Niceair

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Niceair
Rekstrarform Flugfélag
Stofnað 2022
Örlög Gjaldþrota 2023
Staðsetning Akureyrarflugvelli
Lykilpersónur Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri
Starfsemi Áætlunarflug
Starfsfólk 20?

Niceair var flugfélag sem var með starfsemi á Akureyri. Flogið var til Bretlands, Danmerkur og Spánar í 150 sæta Airbus-vél. Fyrsta ferðin var í júní, 2022. Vandræði voru með Bretlandsflug og var þeim aflýst vegna flækju alþjóðasamninga vegna Brexit.[1]

Hluthafar í félaginu voru fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir, þar á meðal KEA og Kaldi. [2]

Félagið varð gjaldþrota í maí 2023. [3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Harmar þá röskun sem hefur orðið RÚV, sótt 10/6 2022
  2. Nýtt flugfélag sinnir millilandaflugi frá Akureyri Rúv, skoðað 18 feb. 2022
  3. Niceair gjaldþrota Vísir, sótt 19/5 2023