Knattspyrnufélagið Víkingur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Fótbolti og tifandi klukka Núverandi tímabil
Knattspyrnufélagið Víkingur
Knattspyrnufélagið Víkingur.png
Fullt nafn Knattspyrnufélagið Víkingur
Gælunafn/nöfn Víkingar
Stytt nafn Víkingur
Stofnað 21. apríl 1908
Leikvöllur Víkin - Víkingsvöllur
Reykjavík, Ísland
Stærð 1450[1]
Stjórnarformaður Friðrik Magnússon
Knattspyrnustjóri Logi Ólafsson
Deild Úrvalsdeild karla 2016 (7.sæti)
Heimabúningur
Útibúningur

Knattspyrnufélagið Víkingur er reykvískt hverfafélag í besta skilningi þess hugtaks. Félagið er eitt af mörgum hverfafélögum í borginni og afmarkast meginþjónustusvæði þess af Fossvogsdal, Kringlumýrarbraut, Miklubraut og Reykjanesbraut. Margar fjölskyldur nefna barna- og unglingastarf félagsins sem helstu ástæðu þess að þær vilja búa í Víkingshverfunum eða fluttu þangað á sínum tíma.[2]

Félagsaðstaðan fékk nafnið Víkin eftir þeim stað sem víkingar til forna lögðu skipum sínum, söfnuðu kröftum, öfluðu vista og æfðu vopnfimi áður en þeir héldu á ný í víking.[3]

Víkingur er skilgreint sem fjölgreinafélag, en það er íþróttafélag með fleiri en eina íþróttagrein.[4]

Deildir Víkings eru sjö talsins: Almennings-, borðtennis-, handknattleiks-, karate-, knattspyrnu-, skíða- og tennisdeild.

Víkingar eru þekktir fyrir að búa vel að æskufólki á heimaslóðum sínum. Íbúar hverfanna á aldrinum þriggja til sex ára kynnast félaginu í íþróttaskóla barnanna og síðar í íþróttastarfi innan deilda Víkings.[5]

Saga Víkings[breyta | breyta frumkóða]

Stofnun félagsins og fyrstu skrefin[breyta | breyta frumkóða]

Frumherjar Víkings (1908)[breyta | breyta frumkóða]

Knattspyrnufélagið Víkingur var stofnað 21. apríl árið 1908 í kjallaranum að Túngötu 12 í Reykjavík, þar sem Emil Thoroddsen átti heima.
Á stofnfundinn mættu 32 drengir.

Aðalhvatamenn og í fyrstu stjórn voru fyrirliði hópsins og fyrsti Víkingurinn, Axel Andrésson 12 ára gamall, formaður, Emil Thoroddsen 9 ára, ritari og Davíð Jóhannesson, 11 ára, gjaldkeri. Aðrir stofnendur voru Páll 8 ára bróðir Axels, og Þórður Albertsson, 9 ára.[6]

Tilgangurinn með stofnun Víkings var ánægjan að spila fótbolta og fjármögnun á boltakaupum. Fyrsti gjaldkerinn særði túeyringa og fimmeyringa upp úr vösum félagsmanna þar til hafðist að mestu fyrir fyrsta boltanum en Egill Jacobsen stórkaupmaður er talinn hafa hjálpað til með það sem upp á vantaði.

Taplausir í tíu ár (1908-1918)[breyta | breyta frumkóða]

Fyrstu árin í sögu Víkings voru sannkölluð sigurár og stóð knattspyrnuliðið taplaust eftir fyrstu 10 árin í sinni sögu. Á því tímabili skoraði Víkingsliðið 58 mörk og fékk á sig 16. Flestir leikir félagsins á þessum árum voru leiknir gegn öðrum hverfafélögum úr bænum, svo sem Fótboltafélagi Miðbæinga, en félagar í því munu um árið 1912 hafa gengið í raðir Víkinga. Liðið hreppti þó ekki neinn titil á þessum tíma sökum þess að flestir leikmenn Víkinga höfðu ekki náð aldri til að leika í meistarflokki á Íslandsmóti fyrr en um árið 1918, samkvæmt reglum Íþróttasambandsins.[7]

Fyrstu Íslandsmeistaratitlarnir (1918-1938)[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1914 hafði Víkingur sigur úr býtum gegn KR, 2-1, í fyrsta opinbera kappleiknum undir skipulagi Ungmennafélags Íslands. Verðlaunaskjalið er varðveitt í Víkinni.
Fyrsti leikur Víkinga á Íslandsmóti karla fór hins vegar ekki fram fyrr en þann 9 júní 1918 - þegar liðið tryggði sér auðveldan 5-0 sigur á keppinautum Vals.
Það var ekki lengur en tveimur árum síðar sem félagið fagnaði sínum fyrstu titlum, árin 1920 og 1924, þegar liðið stóð uppi sem sigurvegari á Íslandsmóti karla.

Fyrsta erlenda knattspyrnuliðið sem heimsótti Ísland var Akademisk Boldklub frá Danmörku í ágústmánuði 1919. Tveir Víkingar voru í úrvalsliðinu sem lagði Danina 4:1 í sögufrægum leik, Óskar Norðmann og Páll Andrésson.
Fyrsta mark Íslendings í opinberum kappleik á erlendri grund skoraði svo aftur Víkingurinn Tómas Pétursson í úrvalsliði gegn Havnar Boldfelag í Færeyjum árið 1930.

Árangursríkt félagsstarf (1938-1946)[breyta | breyta frumkóða]

Veturinn 1937-38 fengu Víkingar afnot af gamla Tjarnarbíói, sem áður var íshús, og æfðu þar á moldargólfi. Sumarið þar á eftir enduðu Víkingar í 2. sæti á Íslandsmóti.
Árið 1938 hófust æfingar í handbolta í Víkingi. Víkingur sá um framkvæmd fyrsta Íslandsmótsins í handknattleik árið 1940. Það var svo árið 1945 sem fyrsta Reykjavíkurmótið fór fram í bragga á Hálogalandi, en hann var áður í eigu bandaríska hersins og kallaðist þá Andrew's Hall. Víkingur sendi tvö stúlknalið til keppni á þessu móti, auk karlaliða.[8]

Víkingurinn Brandur Brynjólfsson var fyrsti fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Fyrsti landsleikurinn fór fram árið 1946 gegn Dönum. Guðjón Einarsson, sem lengi var formaður félagsins, öðlaðist fyrstur Íslendinga réttindi sem milliríkjadómari árið 1946.[9]
Þá var Víkingurinn Agnar Klemens Jónsson fyrsti formaður KSÍ og Víkingurinn Árni Árnason fyrsti formaður HSÍ.[10]

Starfsumhverfi og félagsaðstaða[breyta | breyta frumkóða]

Suðurgata (1946-1950)[breyta | breyta frumkóða]

Fyrstu 40 árin í sögu Víkings hafði félagið ekki yfir eigin félagsaðstöðu að ráða. Víkingstrákarnir áttu fyrstu árin flestir heima á Suðurgötu, Tjarnargötu og neðsta hluta Túngötu, í hjarta bæjarins. Víkingar iðkuðu íþrótt sína gjarnan fyrstu árin á gulllóðinni sem svo var kölluð. Þar stendur nú hús Oddfellow-reglunnar. Nýjabæjartúnið var sömuleiðis vinsæll vettvangur til knattspyrnuiðkunar.[11]

Fyrsti samastaður Víkinga var fyrrverandi Iglo officers club í Camp Tripoli á Suðurgötu, sem félagið tók á leigu fyrir félagsheimili á árunum 1946-1950 eftir gefin loforð um landspildu sunnan Háskólans. Herbragginn var félagsstarfinu lyftistöng um tíma því fyrstu áratugina í sögu félagsins höfðu fundir verið haldnir á hinum ýmsu stöðum og íþróttaaðstaða engin. Víkingi var síðan úthlutað félagssvæði að Njarðargötu í Vatnsmýri ásamt Íþróttafélagi Reykjavíkur en svæðið þótti of lítið og var fljótlega farið að leita að öðrum hentugri stöðum í Reykjavík.[12]

Hæðargarður (1953-1975)[breyta | breyta frumkóða]

Þann 27. febrúar 1953 samþykkti bæjarráð Reykjavíkur að úthluta Víkingi félagssaðstöðu milli Hæðargarðs og Breiðagerðisskóla í Bústaða- og smáíbúðahverfi sem þá var í mikilli uppbyggingu. Þá um haustið tók Axel Andrésson fyrstu skóflustungu að félagsheimili Víkings við Hæðargarð þar sem varð ný vagga félagsins. En þrátt fyrir nýtt félagsheimili var starfsaðstaðan enn bágborin - ekkert íþróttahús né góð vallaraðstaða - og því fóru æfingar fram víðsvegar um bæinn.[13]

Árið 1971 varð Víkingur bikarmeistari í knattspyrnu, en lið úr 1. deild hafði ekki áður unnið þennan eftirsótta titil. Jón Ólafsson skoraði í úrslitaleiknum gegn Breiðabliki.

Fossvogur (síðan 1976)[breyta | breyta frumkóða]

Það er ekki fyrr en félagið fær úthlutað svæði að Traðarlandi í Fossvogi árið 1976 að farið er að byggja upp íþróttaaðstöðu og félagsheimili, til handa kynslóðum framtíðarinnar. Byrjað var að ræsa fram svæðið og girða árið 1981 og rúmum þremur árum síðar gátu iðkendur loks hafið æfingar á grasi í Fossvoginum.

Framkvæmdir voru hafnar við íþróttahúsið í Fossvogi í febrúar árið 1991. Húsið og sambyggt félagsheimili voru tekin í notkun í október sama ár.

Víkingshúsið fékk nafnið Víkin eftir þeim stað sem víkingar til forna lögðu skipum sínum, söfnuðu kröftum, öfluðu vista og æfðu vopnfimi. [14]

Í Víkinni er að finna sali til innanhússíþrótta af ýmsu tagi og á vallarsvæðinu er knattspyrnuvöllurinn með stúku sér við hlið, grasvellir til æfinga og tennisvellir.

Víkingsstúkan var vígð árið 2004 og tekur um 1200 manns í sæti. Þá var fyrst tekið til æfinga á nýlögðum gervigrasvelli á svæði félagsins sumarið 2009.[15]

Búningur og merki félagsins[breyta | breyta frumkóða]

 • Víkingar hafa leikið í rauð- og svart röndóttum búningum allt frá stofnun félagsins. Til vara er leikið í hvítum búningum með rauðri rönd.[16]
 • Í forgrunni á merki Víkings er 19. aldar leðurbolti á hvítum skildi með rauðum og svörtum röndum í miðju.[17]
 • Þorbjörn Þórðarson, sem var formaður Víkings árin 1943-1944, hannaði Víkingsmerkið.[18]

Leikmenn meistaraflokks karla[breyta | breyta frumkóða]

Mfl. karla í knattspyrnu[breyta | breyta frumkóða]

Ath: Fánar eru tákn fyrir það þjóðerni sem skráð eru hjá FIFA. Leikmenn gætu haft fleiri en eitt ríkisfang.

Nú. Staða Leikmaður
1 Flag of Iceland.svg GK Róbert Örn Óskarsson
3 Flag of Iceland.svg DF Ívar Örn Jónsson
4 Fáni Serbíu MF Igor Taskovic
5 Flag of Iceland.svg DF Tómas Guðmundsson
6 Flag of Iceland.svg DF Halldór Smári Sigurðsson
8 Flag of Iceland.svg MF Viktor Bjarki Arnarsson
9 Flag of Iceland.svg MF Haukur Baldvinsson
10 Fáni Englands FW Gary Martin
11 Flag of Iceland.svg MF Dofri Snorrason
13 Flag of Iceland.svg MF Arnþór Ingi Kristinsson
15 Flag of Iceland.svg FW Andri Rúnar Bjarnason
16 Flag of Iceland.svg DF Milos Zivkovic
18 Flag of Iceland.svg FW Stefán Pálsson
Nú. Staða Leikmaður
19 Flag of Iceland.svg MF Erlingur Agnarsson
20 Fáni Íslands FW Viktor Jónsson
21 Flag of Iceland.svg MF Bjarni Páll Runólfsson
22 Snið:Scotland DF Alan Fergus Lowing
24 Flag of Iceland.svg MF Stefán Bjarni Hjaltested
25 Flag of Iceland.svg FW Vladimir Tufegdžić
27 Flag of Iceland.svg DF Davíð Örn Atlason
28 Flag of Iceland.svg MF Eiríkur Stefánsson
30 Flag of Iceland.svg GK Kristófer Karl Jensson
NA Snið:Scotland MF Iain Williamson
NA Flag of Iceland.svg MF Alex Freyr Hilmarsson

Í láni frá Víkingi 2015[breyta | breyta frumkóða]

Ath: Fánar eru tákn fyrir það þjóðerni sem skráð eru hjá FIFA. Leikmenn gætu haft fleiri en eitt ríkisfang.

Nú. Staða Leikmaður
Fáni Íslands Sigurður Hrannar Björnsson ( hjá Fram)
Fáni Íslands Jovan Kujundzic ( hjá Hetti )
Fáni Íslands Ómar Friðriksson ( hjá Fram )
Fáni Íslands Ásgeir Frank Ásgeirsson ( hjá )
Fáni Íslands Ólafur Örn Eyjólfsson ( hjá Fjarðabyggð )

Stuðningsmenn Víkings[breyta | breyta frumkóða]

Vikingur.net[breyta | breyta frumkóða]

Víkingar hafa haldið úti vinsælli vefsíðu allt frá árinu 2001 á slóðinni www.vikingur.net. Er hún tileinkuð málefnum knattspyrnudeildar.

Stuðningslög[breyta | breyta frumkóða]

Í tilefni af 100 ára afmæli félagsins árið 2008 efndi stuðningsmannafélag Víkinga til sönglagakeppni vegna stuðningslags Víkings.
Víkingslagið er samið af Stefáni Magnússyni og Frey Eyjólfssyni. Þeir félagar flytja lagið saman og það er Freyr sem syngur.

Titlasaga Knattspyrnudeildar[breyta | breyta frumkóða]

Meistaraflokkur karla[breyta | breyta frumkóða]

annað sæti (7): 1918, 1921, 1922, 1925, 1938, 1940, 1948

annað sæti (4): 1998, 2003, 2005, 2013

annað sæti: 1967

annað sæti: 1992

Íslandsmeistarar innanhúss (2): 1977, 1981
Vormeistarar (1): 1951

Meistaraflokkur kvenna[breyta | breyta frumkóða]

Titlasaga Handknattleiksdeildar[breyta | breyta frumkóða]

Meistaraflokkur karla[breyta | breyta frumkóða]

Meistaraflokkur kvenna[breyta | breyta frumkóða]

Leikjahæstir í mfl karla[breyta | breyta frumkóða]

Leikjafjöldi Leikmaður
351 Magnús Þorvaldsson
314 Jóhannes Bárðarson
273 Diðrik Ólafsson
251 Daníel Hjaltason
219 Sigurjón Þorri Ólafsson
212 Egill Atlason
206 Jón Ólafsson
200 Atli Einarsson
193 Björn Bjartmarz
192 Aðalsteinn Aðalsteinsson
192 Gunnar Örn Kristjánsson
192 Ragnar Gíslason
187 Eiríkur Þorsteinsson
187 Hörður Theódórsson
181 Lárus Huldarsson
171 Bjarni Lárus Hall
167 Heimir Karlsson
166 Atli Helgason
166 Jóhann Þorvarðarson
165 Haukur Armin Úlfarsson

Leikjahæstar í mfl kvenna[breyta | breyta frumkóða]

Stjórn og þjálfarateymi árið 2015[breyta | breyta frumkóða]

Knattspyrnudeild[breyta | breyta frumkóða]

 • Þjálfari: Logi Ólafsson
 • Markmannsþjálfari: Hajrudin Cardaklija
 • Styrktarþjálfari: Kristinn Þráinn Kristjánsson
 • Sjúkraþjálfari: Ísak Jónsson
 • Liðsstjóri: Einar Ásgeirsson
 • Liðsstjóri: Þórir Ingvarsson
 • Framkvæmdastjóri: Haraldur V. Haraldsson
 • Íþróttastjóri: Ólafur Ólafsson
 • Vallarstjóri: Kristján Rafn Gunnarsson
  • Stjórnarformaður: Fridrik Magnusson
  • Varaformaður: Heimir Gunnlaugsson
  • Gjaldkeri: Valdimar Sigurdsson
  • Stjórnarmaður: Andri Marteinsson
  • Stjórnarmaður: Davíð Rúrik Ólafsson
  • Stjórnarmaður: Magnús Pálmi Örnólfsson
  • Stjórnarmaður: Ágúst Friðrik Hafberg
  • Stjórnarmaður: Gunnar Freyr Róbertsson
  • Stjórnarmaður: Jón Ragnar Jónsson[19]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. http://www.ksi.is/mannvirki/knattspyrnuvellir/?vollur=102
 2. http://www.vikingur.is/Media/PDF/Stefna_Vikings_i_barnaogungl_thjalfun_2011.pdf
 3. http://www.vikingur.is/forsiea/soegubrot/stiklae-a-storu
 4. http://www.ksi.is/mannvirki/knattspyrnuvellir/?vollur=102
 5. http://www.vikingur.is/forsiea/um-viking
 6. http://www.vikingur.is/knattspyrna/soegubrot
 7. http://www.vikingur.is/forsiea/soegubrot/stiklae-a-storu
 8. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1208617/
 9. http://www.vikingur.is/forsiea/soegubrot/stiklae-a-storu
 10. http://www.ksi.is/frettir/nr/11679
 11. http://www.vikingur.is/forsiea/soegubrot/stiklae-a-storu
 12. http://www.borgarskjalasafn.is/desktopdefault.aspx/tabid-4323/6668_read-1008/start-k/6630_view-2789/
 13. http://www.borgarskjalasafn.is/desktopdefault.aspx/tabid-4323/6668_read-1008/start-k/6630_view-2789/
 14. http://www.borgarskjalasafn.is/Portaldata/21/Resources/Borgarskjalasafn/Skjalaskra/Felog/Knattspyrnufelag_Vikingur.pdf
 15. http://www.vikingur.is/forsiea/vikin-og-blafjoell
 16. http://www.ksi.is/um-ksi/adildarfelog/adildarfelag/?Felag=103
 17. http://vikingur.is/images/Knattspyrna/LOGO/10155439_10151785023493239_5639488565707400664_n.png
 18. http://www.vikingur.is/forsiea/soegubrot/stiklae-a-storu
 19. http://www.ksi.is/um-ksi/adildarfelog/adildarfelag/?Felag=103

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Knattspyrna Pepsideild karla • Lið í Pepsideild karla 2017 Flag of Iceland

Stjarnan.png Stjarnan • Fimleikafelag hafnafjordur.png FH  • KR Reykjavík.png KR  • Knattspyrnufélagið Víkingur.png Víkingur R.  • Valur.png Valur  • Knattspyrnufélag Akureyrar.png KA  
Breidablik.png Breiðablik  • VíkÓl.png Víkingur Ó.  •Fjölnir.png Fjölnir  • Ibv-logo.png ÍBV  • ÍA-Akranes.png ÍA  • UMFG, Grindavík.png Grindavík

Leiktímabil í efstu deild karla (1918-2018) 

1918191919201921192219231924192519261927
1928192919301931193219331934193519361937
1938193919401941194219431944194519461947
1948194919501951195219531954195519561957
1958195919601961196219631964196519661967
1968196919701971197219731974197519761977
1978197919801981198219831984198519861987
1988198919901991199219931994199519961997
1998199920002001200220032004200520062007
2008200920102011201220132014201520162017
20182019

Tengt efni: BorgunarbikarinnLengjubikarinnPepsideild karla
1. deild2. deild3. deild4. deild

----------------------------------------------------------------------------------------------
Mjólkurbikarinn kvennaLengjubikarinnMeistarakeppni kvenna
Úrvalsdeild karla1. deild2. deild
DeildakerfiðKSÍÍslandshorniðReykjavíkurmótiðFótbolti.net mótið
Knattspyrna Flag of Iceland
KR Reykjavík.png KR (26)  • Valur.png Valur (21)  • Knattspyrnufélagið Fram.png Fram (18) • ÍA-Akranes.png ÍA (18)
Fimleikafelag hafnafjordur.png FH (8)  • Knattspyrnufélagið Víkingur.png Víkingur (5)  •Keflavik ÍF.gif Keflavík (4)  • Ibv-logo.png ÍBV (3)  • Knattspyrnufélag Akureyrar.png KA (1)  • Breidablik.png Breiðablik (1)
Handball pictogram Olís deild karla • Lið í Olís deild karla 2015-2016. Flag of Iceland

UMFA.png Afturelding  • Seal of Akureyri.png Akureyri  • Fimleikafelag hafnafjordur.png FH  • Knattspyrnufélagið Fram.png Fram  • Knattspyrnufélagið Haukar.png Haukar
Grótta.png Grótta  • Ibv-logo.png ÍBV  • ÍR.png ÍR  • Knattspyrnufélagið Víkingur.png Víkingur R.  • Valur.png Valur