Ekvador

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
República del Ecuador
Fáni Ekvador Skjaldamerki Ekvador
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
"Dios, patria y libertad" spænska
"Pro Deo, Patria et Libertate" latína
"Guð, heimaland og frelsi"
Þjóðsöngur:
Salve, Oh Patria
Staðsetning Ekvador
Höfuðborg Quito
Opinbert tungumál spænska, quechua
Stjórnarfar Lýðveldi
Rafael Correa
Jorge Glas
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
75. sæti
283.561 km²
5
Mannfjöldi
 - Samtals (2014)
 - Þéttleiki byggðar
65. sæti
15.654.411

íbúar_á_ferkílómetra = 55
{{{íbúar_á_ferkílómetra}}}/km²

VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2012
153,239 millj. dala (61. sæti)
10.055 dalir (89. sæti)
Gjaldmiðill Bandaríkjadalur
Tímabelti UTC -5; UTC -6 (Galapagoseyjar)
Þjóðarlén .ec
Landsnúmer 593

Ekvador er land í norðvesturhluta Suður-Ameríku, með landamæri að Kólumbíu í norðri, Perú í suðri og austri, og strönd að Kyrrahafi í vestri. Galapagoseyjar, sem eru um 965 km frá ströndinni, tilheyra Ekvador. Heiti landsins er dregið af spænska orðinu yfir miðbaug, þar sem landið er á honum.

Opinbert tungumál landsins er spænska sem 94% íbúa tala, en auk hennar eru töluð ýmis frumbyggjamál í Ekvador, þau helstu quechua og shuar. Höfuðborg Ekvador, Quito, var sett á heimsminjaskrá UNESCO árið 1978 vegna hinnar vel varðveittu miðborgar frá nýlendutímanum. Stærsta borg landsins er hins vegar Guayaquil.

Ekvador er þekkt fyrir mikla líffræðilega fjölbreytni og er eitt af sautján löndum heims þar sem fjöldi tegunda lífvera er hlutfallslega langmestur.


  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.