Fréttablaðið
Fréttablaðið er íslenskt dagblað sem gefið hefur verið út frá árinu 2001. Útgáfufélag blaðsins er fyrirtækið Torg ehf. Áður voru það 365 miðlar sem ráku blaðið en þegar fyrirtækið sameinaðist Vodafone gerði Samkeppniseftirlitið það að skilyrði að Fréttablaðið, tímaritið Glamour Geymt 2019-11-11 í Wayback Machine og vefurinn Iceland Magazine yrðu aðskilin rekstrinum.[1] Í febrúar 2018 var svo fréttavefurinn Fréttablaðið.is opnaður í kjölfar þar sem lesendur geta nálgast fréttir fréttablaðsins ásamt stöðum fréttum yfir daginn.[2] Ritstjóri Fréttablaðsins og frettabladsins.is er Sigmundur Ernir Rúnarsson, Garðar Örn Úlfarsson er aðstoðarritstjóri og Lovísa Arnardóttir er fréttastjóri.[3] Forstjóri Torgs ehf. er Jón Þórisson.[4]
Fréttablaðinu var dreift ókeypis í hús á höfuðborgarsvæðinu frá stofnun og síðar einnig á Akureyri. Þessu var hætt í ársbyrjun 2023. Eftir það er blaðinu dreift víða í verslanir, bensínstöðvar, sundlaugar auk fleiri staða víða um land[5]. Fréttablaðið er einnig aðgengilegt á frettabladid.is og í sérstöku Fréttablaðs appi sem er fáanlegt fyrir Android og Apple stýrikerfin, lesendum að kostnaðarlausu.
Tengill[breyta | breyta frumkóða]
- Safn Fréttablaða á .pdf formi
- Fréttablaðið á Tímarit.is
- Vefur Fréttablaðsins: www.frettabladid.is
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Ísleifsson, Atli. „Kaup Vodafone á 365 miðlum undirrituð - Vísir“. visir.is . Sótt 17. febrúar 2022.
- ↑ „Fréttablaðið opnar vefmiðil“. www.frettabladid.is . Sótt 17. febrúar 2022.
- ↑ Fréttablaðið. „Fréttablaðið 1. febrúar 2023“ (PDF).
- ↑ Ritstjórn. „Jón Þórisson verður forstjóri Torgs“. www.frettabladid.is . Sótt 17. febrúar 2022.
- ↑ „Breytt og umhverfisvænni dreifing Fréttablaðsins“. Janúar 2023. Sótt Febrúar 2023.