Stríð Ísraels og Hamas 2023
![]() |
Þessi grein fjallar um atburði sem eiga sér stað núna. Innihald greinarinnar gæti af þessum sökum breyst þegar fram líða stundir. |
Stríð Ísraels og Hamas | |||||
---|---|---|---|---|---|
Hluti af átökum Araba og Ísraelsmanna | |||||
![]() Gulur: Svæði rýmt af vígamönnum. | |||||
| |||||
Stríðsaðilar | |||||
![]() |
Ansar Allah Amal-hreyfingin | ||||
Leiðtogar | |||||
![]() ![]() ![]() ![]() |
![]() ![]() ![]() | ||||
Fjöldi hermanna | |||||
![]() |
![]() | ||||
Mannfall og tjón | |||||
1.320+ látin 7.266+ særðir 239 í haldi eða rænt 28 týndir |
14.854+ látin 36.000+ særðir 7.000 týndir |
Snemma morguns þann 7. október 2023, gerðu Hamas-samtökin og tengd samtök yfirgripsmikla árás gegn Ísrael. Yfir 2500 - 5000 eldflaugum var skotið á landið og um 1000 vígamenn brutust gegnum landamæragirðingar á 27 mismunandi stöðum. Þeir þustu inn í landamæri Ísraels á pallbílum, mótorhjólum, gröfum og öðrum farartækjum og réðust á óbreytta borgara, hernaðar- og lögreglumannvirki. [1] Ástæða árásanna var skýrð sem „vegna vanhelgunar á Al-Aqsa-moskunni og dráp (á yfir 200) Palestínumönnum á Vesturbakkanum (á árinu 2023)“. Vígamennirnir rændu um 200 manns og fóru með yfir á Gasa-ströndina. 8. október var orðið ljóst af yfir 600 Ísraelsmenn lágu í valnum og 2000 höfðu særst.
Ísraelska leyniþjónustan var gagnrýnd fyrir að hafa ekki fengið upplýsingar um árásirnar.[2]
Ísrael brást við með loftárásum á Gasa og jafnaði við jörðu byggingar, þar á meðal turn sem hafði verið notaður fyrir útvarpsútsendingar og var sagður geyma skrifstofur Hamas. Yfir 300 létust í árásum fyrsta sólarhringinn. Lokað var fyrir vatn og rafmagn til Gasa á öðrum degi átakanna og loftárásum haldið áfram af hendi Ísraels. [3]
Ísrael safnaði 300.000 manna herliði við landamæri Gasa [4] og sagði 1,1 milljón íbúa á norðurhluta svæðisins (Gaza-borg) að flýja suður. [5]
Spítali var sprengdur í suður-Gasa-borg 17. október með þeim afleiðingum að um 500 manns létust. Ísraelsher neitaði sök og rakti sprenginguna til íslamskra vígasamtaka sem áttu að hafa sett af stað misheppnað skot. [6]
Átökin breiddust út á Vesturbakkann og við landamæri Ísraels og Líbanons þar sem eldflaugum var skotið. Mannfall var á báðum svæðum.
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ How Hamas staged Israel lightning assault no-one thought possible BBC, sótt 9. okt. 2023
- ↑ Flókin og þaulskipulögð árás beint fyrir framan nefið á Ísraelsmönnum Rúv, sótt 9. okt. 2023
- ↑ Loka fyrir rafmagn og vatn til íbúa Gaza Rúv, sótt 9. okt. 2023
- ↑ Innrás virðist yfirvofandi Vísir, sótt 11. okt. 2023
- ↑ 1,1 milljón íbúum á Gaza sagt að yfirgefa heimili sín Rúv, sótt 13. okt. 2023
- ↑ BBC News - Panic and confusion at scene of Gaza hospital blast BBC, sótt 19/10 2023