mäkelä, Kirsi (31. janúar 2019). „Kansanedustaja Sanna Marinille syntyi vauva“. Yle Uutiset (finnska). Sótt 3. desember 2019.
Fyrirrennari: Antti Rinne |
|
Eftirmaður: Petteri Orpo |