Moskva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Moskva
Coat of Arms of Moscow.svg
Moskva er staðsett í Rússland
Land Rússland
Íbúafjöldi 12.506.468 (2018)
Flatarmál 2510 km²
Póstnúmer 101xxx–135xxx
Dómkirkja heilags Basils og einn af turnum Kremlar

Moskva (rússneska: Москва) er borg í evrópska hluta Rússlands. Hún er höfuðborg landsins og fjölmennasta borg Evrópu. Í borginni búa um 12,5 milljónir (2018). Fyrstu heimildir um borgina í sögulegum gögnum eru frá árinu 1147, þá sem hluta af furstadæminu Suzdal. Árið 1295 varð borgin að höfuðborg furstadæmisins Moskvu. Í gegnum borgina rennur Moskvuáin sem tengir borgina við Eystrasalt, Hvítahaf, Svartahaf og Kaspíahaf, auk Azovshafs.

Núverandi borgarstjóri í Moskvu heitir Sergej Sobjanín en hann varð borgarstjóri árið 2010.

Í borginni er að finna mikið af heimsfrægum arkitektúr og þá mest kirkjum. Þegar valdatíð Jósefs Stalín stóð sem hæst var mikið rifið af kirkjum og byggingum til þess að búa til pláss fyrir vegaframkvæmdir. Á valdatíð Stalíns var lítið gert af því að viðhalda þeirri fegurð bygginga og arkitektúrs sem Moskva hafði áður verið þekkt fyrir. Til dæmis reisti hann nokkur gifsklædd háhýsi sem síðar voru kölluð „Rjómatertur Stalíns“ í óvirðingarskyni. Dómkirkja heilags Basils, Rauða torgið og Kreml eru á meðal þekktari kennileita borgarinnar.

Eftir byltinguna árið 1917 var mörgum kirkjum og öðrum helgistöðum lokað eða breytt í söfn og sumir voru jafnaðir við jörðu. En þrátt fyrir það héldu margir þeirra ótrauðir áfram, líkt og kirkjur kristinna, guðshús gyðinga og moskur múslima. Á upphafsdögum glasnost á seinni hluta níunda áratugarins losnaði um trúarbragðahöftin og hafist var handa við endurnýjun margra helgidóma borgarinnar.

Borgin dregur heiti sitt frá Moskvu ánni og hét í fyrstu "гра́д Моско́в" eða borgin við Moskvu.

Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Árni Bergmann (1979). Miðvikudagar í Moskvu. Mál og menning.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Moscow“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. maí 2007.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.