Bjarni Felixson
Bjarni Felixson | |
---|---|
Fæddur | 27. desember 1936 Reykjavík, Ísland |
Dáinn | 14. september 2023 (86 ára) |
Þjóðerni | Íslendingur |
Störf | Íþróttafréttamaður, knattspyrnumaður |
Þekktur fyrir | Auðþekkjanlega rödd sína sem íþróttafréttamaður og íþróttavarpari hjá RÚV |
Bjarni Felixson (f. 27. desember 1936, d. 14. september 2023), einnig þekktur sem Bjarni Fel og Rauða Ljónið,[1] var fyrrverandi knattspyrnumaður og íþróttafréttamaður.[2][3] Hann lék knattspyrnu með Knattspyrnufélagi Reykjavíkur á sínum yngri árum[4] og varð fimm sinnum Íslandsmeistari með liðinu og sjö sinnum bikarmeistari. Bjarni lék 6 A-landsliðsleiki fyrir íslenska landsliðið.[5]
Bjarni lýsti um áratuga skeið íþróttaviðburðum og hlaut fyrir störf sín heiðursskjöld frá KSÍ árið 2004. Árið 2008 var opnaður sportbar sem nefndur var Bjarni Fel Sportsbar í höfuðið á Bjarna.[6] Í ensku knattspyrnunni var Bjarni mikill stuðningsmaður Arsenal.[7]
Meistaraflokksferill
[breyta | breyta frumkóða]Bjarni lék með Knattspyrnufélagi Reykjavíkur frá 1956 til 1968 þar sem hann lék stöðu vinstri bakvarðar. Hann var ekki þekktur sem mikill sóknarmaður og skoraði einungis 2 mörk á ferlinum. Í viðtali við Morgunblaðið árið 1997 sagði Bjarni um seinna markið sitt að eftir að hann hafði hálfvegis hlaupið með boltann á maganum framhjá markverði Fram og inní markið hefði markvörðurinn muldraði með sér "Ég vissi að ég hefði átt að hætta í fyrra".[5]
Bræður Bjarna, Hörður og Gunnar, léku báðir með KR og íslenska landsliðinu. Árið 1963 léku allir þrír bræðurnir tvo leiki með Íslandi á móti enska landsliðinu.[5]
Ferill sem fréttamaður
[breyta | breyta frumkóða]Bjarni vann sem íþróttafréttamaður hjá RÚV í 42 ár[8] og var aðal hvatamaðurinn á að koma ensku knattspyrnunni á sjónvarpsskjáinn hjá landsmönnum.[3][9] Hann varð vitni að harmleiknum á Hillsborough leikvanginum þegar 96 manns létu lífið í troðningi í áhorfendastúkunni, en hann var þar að lýsa leik Liverpool og Nottingham Forest.[10][11][12]
Titlar
[breyta | breyta frumkóða]- Íslandsmeistari: (5)
- Bikarmeistari: (7)
- 1960, 1961, 1962, 1963, 1964, 1966, 1967
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „"Rauða Ljónið" í landsliðinu“. Tíminn. 6. júlí 1962. bls. 12–13. Sótt 26. apríl 2021.
- ↑ Jóhann Óli Eiðsson (27. desember 2016). „Bjarni Felixson áttræður: Fagnaði afmælinu oft í vinnunni“. Vísir.is. Sótt 25. apríl 2021.
- ↑ 3,0 3,1 Scott Murray (26. mars 2016). „Bjarni Fel: the legend who brought football to warm the heart of Iceland“. The Guardian (enska). Sótt 25. apríl 2021.
- ↑ „Ég held með Dönum“. Dagblaðið Vísir. 7. júní 1986. bls. 12. Sótt 26. apríl 2021.
- ↑ 5,0 5,1 5,2 Magnús Orri Schram (23. febrúar 1997). „Tek einn leik fyrir í einu“. Morgunblaðið. bls. B8–B9. Sótt 25. apríl 2021.
- ↑ Trausti S. Kristjánsson (23. september 2008). „Hélt að um grín væri að ræða“. 24 Stundir. bls. 30. Sótt 26. apríl 2021.
- ↑ Kolbeinn Tumi Daðason (15. september 2023). „Ég er fréttamaður en ekki einhver spákelling“. Vísir. Sótt 12. apríl 2023.
- ↑ Eiríkur Stefán Ásgeirsson (10. júní 2010). „Bjarni Fel í KR-útvarpinu í kvöld“. Vísir.is. Sótt 26. apríl 2021.
- ↑ Viðar Guðjónsson (15. ágúst 2014). „Fiðringur kominn í Bjarna Fel“. Morgunblaðið. Sótt 26. apríl 2021.
- ↑ Kristín Sigurðardóttir; Bjarni Pétur Jónsson (16. apríl 2019). „Ég var lengi að jafna mig á þessu“. RÚV. Sótt 26. apríl 2021.
- ↑ Kristín Sigurðardóttir; Bjarni Pétur Jónsson (16. apríl 2019). „Maður sá að fólk var að deyja“. RÚV. Sótt 26. apríl 2021.
- ↑ Helgi Snær Sigurðsson (4. desember 2010). „Konungur Íslenskra íþróttafréttamanna“. Morgunblaðið. bls. 56. Sótt 26. apríl 2021.