Árni Tryggvason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Árni á hljómplötu árið 1971.

Árni Baldvin Tryggvason (f. 19. janúar 1924 í Syðri-Vík á Árskógsströnd, d. 13. apríl 2023) var íslenskur leikari. Hann er faðir leikarans Arnar Árnasonar.

Árni var fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur á árunum 1947 til 1961 og við Þjóðleikhúsið 1961 til 1991. Eftir það lék hann í sýningum í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og Loftkastalanum.

Eitt eftirminnilegasta hlutverk hans var Lilli Klifurmús, í uppsetningu Þjóðleikhússins á Dýrunum í Hálsaskógi.

Hann gaf út tvær plötur, árin 1971 og 1992.

Árni hlaut heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands fyrir frábært ævistarf í þágu leiklistar árið 2010.

Árni stundaði veiðar á trillu frá Reykjavík og Hrísey á sumrin.

Ævisagan Lífróður Árna Tryggvasonar leikara, kom út 1991.

Árni greindist með þunglyndi árið 2008.[1]

Hann lést árið 2023, 99 að aldri. Kona hans, Kristín Nikulásdóttir, lést ári áður. [2]

Ferill í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum[breyta | breyta frumkóða]

Ár Kvikmynd/Þáttur Hlutverk Athugasemdir og verðlaun
1969 Áramótaskaupið 1969
1974 Áramótaskaupið 1974
1975 Áramótaskaupið 1975
1979 Áramótaskaupið 1979
1983 Húsið
Áramótaskaupið 1983
1984 Atómstöðin Organisti
1994 Skýjahöllin Bóndi
1995 Agnes Mogensen
1996 Djöflaeyjan Afi
1998 Dansinn Pétur sem þulur
Áramótaskaupið 1998
1999 Áramótaskaupið 1999
2000 Óskabörn þjóðarinnar
2004 Dís Gaui
2006 Áramótaskaupið 2006
2007 Áramótaskaupið 2007 Bóndi

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Barátta við þunglyndi“. www.mbl.is. Sótt 25. júlí 2021.
  2. Árni Tryggvason er látinn RÚV, sótt 14/4 2023
  Þetta æviágrip sem tengist leikurum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.