Emmanuel Macron

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Emmanuel Macron
Emmanuel Macron in July 2017.jpg
Emmanuel Macron árið 2017.
Forseti Frakklands
Núverandi
Tók við embætti
14. maí 2017
ForsætisráðherraÉdouard Philippe
Jean Castex
ForveriFrançois Hollande
Persónulegar upplýsingar
Fæddur21. desember 1977 (1977-12-21) (44 ára)
Amiens, Frakkland
StjórnmálaflokkurLa République en marche
MakiBrigitte Trogneux
BústaðurÉlysée-höll, París
HáskóliSciences Po
École nationale d'administration
StarfBankamaður, stjórnmálamaður
Undirskrift

Emmanuel Jean-Michel Frédéric Macron (fæddur 21. desember 1977 í Amiens) er franskur stjórnmálamaður og núverandi forseti Frakklands.

Macron lærði heimspeki í Nanterre-háskóla í París og stjórnsýslu við skólanna Sciences Po og École nationale d'administration (ENA). Árin 2004 and 2008 vann hann í franska fjármálaráðuneytinu og gerðist síðar fjárfestir. Macron var meðlimur franska Sósíalistaflokksins 2006 til 2009 en varð síðar sjálfstæður frambjóðandi. Hann var skipaður efnahags- og fjármálaráðherra í annarri ríkisstjórn Manuel Valls árið 2014.

Macron stofnaði sinn eigin flokk En Marche! árið 2016. Hann er félagslega frjálslyndur og jákvæður gagnvart Evrópusamstarfi.

Árið 2017 bauð Macron sig fram í frönsku forsetakosningunum og komst í aðra umferð þar sem hann atti kappi við Marine Le Pen. Macron sigraði svo Le Pen í lokaumferðinni með um 65% atkvæða. Hann tók við embætti af François Hollande þann 14. maí, 2017.

Macron er giftur Brigitte Trogneux sem er 24 árum eldri en hann og var kennari hans í menntaskóla í Amiens.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Fyrirmynd greinarinnar var „Emmanuel Macron“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. apríl 2017.

Fyrirrennari
François Hollande
Forseti Frakklands
2017 —
Eftirmaður
Enn í embætti