Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þátttakendur í Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árið 2015.

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna er árleg ráðstefna sem Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir í tengslum við Rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar frá 1992. Fyrsta loftslagsráðstefnan var haldin í Berlín árið 1995. Kýótóbókunin var tekin upp á loftslagsráðstefnunni í Kýótó árið 1997. Frá 2005 hefur ráðstefnan einnig verið ráðstefna aðila að bókuninni. Parísarsamkomulagið var samþykkt á loftslagsráðstefnunni í París árið 2015.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.