Matthew Perry
Útlit
Matthew Perry | |
---|---|
Fæddur | Matthew Langford Perry 19. ágúst 1969 |
Dáinn | 28. október 2023 (54 ára) Los Angeles, Kalifornía, BNA |
Ríkisfang |
|
Störf | Leikari |
Ár virkur | 1979–2022 |
Vefsíða | matthewperrybook |
Matthew Langford Perry (19. ágúst 1969 – 28. október 2023) var kanadískur/bandarískur leikari og þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Chandler Bing í gamanþáttunum Friends. Hann lék einnig persónuna Matt Albie í þáttunum Studio 60 on the Sunset Strip.
Perry fannst látinn í heitum potti á heimili sínu þann 28. október árið 2023. Hann lést úr afleiðingum ketamínneyslu, drukknunar og kransæðastífla. Í kjölfar dauða Perry voru fimm manns ákærð fyrir að útvega honum mikið magn af ketamíni þrátt fyrir að vita af því að lyfið gæti stofnað lífi hans í hættu.[1]
Helstu hlutverk í kvikmyndum
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Titill | Persóna |
---|---|---|
1988 | Dance 'Til Dawn | Roger |
1997 | Fools Rush In | Alex Whitman |
1998 | Almost Heroes | Leslie Edwards |
1999 | Three to Tango | Oscar Novak |
2000 | The Whole Nine Yards | Nicholas 'Oz' Oseransky |
2002 | Serving Sara | Joe Tyler |
2004 | The Whole Ten Yards | Nicholas 'Oz' Oseransky |
2006 | The Ron Clark Story | Ron Clark |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Þorgils Jónsson (15. ágúst 2024). „Féflettu Perry og báru í hann ketamín“. RÚV. Sótt 11. september 2024.