Bjarni Felixson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Bjarni Fel á KR-vellinum að lýsa leik KR og Breiðabliks fyrir Rás 2

Bjarni Felixson eða Bjarni Fel (27. desember 1936) er íþróttafréttamaður á RÚV. Hann lék á sínum yngri árum knattspyrnu með KR og varð Íslandsmeistari með liðinu 1959, 1961, 1963, 1965 og 1968. Auk þess sem hann varð bikarmeistari með liðinu 1960, 1961, 1962, 1963, 1964, 1966, og 1967. Bjarni lék 6 A-landsliðsleiki fyrir Íslenska landsliðið.

Bjarni hefur um áratuga skeið lýst íþróttaviðburðum og hlaut fyrir störf sín heiðursskjöld frá KSÍ árið 2004.