Fara í innihald

Leiðtogafundur Evrópuráðsins 2023

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fundur Evrópuráðsins árið 2023 var haldinn í Reykjavík dagana 16.-17. maí í Hörpu. Helstu leiðtogar Evrópu mættu á fundinn og var öryggisgæsla sú mesta sem hefur verið á Íslandi. Miðborgin var lokuð fyrir bílaumferð og umhverfi nálæg Hörpu var lokað og voru menn þar vopnum búnir. [1]

Um 40 leiðtogar Evrópuríkja komu á fundinn, þar á meðal Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, Olaf Scholz, kanslari Þýskalands og Denys Sjmyhal, forsætisráðherra Úkraínu. [2]

Fundurinn snerist að miklu leyti um stríð Rússa og Úkraínu og að Rússar yrðu látnir sæta ábyrgð fyrir tjón sem þeir hafa valdið. Viljayfirlýsing var rituð um að koma á sérstökum stríðsglæpadómstól og tjónaskýrslu vegna innrásarinnar. Fulltrúar sex aðildarríkja að Evrópuráðinu, Serbía, Armenía, Aserbaísjan, Tyrkland, Bosnía og Hersegóvína og Ungverjaland, skrifuðu þó ekki undir yfirlýsinguna um tjónaskýrsluna. [3]

Helstu niðurstöður fundarins voru: Yfirlýsing um stuðning við Úkraínu, lýðræðisleg gildi (Reykjavík Principle for Democracy), efling vinnu Evrópuráðsins á sviði umhverfismála og mikilvægi þess að aðildarríki Evrópuráðsins virði niðurstöður dóma Mannréttindadómstólsins.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Áhrif leiðtogafundarins á daglegt líf Rúv, 15. maí, 2023
  2. Allt sem þú þarft að vita um fundinn í Hörpu Rúv. Sótt 16/5 2023
  3. Helstu niðurstöður fundarins í Hörpu RÚV, sótt 18. maí 2023