BRICS

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir BRICS-löndin.

BRICS eru samtök fimm nývaxtarlanda: Brasilíu, Rússlands, Indlands, Kína og Suður-Afríku. Heitið er skammstöfun mynduð úr fyrsta staf landaheitanna á ensku. Upphaflega voru fyrstu fjögur löndin flokkuð sem „BRIC“ (eða „BRICs“) áður en Suður Afríka bættist við árið 2010.[1] BRICS-löndin eru þekkt fyrir að hafa mikil áhrif hvert í sínum heimshluta; Þau eru öll aðilar að G20. Frá 2009 hafa BRICS-löndin hist árlega á formlegum leiðtogafundum. Kína hélt 9. leiðtogafund BRICS-landanna í Xiamen í september 2017, [2] og Brasilía hélt síðasta, eða 11. leiðtogafundinn 13.-14. nóvember 2019.

Árið 2015 voru íbúar BRICS-landanna 3,1 milljarður, eða um 41% jarðarbúa; Fjórir af fimm aðilum (nema Suður-Afríka) eru í hópi 10 fjölmennustu ríkja heimsins. Frá árinu 2018 höfðu þessar fimm þjóðir samanlagða landsframleiðslu upp á 18,6 billjón bandaríkjadala að nafnvirði, eða um 23,2% af vergri heimsframleiðslu, og samanlagða landsframleiðsla (VSJ) upp á 40,55 billjón bandaríkjadala (32% af heimsframleiðslunni) og áætlaða 4,46 milljarða bandaríkjadala í samanlögðum gjaldeyrisforða.[3] BRICS-samstarfið hefur fengið bæði lof og gagnrýni frá fjölmörgum álitsgjöfum.[4][5] Tvíhliða samskipti BRICS-þjóða eru aðallega á grundvelli afskiptaleysis, jafnræðis og gagnkvæms ávinnings.[6]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. "New era as South Africa joins BRICS" Geymt 2011-04-18 í Wayback Machine https://web.archive.org/web/20110418004139/http://www.southafrica.info/global/brics/brics-080411.htm. . SouthAfrica.info. 11. apríl 2010. Skoðað 2. desember 2012.
  2. „Xiamen, host city of next annual BRICS summit“. Afrit af upprunalegu geymt þann 9 January 2017. Sótt 9 January 2017.
  3. http://www.imf.org/external/pubs/ft/weo/2013/01/weodata/weorept.aspx?pr.x=91&pr.y=5&sy=2011&ey=2018&scsm=1&ssd=1&sort=country&ds=.&br=1&c=223%2C924%2C922%2C199%2C534&s=NGDPD%2CNGDPDPC%2CPPPGDP%2CPPPPC&grp=0&a=.
  4. http://www.businessday.co.za/articles/Content.aspx?id=168422.
  5. http://usinpac.com/blog/admin/brics-india-is-the-biggest-loser/.
  6. (PDF) http://www.migalhas.com.br/arquivos/2015/6/art20150601-02.pdf.