Niceair
Útlit
Niceair | |
Rekstrarform | Flugfélag |
---|---|
Stofnað | 2022 |
Örlög | Gjaldþrota 2023 |
Staðsetning | Akureyrarflugvelli |
Lykilpersónur | Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri |
Starfsemi | Áætlunarflug |
Starfsfólk | 20? |
Niceair var flugfélag sem var með starfsemi á Akureyri. Flogið var til Bretlands, Danmerkur og Spánar í 150 sæta Airbus-vél. Fyrsta ferðin var í júní, 2022. Vandræði voru með Bretlandsflug og var þeim aflýst vegna flækju alþjóðasamninga vegna Brexit.[1]
Hluthafar í félaginu voru fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir, þar á meðal KEA og Kaldi. [2]
Félagið varð gjaldþrota í maí 2023. [3]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Harmar þá röskun sem hefur orðið RÚV, sótt 10/6 2022
- ↑ Nýtt flugfélag sinnir millilandaflugi frá Akureyri Rúv, skoðað 18 feb. 2022
- ↑ Niceair gjaldþrota Vísir, sótt 19/5 2023