Þessi grein er gæðagrein að mati notenda Wikipediu.

Finnland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Lýðveldið Finnland
Suomen tasavalta (finnska)
Republiken Finland (sænska)
Fáni Finnlands Skjaldamerki Finnlands
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
„ekkert“
Þjóðsöngur:
Maamme/Vårt land (Vort land)
Staðsetning Finnlands
Höfuðborg Helsinki
Opinbert tungumál finnska, sænska
Stjórnarfar Lýðveldi
{{{nöfn_leiðtoga}}}
Sjálfstæði undan Rússlandi
 - Yfirlýst 6. desember 1917 
 - Viðurkennt 3. janúar 1918 
Evrópusambandsaðild 1. janúar 1995
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
64. sæti
338.424 km²
10
Mannfjöldi
 - Samtals (2014)
 - Þéttleiki byggðar
115. sæti
5.474.094
18/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2014
221,539 millj. dala (59. sæti)
40.485 dalir (25. sæti)
Gjaldmiðill evra
Tímabelti UTC+2 (UTC+3 á sumrin)
Keyrt er hægri megin
Þjóðarlén .fi
Landsnúmer 358

Finnland (finnska Suomi, Suomen tasavalta, sænska Republiken Finland) er eitt Norðurlandanna í norðanverðri Evrópu. Landið liggur að tveimur flóum úr Eystrasalti, Helsingjabotni í vestri og Kirjálabotni í suðri. Það á einnig landamæri að Svíþjóð í vestri, Noregi í norðri og Rússlandi í austri. Álandseyjar í Eystrasaltinu eru undir finnskri stjórn en njóta víðtækrar sjálfstjórnar. Finnland er stundum nefnt Þúsundvatnalandið.

Finnland er í Evrópusambandinu og er eina Norðurlandaþjóðin sem hefur tekið upp evruna sem gjaldmiðil.

Höfuðborg Finnlands heitir á finnsku Helsinki og sænsku Helsingfors og er einnig stærsta borg landsins. Aðrir stærstu bæir í stærðarröð eru eftirfarandi: Espoo (sænska: Esbo), Tampere (s. Tammerfors), Vantaa (s. Vanda), Turku (s. Åbo) og Oulu (s. Uleåborg). Espoo og Vantaa ásamt Helsinki mynda höfuðborgarsvæðið.

Orðsifjafræði[breyta | breyta frumkóða]

Uppruni nafnsins Suomi er óljós, en talið er að það sé skylt baltneska orðinu zeme, sem merkir grund, jörð, þjóð.

Nafnið Finnland, sem haft er um landið á öðrum tungum, líkist öðrum skandinavískum staðarheitum. Þar má nefna Finnmörk, Finnveden og Finnskogen. Öll eiga þau rætur að rekja til germanska orðsins finn, sem er heiti yfir hirðingjaveiðimenn (sem er andstæða við kyrrsetubændur). Hvernig þetta heiti komst yfir Finna er að mestu leyti óþekkt. Á meðal fyrstu rituðu heimilda þar sem „land Finna“ er nefnt eru tveir rúnasteinar. Annar þeirra er í Söderby í Svíþjóð með áletruninni finlont og hinn á Gotlandi, sænskri eyju í Eystrasalti, með áletruninni finlandi frá 11. öld.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Af fornleifum má ráða að það svæði, sem nú er Finnland, byggðist á níundu öld fyrir Krist, þegar íshella síðustu ísaldar hörfaði undan. Fyrstu íbúar á svæðinu bjuggu við steinaldarmenningu og lifðu á því sem freðmýrin og sjórinn gáfu. Ekki er vitað hvenær finnsk-úrgískumælandi þjóðflokkar hafa fyrst numið land.

Elstu leifar akuryrkju eru frá seinni hluta þriðja árþúsundsins fyrir Krist en veiðimennska og söfnun voru lengi eftir það algengasti lífsmátinn, ekki síst í austur og norðurhluta landsins[1].

Bronsöld (1500–500 f. Kr.) og járnöld (500 f. Kr. — 1200 e. Kr.) einkenndust mjög af nánum samskiptum við Skandinavíu, norðurhluta Rússlands og Eystrarsaltssvæðið. Finnar og Kvenir eru nefndir á nokkrum stöðum í rómverskum heimildum og í Íslendingasögunum, þó er sennilegast að átt sé við Sama en ekki Finna. Fáeinar ritaðar heimildir um sögu Finnlands eru til frá 13. öld en það er ekki fyrr en á 14. og 15. öld sem raunveruleg rituð saga hefst.

Finnland og Svíþjóð eiga nærri 700 ára sameiginlega sögu. Sögur herma að upphaf þess sé krossferð undir stjórn Eiríks IX Svíakonungs, sem á að hafa átt sér stað árið 1154. Óvíst er hvort þessi krossferð var farin eða hvort þetta er einungis sögusögn. Ritaðar heimildir eru hins vegar fyrir því að Finnland var hluti af ríki Birgis jarls þegar krossferð var gerð þangað 1249.

Finnland 1920-1940
Kort af Finnlandi

Sænska var ráðandi með fram allri strandlengjunni og í stórum hluta suður Finnlands allt fram undir lok 19. aldar og var þar að auki tungumál yfirvalda og menntunar. Lengi var það sem nú er Finnland ekki skilgreint sem sérstakt svæði innan sænska ríkisins, frekar var að miðhluti Svíþjóðar og suðurhluti Finnlands væru álitin sameiginlegt meginsvæði ríkisins enda voru samgöngur sjóleiðina mun auðveldari en yfir land. Sænskir kóngar leituðust eftir að flytja landamæri ríkisins lengra austur á bóginn og voru meira og minna stöðugar erjur við Rússa gegnum aldirnar af þeim sökum. Á 18. öld snerust leikar og rússneskur her hertók nánast allt það sem nú er Finnland tvisvar (17141721 og svo aftur 1742–1743). Upp frá þessu fer hugtakið „Finnland“ að eiga við allt landsvæðið frá Helsingjabotn að rússnesku landamærunum bæði í umræðum innan sænska ríkisins og í Rússlandi. Suðurhluti Finnlands, það sem áður hafði verið kallað Finnland, fékk nú nafnið Hið eiginlega Finnland (Egentliga Finland á sænsku, Varsinais-Suomi á finnsku) og heitir svo enn.

Árið 1808 hertók rússneskur her Finnland og Svíar neyddust til að afsala sér yfirráðarétti yfir því. Finnland varð sjálfstjórnarsvæði, Stórfurstadæmið Finnland, innan rússneska keisardæmisins allt fram til 1917. Alexander I, Rússlandskeisari, varð fyrsti stórfursti Finnlands. Smám saman fékk finnskan mikilvægara hlutverk í opinberu lífi, upphaflega sem hluti af rússneskri viðleitni til að draga úr sambandinu við sænska menningu og menningarhefð en meir og meir sem hluti af finnskri þjóðernishreyfingu. Mikilvægt skref var söfnun og útgáfa sagnaverksins Kalevala árið 1835 og ekki síður þegar finnska var gerð jafnrétthá sænsku sem opinbert mál 1892. Finnsk ritmenning hófst á fyrri hluta 19. aldar og voru það ekki síst sænskumælandi menntamenn sem stóðu fremst í að byggja þetta nýja ritmál, m.a. með slagorðinu: „Svenskar äro vi icke, ryssar vilja vi icke vara, låt oss bli finnar“.

Fljótlega eftir byltingu bolsévíka í Rússlandi lýsti finnska þingið yfir sjálfstæði Finnlands, hinn 6. desember 1917. Bolsévíkastjórnin viðurkenndi sjálfstæðið en í Finnlandi braust út blóðug borgarastyrjöld 1918 í kjölfar baráttu hvítliða og rauðliða í Rússlandi. Í Finnlandi endaði styrjöldin með sigri hvítliða.

Frá stríðslokum og fram undir miðjan fjórða áratug tuttugustu aldar voru tengsl Finnlands og Sovétríkjanna nokkurn veginn hlutlaus. Árið 1939 kröfðust Sovétríkin talsverðra landsvæða af Finnlandi sem ekki var gengist við og hóf þá sovétherinn það sem nefnt er Finnska vetrarstríðið með innrás í Finnland. Finnar vörðust mánuðum saman en máttu á endanum ekki við ofureflinu.

Mikil hefndarhugur var í mörgum Finnum eftir lok vetrarstríðsins 1940 og Finnland tengdist náið Þýskalandi undir stjórn nasista. Finnar drógust aftur út í stríð við Sovétríkin 1941 og börðust þá með Þjóðverjum. Eftir stríðið neyddust Finnar til að ganga að hörðum kröfum Sovétríkjanna.

Tímabilið frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar fram að upplausn Sovétríkjanna einkenndist af hlutleysi Finnlands í alþjóðamálum og nánu samstarfi við grannann í austri. Þótti mörgum nóg um undirgefni Finna og varð til úr þessu alþjóðlega hugtakið „finlandisering“.

Finnland fékk inngöngu í Evrópusambandið árið 1995 um leið og Svíþjóð og Austurríki og er hið eina Norðurlandanna sem hefur tekið upp evru sem gjaldmiðil.

Landafræði og umhverfi[breyta | breyta frumkóða]

Jarðfræði og landslag[breyta | breyta frumkóða]

Finnland prýða mörg þúsund vatna og eyja. Stöðuvötn sem eru 500 m² að flatarmáli eða meira eru 187.888 talsins og eyjarnar 179.584. Saimaa-vatn er eitt þessara vatna og er það 5. stærsta stöðuvatn í Evrópu. Finnskt landslag er að mestu leyti flatt, en þó er það hólótt á svæðum. Hæsti punktur landsins er Halti (1328 m) í norðurhluta Lapplands, við landamæri Noregs. Barrskógur þekur landið að mestu leyti og lítið er af ræktanlegu landi. Algengasta bergtegundin er granít. Það er alltaf nálægt yfirborðinu og sjáanlegt þar sem jarðvegur er af skornum skammti. Jökulruðningur er algengasta jarðvegstegundin, þakin þunnu lagi af mold. Meirihluti eyjanna eru í suðvesturhluta Eyjahafsins (hluti af eyjaklasa Álandseyja) og með fram suðurströnd Kirjálabotns.

Plöntu- og dýraríki[breyta | breyta frumkóða]

Jarfi, fyrirfinnst í Lapplandi.
Álft er þjóðarfugl Finnlands

Gróður- og dýralíf í Finnlandi er mjög fjölbreytt. Plöntu- og dýrategundir eru mismunandi eftir landshlutum, vegna mismunandi loftslags á milli norður-, vestur- og suðurhluta Finnlands. Í landinu eru yfir 1200 gerðir af æðplöntum, 800 af mosaplöntum og 1000 gerðir af fléttum, þar sem ríkasta gróðurlífið er í suðurhluta landsins og á Álandseyjum. Líkt og öll önnur vistfræði Finnlands, þá á plöntulíf auðvelt með að aðlagast og þola ólíkar árstíðir og veðurskilyrði. Um það bil tveir þriðju af flatarmáli landsins er þakinn barrskógi, furur og greni. Í nyrsta hlutanum vex þó einungis birki. Eik og önnur lauftré vaxa á Álandseyjum og í syðsta hluta landsins. Allt eftir því sem ísjaðarinn hopaði í lok síðustu ísaldar þaktist landið af skógi, fyrsti birkitegundir en síðan fura fyrir um 10.000 árum síðan. Frá því fyrir um 6.000 árum fór greni að breiðast út austan frá og náði vesturströndinni fyrir um það bil 3.000 árum.[2]

Einnig býr Finnland yfir fjölbreyttu og víðtæku dýralífi. Þó þurrkuðust öll dýr nánast út á meðan að síðasta ísöld stóð yfir. Dýrin komu til Finnlands á ný fyrir u.þ.b. 10.000 árum síðan, fylgdu minnkun jökla og framsókn gróðurs. Núorðið eru alltént sextíu innfædd spendýr, 248 æxlandi fuglategundir, rúmlega 70 fiskategundir og ellefu skriðdýra- og froskdýrategundir.

Af stórum villtum spendýrum, eru þau algengustu skógarbjörn (þjóðardýrið), gráúlfur, elgur og hreindýr. Önnur algeng spendýr eru rauðrefur, rauðíkorni og fjallahéri. Sumar sjaldgæfari skepnur eru flugíkorni, kóngsörn, hringanóri og heimskautarefur, sem er talinn vera í mestri útrýmingarhættu. Þjóðarfugl Finnlands er álft. Algengustu fuglategundirnar eru laufsöngvari, bókfinka og skógarþröstur.

Á Saimaa-vatnasvæðinu í suðaustur Finnlandi býr Saimaa-hringanóri (Phoca hispida saimensis), ein af þremur ferskvatnsselategundum í heiminum. Samtök finnskra náttúruverndarsinna hafa barist fyrir verndun hringanórans og hefur tekist vel að bjarga honum frá útrýmingu. Samt sem áður telst dýrið enn þá vera í útrýmingarhættu. Nú er talið að um 270 Saimaa-hringanórar séu á lífi. Það er talið að ef að fjöldi þeirra kæmist upp í 400 seli, myndi stofninn komast úr útrýmingarhættu.

Vegna veiða og áreita í gegnum tíðina hefur mörgum dýrum á borð við kóngsörn, skógarbjörn og gaupu fækkað mjög. En vegna mikillar verndunar og stofnunar víðlendra þjóðgarða hefur fjöldinn aftur aukist undanfarin ár.

Loftslag[breyta | breyta frumkóða]

Loftslagið í Suður-Finnlandi er kaldtemprað. Í Norður-Finnlandi, sérstaklega í Lapplandi, ríkir heimskautaloftslag sem einkennist af köldum, jafnvel hörðum vetrum og nokkuð heitum sumrum. Það sem á stærstan þátt í loftslagi Finnlands er lega þess á milli 60. og 70. breiddarbaugslínu á evrasísku strandlengjunni, sem veldur því að þar er bæði sjávarloftslag og meginlandsloftslag, breytilegt eftir vindátt. Finnland er nógu nálægt Atlantshafinu til að njóta hlýrra áhrifa Golfstraumsins, sem útskýrir fremur hlýtt loftslag miðað við legu.

Fjórðungur af Finnlandi nær norður fyrir heimskautsbaug, það veldur því að miðnætursól getur haldist í fleiri daga. Á nyrsta punkti Finnlands sest ekki sól í 73 daga samfellt yfir sumarið og rís ekki í 51 dag yfir veturinn.

Stjórnarfar[breyta | breyta frumkóða]

Fylki[breyta | breyta frumkóða]

Umdæmi Finnlands

Til ársins 2009 var landinu skipt í sex fylkifinnsku lääni, fl. läänit, á sænsku län) en þá voru þau afnumin. Fylkin voru stjórnareiningar ríkisvaldsins og sáu um löggæslu og dómsmál meðal annars.[3]

Fylkisstjóri og fylkisstjórn voru skipuð af ríkisstjórninni og engar kosningar fóru fram til embætta innan fylkisins. Fylkjaskipunin var upphaflega sett á laggirnar árið 1634 en síðasta uppskipting var gerð árið 1997 og þá voru fylkin eftirfarandi (sjá mynd til hægri):

  1. Suður-Finnland
  2. Vestur-Finnland
  3. Austur-Finnland
  4. Oulu
  5. Lappland
  6. Áland

Álandseyjar eru sjálfsstjórnarsvæði innan finnska ríkisins. Lögþing og heimastjórn Álandseyja hafa sjálfstjórn um ýmsa málaflokka, t.d. mennta- og heilsugæslumál, útvarp og sjónvarp, lögreglu- og atvinnumál. Á Álandseyjum er sænska eina opinbera málið og er því strangt framfylgt m. a. geta einungis sænskumælandi íbúar verið landeigendur.[4]

Sveitarfélög[breyta | breyta frumkóða]

Sveitarfélög og samstarfshéruð Finnlands (2009).
Sveitarfélög aðgreind með þunnum línum og héruð með þykkum.

Megin stjórnsýslueiningar Finnlands eru sveitarfélöginfinnsku kunta, sænsku kommun), eru þau 348 að tölu 2009[5]. Kosið er til sveitarfélagstjórna í beinum kosningum fjórða hvert ár. Sveitarstjórn og borgarstjórn eru í grófum dráttum það sama, fyrir utan muninn á dreifbýli og þéttbýli. Frá árinu 1977 hefur ekki verið greint á milli borga, bæja og dreifbýlis. Sveitarfélög eru sjálfstætt stjórnvald innan ramma laga sem sett eru af ríkinu. Enginn getur áfrýjað ákvörðunum sveitarfélags svo lengi sem þær eru löglegar.

Sveitarfélög hafa með sér tvenns konar skipulagt samstarf. Annars vegar í tuttugu samstarfseiningum sem eru nefndar á finnsku maakunta og á landskap sænsku. Hlutverk þessara héraðssamtaka er menntunar og heilsugæslusamstarf. Hins vegar eru sjötíu og fjórar samstarfseiningar sem nefndar eru á finnsku seutukunta og ekonomisk region á sænsku. Hlutverk þessara samstarfseininga er efnahagssamvinna.

Áland hefur sjálfstæða stöðu innan finnska ríkisins með eigið lögþing og heimastjórn og er þar að auki formlega eigið fylki.

Samar hafa takmarkaða sjálfstjórn á sviði tungumála- og menningarmála í Lapplandi.

Stærstu bæir og sveitafélög[breyta | breyta frumkóða]

Taflan hér að neðan sýnir fjölda íbúa fjölmennustu sveitarfélaganna í heild (kunta á finnsku), ekki einungis þéttbýlis. Tölurnar eru frá 31. mars 2011. Höfuðborgarsvæðið, sem samanstendur af Helsinki, Vantaa, Espoo og Kauniainen, myndar samtals milljón manna byggð.

Sveitarfélag Íbúafjöldi Landsvæði (km2) Þéttleiki byggðar (íb./km2)
Helsinki &&&&&&&&&&590072.&&&&&0590.072 &&&&&&&&&&&&&213.750000213,75 &&&&&&&&&&&&2761.&&&&&02.761,00
Espoo &&&&&&&&&&248902.&&&&&0248.902 &&&&&&&&&&&&&312.260000312,26 &&&&&&&&&&&&&797.100000797,10
Tampere &&&&&&&&&&213383.&&&&&0213.383 &&&&&&&&&&&&&525.&30000525,03 &&&&&&&&&&&&&406.400000406,40
Vantaa &&&&&&&&&&200945.&&&&&0200.945 &&&&&&&&&&&&&238.370000238,37 &&&&&&&&&&&&&843.&&&&&0843,00
Turku &&&&&&&&&&177477.&&&&&0177.477 &&&&&&&&&&&&&245.670000245,67 &&&&&&&&&&&&&722.400000722,40
Oulu &&&&&&&&&&142007.&&&&&0142.007 &&&&&&&&&&&&1410.1700001.410,17 &&&&&&&&&&&&&100.700000100,7
Jyväskylä &&&&&&&&&&131149.&&&&&0131.149 &&&&&&&&&&&&1170.9900001.170,99 &&&&&&&&&&&&&112.&&&&&0112,00
Lahti &&&&&&&&&&101757.&&&&&0101.757 &&&&&&&&&&&&&135.&50000135,05 &&&&&&&&&&&&&753.500000753,50
Kuopio &&&&&&&&&&&96785.&&&&&096.785 &&&&&&&&&&&&1597.3900001.597,39 &&&&&&&&&&&&&&60.59000060,59
Kouvola &&&&&&&&&&&87964.&&&&&087.964 &&&&&&&&&&&&2558.2400002.558,24 &&&&&&&&&&&&&&34.38000034,38
Pori &&&&&&&&&&&83016.&&&&&083.016 &&&&&&&&&&&&&834.&60000834,06 &&&&&&&&&&&&&&99.53000099,53
Joensuu &&&&&&&&&&&73423.&&&&&073.423 &&&&&&&&&&&&2381.7600002.381,76 &&&&&&&&&&&&&&30.83000030,83
Lappeenranta &&&&&&&&&&&72029.&&&&&072.029 &&&&&&&&&&&&1433.3600001.433,36 &&&&&&&&&&&&&&50.25000050,25
Hämeenlinna &&&&&&&&&&&66889.&&&&&066.889 &&&&&&&&&&&&1785.7600001.785,76 &&&&&&&&&&&&&&37.46000037,46
Rovaniemi &&&&&&&&&&&60169.&&&&&060.169 &&&&&&&&&&&&7581.9700007.581,97 &&&&&&&&&&&&&&&7.9400007,94
Vaasa &&&&&&&&&&&59679.&&&&&059.679 &&&&&&&&&&&&&183.810000183,81 &&&&&&&&&&&&&316.100000316,10
Seinäjoki &&&&&&&&&&&58038.&&&&&058.038 &&&&&&&&&&&&1431.6400001.431,64 &&&&&&&&&&&&&&40.54000040,54
Salo &&&&&&&&&&&55312.&&&&&055.312 &&&&&&&&&&&&1986.4900001.986,49 &&&&&&&&&&&&&&27.84000027,84
Kotka &&&&&&&&&&&54801.&&&&&054.801 &&&&&&&&&&&&&271.290000271,29 &&&&&&&&&&&&&202.&&&&&0202,00
Mikkeli &&&&&&&&&&&48799.&&&&&048.799 &&&&&&&&&&&&1699.9000001.699,90 &&&&&&&&&&&&&&28.71000028,71
Porvoo &&&&&&&&&&&48794.&&&&&048.794 &&&&&&&&&&&&&654.700000654,70 &&&&&&&&&&&&&&74.53000074,53
Kokkola &&&&&&&&&&&46316.&&&&&046.316 &&&&&&&&&&&&1444.2000001.444,20 &&&&&&&&&&&&&&32.&7000032,07

Lýðfræði[breyta | breyta frumkóða]

Þéttleiki byggðar í Finnlandi.
Íbúafjöldi Finnlands, 1750–2000[6]
Ár Íbúafjöldi Ár Íbúafjöldi
1750 421.000 1880 2.060.800
1760 491.000 1890 2.380.100
1770 561.000 1900 2.655.900
1780 663.000 1910 2.943.400
1790 705.600 1920 3.147.600
1800 832.700 1930 3.462.700
1810 863.300 1940 3.695.617
1820 1.177.500 1950 4.029.803
1830 1.372.100 1960 4.446.222
1840 1.445.600 1970 4.598.336
1850 1.636.900 1980 4.787.778
1860 1.746.700 1990 4.998.478
1870 1.768.800 2000 5.181.000

Íbúar[breyta | breyta frumkóða]

Í Finnlandi búa um 5,4 milljónir manna og er þéttleiki byggðar að meðaltali 17 íbúar á hvern ferkílómetra. Það gerir landið þriðja strjálbýlasta land Evrópu, á eftir Noregi og Íslandi. Suðurhluti landsins hefur alltaf verið fjölmennastur og þar að auki jókst íbúafjöldinn við þéttbýlisþróun 20. aldar. Stærstu og mikilvægustu borgir í Finnlandi eru stórsvæði Helsinki (sem nær yfir Helsinki, Vantaa, Espoo og Kauniainen) og Tampere, Turku og Oulu.

Eftir Vetrarstríðið árið 1939 (og Framhaldsstríðið 1941), þurftu 12% af íbúum Finnlands að flytjast búferlum. Stríðsskaðabætur, atvinnuleysi og óvissa varðandi þjóðhöfðingja og sjálfstæði frá Sovétríkjunum olli miklum fólksflótta, sem byrjaði ekki að minnka fyrr enn á 8. áratug 20. aldar. Um hálf milljón Finna fluttist til Svíþjóðar á áratugunum frá 1950 fram til 1980, en allstór hluti þeirra hefur flust heim að nýju.

Frá seinni hluta 10. áratugar 20. aldar hefur Finnland tekið á móti svipuðum fjölda flóttamanna og innflytjenda og hin Norðurlöndin. Finnland er þjóðfræðilega mjög einsleitt land. Útlendingar eru einungis 4% af heildaríbúatölu landsins. Umtalsvert hlutfall innflytjenda á rætur sínar að rekja til fyrrum Sovétríkjanna. Rúmlega 20 tungumál eru töluð af innflytjendum í Finnlandi í dag, miðað við að a.m.k. 1000 manns tali málið.

Tungumál[breyta | breyta frumkóða]

Finnska og sænska eru bæði opinber tungmál í Finnlandi og jafnrétthá fyrir finnskum lögum. Meirihluti Finna (89,7%) hefur finnskumóðurmáli. Finnska tilheyrir finnsk-úgrísku tungumálafjölskyldunni og er á milli þess að vera samloðunarmál og beygingamál. Í finnsku breytast og beygjast nafnorð, lýsingarorð, fornöfn, töluorð og sagnorð eftir hlutverki þeirra í setningunni. Finnland er eitt af þremur sjálfstæðum ríkjum þar sem finnsk-úgrískt mál er talað af meirihlutanum. Hin eru Eistland og Ungverjaland.

Stærstu minnihlutamálin í Finnlandi eru sænska (5,4%), rússneska (0,8%) og eistneska (0,3%). Tæplega 2000 samar hafa samísku að móðurmáli, einkum í norðurhluta landsins. Samísku málin eru einnig finnsk-úgrísk mál. Alls eru þrjú samísk mál töluð í Finnlandi: norðursamíska, inarisamíska og skoltsamíska.

Auk finnsku er sænska opinbert tungumál í Finnlandi. Sænskumælandi Finnum fækkaði talsvert á síðustu öld af ýmsum ástæðum, svo sem miklum flutningi sænskumælenda til Svíþjóðar, fjölskyldur sænskumælenda eru minni og ekki síst að í fjölmörgum blönduðum fjölskyldum varð fjölskyldumálið finnska. Sænska er samkvæmt lögum eina opinbera tungumálið á Álandseyjum.

Minnihlutahópar hafa réttindi til þess að hlúa að menningu sinni og tungumálin eru vernduð með lögum, þar hafa Samar sérstöðu. Samíska er opinbert minnihlutamál.

Sænska er skyldunámsgrein í finnskum skólum sem og finnska í skólum sænskumælandi Finna og flestir Finnar læra einnig næga ensku í skólum og af ljósvakamiðlum til að vera samræðufærir á því máli. Margir læra að auki þýsku eða frönsku.

Frumbyggjar[breyta | breyta frumkóða]

Samar eru frumbyggjar sem búa í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Rússlandi. Áður fyrr voru Samar oft kallaðir Lappar, en nú til dags telja margir Samar það vera niðrandi heiti. Auk eigin tungumála hafa Samar sinn eigin lífsstíl, yfirbragð og menningu. Svipuð saga, hefðir, lifnaðarhætti og siðir sameinar Sama sem búa í mismunandi löndum. Samtals eru um 75.000 til 100.000 Samar, af þeim búa minna en 7.000 í Finnlandi, sem gerir sama 0,13% af íbúum Finnlands.

Trúarbrögð[breyta | breyta frumkóða]

Dómkirkjan í Helsinki ásamt styttu af Alexander II Rússakeisara

Meirihluti Finna (um 72,0%) eru mótmælendatrúar og tilheyra Þjóðkirkju Finnlands. Einnig tilheyrir minnihluti Finnsku rétttrúnaðarkirkjunni (1,1%). Aðrir mótmælendasöfnuðir og Kaþólska kirkjan eru talsvert minni sem og íslam, gyðingdómur og önnur trúarbrögð (samtals 1,6%). Rúm 25,3% af íbúunum eru utan trúfélaga.[7] Meirihluti þeirra sem tilheyra þjóðkirkjunni tekur lítinn þátt í starfi hennar.

Menntun[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirlestrarsalur aðalbyggingar Tækniháskólans í Helsinki, sem hönnuð er af Alvar Aalto.

Menntakerfið í Finnlandi er ekki ólíkt því sem fyrirfinnst á öðrum Norðurlöndum. Nemendur í fullu námi þurfa ekki að borga nein námsgjöld. Skólaskylda er frá aldrinum 7-16 ára og fá nemendur í grunn- og menntaskólum máltíðir sér að kostnaðarlausu á skólatíma. Skólaskylda er fyrstu níu ár skólagöngunnar og sækja nemendurnir skóla í nágrenni við heimili sitt. Framhaldsnám er ekki skylda og fer það annaðhvort fram í iðnskóla eða skóla sem undirbýr fyrir áframhaldandi nám, sem nám fer fram í verknámsskólum eða háskólum. Samkvæmt alþjóðlegu PISA-mati OECD samtakanna á frammistöðu 15 ára unglinga í námi eru Finnar ofarlega á blaði. Árið 2006 voru 15 ára finnskir unglingar hæstir á heimsvísu hvað varðaði lesskilningi, náttúruvísindi og stærðfræði[8]

Heilsugæsla[breyta | breyta frumkóða]

Heilbrigðiskerfi Finnlands þykir mjög þróað á heimsvísu. 18,9% af kostnaði við heilsugæslu eru borguð af heimilunum sjálfum, 76,6% borguð af ríkinu og restin af öðrum aðilum. Fyrir hvern lækni eru 307 íbúar.

Á áttunda áratugnum gerðu Finnar miklar breytingar á lífsvenjum sínum, í ljósi þess að þeir voru með eina hæstu dánartíðni af völdum hjartasjúkdóma í heiminum. Í dag eru Finnar meðal heilbrigðari þjóða.

Lífslíkur kvenna eru 82 ár og karla 75 ár.

Stjórnarfar[breyta | breyta frumkóða]

Finnland er lýðveldi eins og Ísland en hefur ekki þingbundna konungsstjórn eins og Skandinavísku löndin. Forseti Finnlands hefur framkvæmdavald og er þjóðhöfðingi landsins. Einnig sér forsetinn um utanríkismál utan Evrópusambandsins í samstarfi við finnska þingið. Þingið hefur mest völd í landinu og er æðsti maður þess forsætisráðherrann. Yfirlöggjafarvald Finnlands er finnska þingið, þar sitja 200 manns. Á finnsku nefnist það Eduskunta og á sænsku Riksdag.

Forseti[breyta | breyta frumkóða]

Forseti Finnlands er þjóðhöfðingi landsins. Samkvæmt stjórnarskrá landsins hefur forsetinn framkvæmdavald ásamt ríkisstjórninni. Forseti er kosinn í lýðræðislegum kosningum af íbúum landsins og er kjörtímabilið sex ár. Frá árinu 1991 hefur enginn forseti mátt sitja lengur við völd en tvö kjörtímabil. Forsetinn verður að vera innfæddur ríkisborgari.

Núverandi forseti landsins er Tarja Halonen. Hún tók við forsetastöðunni árið 2000 og var endurkjörin 29. janúar 2006. Hún getur því setið til ársins 2012. Hún er ellefti forseti Finnlands og fyrsta konan til að gegna stöðunni.

Forsetar Finnlands
Nafn Fæðingar- og dánarár Við völd
K.J. Ståhlberg 1865–1952 1919–1925
Lauri Kristian Relander 1883–1942 1925–1931
P.E. Svinhufvud 1861–1944 1931–1937
Kyösti Kallio 1873–1940 1937–1940
Risto Ryti 1889–1956 1940–1944
C.G.E. Mannerheim 1867–1951 1944–1946
J.K. Paasikivi 1870–1956 1946–1956
Urho Kekkonen 1900–1986 1956–1981
Mauno Koivisto 1923– 1982–1994
Martti Ahtisaari 1937– 1994–2000
Tarja Halonen 1943– 2000–2012
Sauli Niinistö 1948– 2012–

Þingið[breyta | breyta frumkóða]

Aðalbygging finnska þingsins (Eduskunta) í Helsinki

Finnska þingið er í einni deild með tvö hundruð þingmönnum, sem eru kosnir í fjögur ár í senn í hlutfallskosningu. Samkvæmt stjórnarskrá Finnlands kýs þingið svo forsætisráðherra, sem er skipaður í embætti af forsetanum. Aðrir ráðherrar eru skipaðir í embætti af forsetanum eftir uppástungum forsætisráðherra. Núverandi forsætisráðherra Finnlands er Mari Kiviniemi og er hún einnig formaður Miðflokksins.

Utanríkisstefna[breyta | breyta frumkóða]

Utanríkisstefna Finnlands byggir á náinni samvinnu við aðrar Norðurlandaþjóðir bæði formlega, í gegnum samstarfið í Norðurlandaráði og óformlega, ekki síst innan Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna. Frá því að Finnland gerðist aðili að Evrópubandalaginu 1995 hefur þátttaka í starfi þess í vaxandi mæli verið þungamiðja utanríkisstefnunnar. Stærstan hluta 20. aldar var hins vegar sambúðin við Sovétríkin helsti þáttur í utanríkismálum landsins. Frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar hefur Finnland ekki átt í neinum alþjóðlegum deilum um landamæri landsins. Formlega er finnski herinn eingöngu til sjálfsvarnar og heimilar finnska stjórnarskráin einungis þátttöku í hernaðaraðgerðum heimiluðum af Sameinuðu þjóðunum eða OSCE. Finnland er mjög háð utanríkisverslun, sem gefur af sér u.þ.b. þriðjung þjóðartekna. Landið er mjög háð innfluttningi hráefna, málma og olíu.

Varnarmál[breyta | breyta frumkóða]

Her Finnlands er skipulagður í þrjár greinar: landher, sjóher og flugher. Herinn gegnir ekki landamæragæslu á friðartímum, sú gæsla er undir stjórn innanríkisráðuneytisins. Almenn herskylda karlmanna er í landinu, að undanteknum Álendingum og vottum Jehóva og um 80 % hvers árgangs karla gegnir herþjónustu. Herskylda nær ekki til kvenna en frá 1995 geta þær boðið sig fram til herþjónustu til jafns við karla. Herþjónustutíminn er 6, 9 eða 12 mánuðir allt eftir ábyrgð og verkefni. Um 34 000 manns eru að jafnaði undir vopnum en samanlagt eru um 350 000 manns þar að auki reiðubúnir að vera kallaðir inn ef á þarf að halda. Mögulegt er að inna aðra þegnskylduþjónustu af hendi í 12 mánuði í stað þess að gegna herþjónustu. Fjármagn til varna jafngildir u.þ.b. 1,4% af landsframleiðslu.

Finnland á ekki aðild að NATO en í landinu eru miklar umræður um mögulega þátttöku í bandalaginu.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist