Fara í innihald

Harry Belafonte

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bandarísku leikararnir Harry Belafonte (í miðjunni), Sidney Poitier og Charlton Heston við Lincoln Memorial í Washington, DC börðust fyrir mannréttindum árið 1963.
Harry Belafonte klæddur sem calypso-söngvari árið 1954
Mynd: Carl van Vechten

Harry Belafonte (fæddur Harold George Belafonte 1. mars 1927 – 25. apríl 2023) var jamaík-bandarískur söngvari og leikari. Hann er einkum þekktur fyrir að koma karabísku calypso-tónlistinni á kortið á 6. og 7 áratug síðustu aldar. Auk þess hefur hann sungið ballöður, vísur, negrasálma með sinni mjúku röddu. Þá hefur Belafonte nýtt frægð sína til að berjast fyrir mannréttindum.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Harry Belafonte er hugsanlega þekktastur fyrir flutning sinn á laginu Banana Boat Song sem Alan Arkin samdi. Þá sló hann í gegn með breiðskífunni Calypso (1956) en hún var fyrsta breiðskífa sem seldist í meira en milljón eintökum. Þá varð hann fyrsti bandaríski blökkumaðurinn sem hreppir Emmy-verðlaunin fyrir fyrsta sjónvarpsþátt sinn; „tonight with Belafonte“.

Á árunum 1935-1939 bjó Harry hjá móður sinni í heimalandinu Jamaíka. Seinna stundaði hann nám við George Washington High School í New York-borg en eftir námið hélt hann til herskyldu í bandaríska sjóhernum; á þeim tíma stóð seinni heimsstyrjöldin hvað hæst. Við lok 5. áratugarins lagði hann fyrir sig leiklistarnám og í framhaldi kom hann fram á fjölum ólíkra leikhúsa. Hann hlaut Tony-verðlaunin fyrir leik sinn í söngleiknum Almanac.

Auk þess að hafa sungið inn á fjöldann allan af plötum hefur Harry Belafonte haldið tónleika, leikið í leikritum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Árið 2000 hlaut hann Grammy Lifetime Achievement Award fyrir framlag sitt til plötuútgáfu. Þá hefur hann fengið stjörnu á Hollywood Walk of Fame.

Á 7. áratugnum var Belafonte náin samstarfsmaður Martin Luther King jr. og veitti meðal annars fé í mannréttindabaráttu King. Síðar hefur Belafonte verið útnefndur mannréttindafrömuður hjá UNICEF. Á síðustu árum hefur hann verið andstæðingur bandarísku utanríkistefnunnar.

Belafonte lést úr hjartaáfalli þann 25. apríl árið 2023.[1]

Annað[breyta | breyta frumkóða]

 • Ein af dætrum hans, Shari Belafonte, er ljósmyndari, leikari og fyrirsæta.

Plötuútgáfur[breyta | breyta frumkóða]

 • 1954: "Mark Twain" and Other Folk Favorites
 • 1955: Three for Tonight (Original Soundtrack)
 • 1956: Belafonte
 • 1956: Calypso
 • 1957: Belafonte Sings of the Caribbean
 • 1957: Evening with Belafonte
 • 1958: Belafonte Sings the Blues
 • 1958: Presenting the Belafonte Singers
 • 1959: Belafonte at Carnegie Hall
 • 1959: Cheers: Drinking Songs Around the World
 • 1959: Love Is a Gentle Thing
 • 1959: Porgy & Bess
 • 1960: Belafonte Returns to Carnegie Hall
 • 1960: My Lord What a Mornin'
 • 1960: Swing Dat Hammer
 • 1961: At Home and Abroad
 • 1961: Jump Up Calypso
 • 1962: Many Moods of Belafonte
 • 1962: Midnight Special
 • 1962: To Wish You a Merry Christmas
 • 1963: Streets I Have Walked
 • 1964: Ballads, Blues and Boasters
 • 1964: Belafonte at the Greek Theatre
 • 1965: An Evening with Belafonte/Makeba
 • 1966: An Evening with Belafonte/Mouskouri
 • 1966: Belafonte-En Gränslös Kväll På Operan (An Evening Without Borders at the Operahouse)
 • 1966: Calypso in Brass
 • 1966: In My Quiet Room
 • 1967: Belafonte on Campus
 • 1968: Belafonte Sings of Love
 • 1969: Homeward Bound
 • 1970: By Request
 • 1970: Harry & Lena
 • 1971: Calypso Carnival
 • 1971: Warm Touch
 • 1972: Belafonte...Live!
 • 1973: Play Me
 • 1974: Belafonte Concert in Japan
 • 1977: Turn the World Around
 • 1981: Loving You is Where I Belong
 • 1988: Paradise in Gazankulu
 • 1989: Belafonte '89
 • 1991: Tradition of Christmas
 • 1993: Live in Concert at the Carnegie Hall
 • 1997: An Evening with Harry Belafonte & Friends
 • 1999: At Carnegie Hall
 • 2001: The Long Road To Freedom, An Anthology

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Atli Ísleifsson (25. apríl 2023). „Harry Belafonte er látinn“. Vísir. Sótt 25. apríl 2023.