Fara í innihald

Emmanuel Macron

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Emmanuel Macron
Emmanuel Macron árið 2017.
Forseti Frakklands
Núverandi
Tók við embætti
14. maí 2017
ForsætisráðherraÉdouard Philippe
Jean Castex
Élisabeth Borne
Gabriel Attal
Michel Barnier
François Bayrou
ForveriFrançois Hollande
Persónulegar upplýsingar
Fæddur21. desember 1977 (1977-12-21) (47 ára)
Amiens, Frakklandi
StjórnmálaflokkurEndurreisn
MakiBrigitte Trogneux
BústaðurÉlysée-höll, París
HáskóliSciences Po
École nationale d'administration
StarfBankamaður, stjórnmálamaður
Undirskrift

Emmanuel Jean-Michel Frédéric Macron (fæddur 21. desember 1977 í Amiens) er franskur stjórnmálamaður og núverandi forseti Frakklands.

Macron lærði heimspeki í Nanterre-háskóla í París og stjórnsýslu við skólanna Sciences Po og École nationale d'administration (ENA). Árin 2004 and 2008 vann hann í franska fjármálaráðuneytinu og gerðist síðar fjárfestir. Macron var meðlimur franska Sósíalistaflokksins 2006 til 2009 en varð síðar sjálfstæður frambjóðandi. Hann var skipaður efnahags- og fjármálaráðherra í annarri ríkisstjórn Manuel Valls árið 2014.

Macron stofnaði sinn eigin flokk En Marche! árið 2016. Hann er félagslega frjálslyndur og jákvæður gagnvart Evrópusamstarfi.

Árið 2017 bauð Macron sig fram í frönsku forsetakosningunum og komst í aðra umferð þar sem hann atti kappi við Marine Le Pen. Macron sigraði svo Le Pen í lokaumferðinni með um 65% atkvæða. Hann tók við embætti af François Hollande þann 14. maí, 2017.

Macron var endurkjörinn í forsetakosningum Frakklands árið 2022. Hann hlaut 58,2% atkvæðanna í seinni umferð kosninganna þann 24. apríl á móti Marine Le Pen.[1] Í þingkosningum þann 19. júní sama ár töpuðu stuðningsflokkar Macrons hins vegar meirihluta sínum á franska þinginu.[2]

Macron rauf þing og boðaði til þingkosninga í júní 2024 eftir að flokkur hans galt afhroð í Evrópuþingskosningum, þar sem franska Þjóðfylkingin lenti í fyrsta sæti.[3] Í seinni umferð þeirra kosninga tapaði flokkur Macrons fylgi og lenti í öðru sæti á eftir Nýju alþýðufylkingunni, kosningabandalagi vinstriflokka.[4]

Macron er giftur Brigitte Trogneux sem er 24 árum eldri en hann og var kennari hans í menntaskóla í Amiens.

Fyrirmynd greinarinnar var „Emmanuel Macron“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. apríl 2017.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Ólöf Ragnarsdóttir (24. apríl 2022). „Emmanuel Macron hafði betur gegn Marine Le Pen“. RÚV. Sótt 24. apríl 2022.
  2. Ragnar Jón Hrólfsson (22. júní 2022). „Sögu­legt af­hroð Frakk­lands­for­seta“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. september 2022. Sótt 25. júní 2022.
  3. Heimir Már Pétursson (10. júní 2024). „Macron veðjar á að Frakkar séu í á­falli“. Vísir. Sótt 19. júní 2024.
  4. Ólafur Björn Sverrisson (7. júlí 2024). „Attal segir af sér og Melénchon vill stjórnarmyndunarumboð“. Vísir. Sótt 8. júlí 2024.


Fyrirrennari
François Hollande
Forseti Frakklands
2017 —
Eftirmaður
Enn í embætti