Stríð Ísraels og Hamas 2023

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stríð Ísraels og Hamas
Hluti af átökum Araba og Ísraelsmanna

Gulur: Svæði rýmt af vígamönnum.
Dagsetning7. október 2023
(1 mánuður og 21 dagur)
Staðsetning
Stríðsaðilar
Fáni Ísraels Ísrael

Fáni Palestínu Hamas
Íslamska Jihad hreyfingin í Palestínu (PIJ)
Frelsisbandalag Palestínu (PFLP)
Lýðræðislegt frelsisbandalag Palestínu (DFLP)
Bandalag Palestínskra mótstöðudeilda (PRC)
Aðalstjórn Frelsisbandalags Palestínu (PFLP-GC)
Aðrir hópar:

Hizbollah
Ansar Allah
Amal-hreyfingin
Leiðtogar
Fáni Ísraels Benjamin Netanyahu
Fáni Ísraels Benny Gantz
Fáni Ísraels Yoav Gallant
Fáni Ísraels Herzi Halevi
Fáni Palestínu Ismail Haniyeh
Fáni Palestínu Yahya Sinwar
Fáni Palestínu Mohammed Deif
Fjöldi hermanna
Fáni Ísraels 529,500 Fáni Palestínu 40,000+
Mannfall og tjón
1.320+ látin
7.266+ særðir
239 í haldi eða rænt
28 týndir
14.854+ látin
36.000+ særðir
7.000 týndir

Snemma morguns þann 7. október 2023, gerðu Hamas-samtökin og tengd samtök yfirgripsmikla árás gegn Ísrael. Yfir 2500 - 5000 eldflaugum var skotið á landið og um 1000 vígamenn brutust gegnum landamæragirðingar á 27 mismunandi stöðum. Þeir þustu inn í landamæri Ísraels á pallbílum, mótorhjólum, gröfum og öðrum farartækjum og réðust á óbreytta borgara, hernaðar- og lögreglumannvirki. [1] Ástæða árásanna var skýrð sem „vegna vanhelgunar á Al-Aqsa-moskunni og dráp (á yfir 200) Palestínumönnum á Vesturbakkanum (á árinu 2023)“. Vígamennirnir rændu um 200 manns og fóru með yfir á Gasa-ströndina. 8. október var orðið ljóst af yfir 600 Ísraelsmenn lágu í valnum og 2000 höfðu særst.

Ísraelska leyniþjónustan var gagnrýnd fyrir að hafa ekki fengið upplýsingar um árásirnar.[2]

Ísrael brást við með loftárásum á Gasa og jafnaði við jörðu byggingar, þar á meðal turn sem hafði verið notaður fyrir útvarpsútsendingar og var sagður geyma skrifstofur Hamas. Yfir 300 létust í árásum fyrsta sólarhringinn. Lokað var fyrir vatn og rafmagn til Gasa á öðrum degi átakanna og loftárásum haldið áfram af hendi Ísraels. [3]

Ísrael safnaði 300.000 manna herliði við landamæri Gasa [4] og sagði 1,1 milljón íbúa á norðurhluta svæðisins (Gaza-borg) að flýja suður. [5]

Spítali var sprengdur í suður-Gasa-borg 17. október með þeim afleiðingum að um 500 manns létust. Ísraelsher neitaði sök og rakti sprenginguna til íslamskra vígasamtaka sem áttu að hafa sett af stað misheppnað skot. [6]

Átökin breiddust út á Vesturbakkann og við landamæri Ísraels og Líbanons þar sem eldflaugum var skotið. Mannfall var á báðum svæðum.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. How Hamas staged Israel lightning assault no-one thought possible BBC, sótt 9. okt. 2023
  2. Flókin og þaulskipulögð árás beint fyrir framan nefið á Ísraelsmönnum Rúv, sótt 9. okt. 2023
  3. Loka fyrir rafmagn og vatn til íbúa Gaza Rúv, sótt 9. okt. 2023
  4. Inn­rás virðist yfir­vofandi Vísir, sótt 11. okt. 2023
  5. 1,1 milljón íbúum á Gaza sagt að yfirgefa heimili sín Rúv, sótt 13. okt. 2023
  6. BBC News - Panic and confusion at scene of Gaza hospital blast BBC, sótt 19/10 2023