Xi Jinping

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Þetta er kínverskt nafn: kenni- eða fjölskyldunafnið er Xi, eiginnafnið er Jinping.
Xi Jinping (习近平) forseti Kína

Xi Jinping (einfölduð kínverska: 习近平) ; f. 1. júní 1953) er leiðtogi Alþýðulýðveldisins Kína sem aðalritari Kommúnistaflokks Kína. Hann er forseti landsins og formaður hinnar valdamiklu hernaðarnefndar Kommúnistaflokks landsins. Hann er jafnframt leiðtogi fimmtu valdakynslóðar Kína.

Sem sonur kommúnista Xi Zhongxun þjónað Xi Jinping að mestu leyti í Fujian-héraði í upphafi ferils síns, og var síðar skipaður flokksleiðtogi yfir Zhejiang héraðinu, og síðar sem flokksleiðtogi Shanghai í kjölfar brottvikningar Chen Liangyu. Hann varð þekktur fyrir frjálslynda stefnu, en sterka andstöðu við spillingu. Hann var talsmaður umbóta í stjórnmálum og í átt til markaðshagkerfis.

Xi er talinn einn voldugasti leiðtogi Kínverja í marga áratugi; jafnvel frá dögum Mao Zedong. Árið 2017 voru yfirburðir hans lögfestir í stefnuskrá kínverska kommúnistaflokksins þegar nafni hans og hugmyndafræði, „Xi Jinping-hugsun“, var bætt þar inn.[1]

Æskuár[breyta | breyta frumkóða]

Xi Jinping er fæddur í höfuðborginni Beijing 1. júní 1953. Rætur forfeðra hans liggja þó samkvæmt kínverskri venju í Fuping-sýslu í Shaanxi-héraði. Hann er yngsti sonur Xi Zhongxun (1913-2002), eins af stofnendum skæruliðahreyfingar kommúnista í Shaanxi-héraði í norðurhluta Kína, fyrrum varaforsætisráðherra og taldist til fyrstu valdakynslóðar Kína með Maó. Xi Zhongxun starfaði sem yfirmaður áróðursdeildar kommúnistaflokksins og síðar varaformaður þings Kommúnistaflokksins. Þegar Xi var tíu ára lenti faðir hans í „hreinsunum“ menningarbyltingar Maós Zedong og var sendur til starfa í verksmiðju í Luoyang og síðan í fangelsi árið 1968. Hann kom aftur inn í stjórnmálin, nú sem einn lærifeðra verðandi leiðtoga Kína á borð við Hu Jintao fyrrverandi forseta og Wen Jiabao fyrrverandi forsætisráðherra. Að auki var það Xi Zhongxun sem lagði til og kom í framkvæmd uppbyggingu Shenzhen sem fyrsta „fríverslunarsvæðinu“ í Alþýðulýðveldinu Kína. Það varð síðan öðrum svæðum fyrirmynd.

Á meðan Xi Zhongxun var „hreinsaður“ í menningarbyltingunni naut sonurinn ekki verndar föður síns og var sendur í vinnu í Yanchuan-sýslu í Shanxi-héraði, árið 1969. Hann varð þar síðar flokksritari í framleiðsluteymi sem hann gegndi til 22 ára aldurs.

Á árunum 1975 til 1979 nam Xi Jinping efnaverkfræði við hinn virta Tsinghua-háskóla í Beijing. Það hefur vakið spurningar um fyrrum menntun hans þar sem hann hafi hvorki lokið menntaskóla. Hann lauk síðan doktorsnámi við sama háskóla árið 2002 þrátt fyrir að hafa ekki lokið meistaraprófi.

Á árunum 1979 til 1982 starfaði Xi Jinping sem ritari hans fyrir Geng Biao fyrrum undirmann föður síns. Geng Biao gegndi þá stöðu varaforsætisráðherra og framkvæmdastjóra og framkvæmdastjóra herráðsins.

Flokksframi[breyta | breyta frumkóða]

Xi gekk til liðs við Æskulýðshreyfingu Kommúnistaflokksins árið 1971 og í Kommúnistaflokk Kína árið 1974. Árið 1982 var hann sendur til Zhengding-sýslu í Hebei sem flokksritari. Xi starfaði síðan í fjórum héruðum á pólitískum ferli sínum: Shaanxi, Hebei, Fujian og Zhejiang.

Xi gegndi stöðu flokksleiðtoga flokksnefndar Fuzhou sveitarfélagsins og varð síðan forseti flokkskólans í Fuzhou árið 1990. Árið 1999 var hann gerður að aðstoðarríkisstjóra Fujian héraðs og ríkisstjóra þar ári síðar. Þar beitti hann sér meðal annars fyrir því að fjárfesta að frá Taiwan og efla frjálsara markaðshagkerfi. Í febrúar árið 2000 sem hann og flokksritari héraðsins Chen Mingyi kallaðir fyrir fjóra æðstu menn í framkvæmdanefnd miðstjórnar Kommúnistaflokks Kína þá Jiang Zemin forseti, Zhu Rongji forsætisráðherra, Hu Jintao varaforseta og Wei Jianxing yfirmann aganefndar Kommúnistaflokksins til að meta Yuanhua hneyksli, sem fjallaði um smygl, mútur og spillingu innan Xiamen fríverslunarsvæðisins undir forystu athafnamannsins Lai Changxing.

Árið 2002 tók Xi við háttsettum stöðum á vegum ríkisins og Kommúnistaflokksins í Zhejiang héraði. Að lokum tók hann forystuhlutverk í héraðinu sem flokksleiðtogi. Hann varð síðan varamaður 15 þing Kommúnistaflokksins og sem aðalmaður á því 16. Það opnaði leið hann inn í landsmálin. Undir stjórn Xi var Zhejiang, áfram eitt af auðugustu héruðum Kína og að meðaltali með 14% efnahagslegan vöxt á ári. Ferill hans í Zhejiang byggði á mjög eindreginni andstöðu gegn spilltum embættismönnum, nokkuð sem kom honum að í innlendum fjölmiðlum og vakti athygli æðstu leiðtoga Kína.

Eftir brottrekstur Chen Liangyu sem flokkleiðtoga Shanghai í september 2006 vegna hneykslis sem upp kom vegna lífeyrissjóðs, var Xi fluttur til Shanghai í mars 2007 til að taka við flokksleiðtogi Shanghai. Þessi skipun sýndi að Xi naut stuðnings flokksforystunnar. Í Shanghai sýndi hann varkárni í að tengjast umdeildum málum og fylgdi flokkslínum hvívetna. Hann tengdist þar engum alvarlegum hneykslismálum eða naut alvarlegar pólitískar stjórnarandstöðu.

Hann var efni í leiðtoga „næstu valdakynslóð“ þessa fjölmennasta ríkis veraldar.

Forseti og flokksformaður[breyta | breyta frumkóða]

Xi Jinping var kjörinn aðalritari kínverska kommúnistaflokksins þann 15. nóvember 2012. Hann var síðan kjörinn forseti Alþýðulýðveldisins Kína í mars 2013. Xi er talinn voldugasti leiðtogi Kínverja frá dögum Den Xiaoping og jafnvel frá dögum Maós.[2] Ólíkt Hu Jintao hefur Xi ekki stjórnað Kína í sameiningu með öðrum valdsmönnum. Hu var gjarnan talinn „fyrstur meðal jafningja“ sem forseti og flokksformaður og framkvæmdi jafnan aðeins vilja meirihlutans. Xi hefur hins vegar gerst miðpunktur allra valda í ríkisstjórn sinni. Hann var endurkjörinn leiðtogi flokksins á flokksþingi árið 2017 en enginn arftaki var valinn til að taka við völdum eftir fimm ár líkt og venjan hefur verið. Á þinginu var hugmyndafræði forsetans, „Xi Jinping-hugsun“, bætt inn í stefnuskrá flokksins og þar með stjórnarskrá lýðveldisins. Með því að festa Xi Jinping-hugsun í stefnuskrána er Xi talinn hafa gert mögulegum keppinautum ómögulegt að gagnrýna hugmyndafræði hans án þess að vera taldir andsnúnir Kommúnistaflokknum sjálfum.[3]

Fjölskylduhagir[breyta | breyta frumkóða]

Xi giftist árið 1987 Peng Liyuan, frægri söngkona kínverskrar þjóðlagatónlistar. Það var annað hjónaband hans. Peng Liyuan er afar vel þekkt í Kína og var í raun þekktari en eiginmaður hennar áður en hann komst til valda. Vegna starfa sinna búa hjónin ekki mikið saman. Saman eiga þau dótturina Xi Mingze sem er gjarnan kölluð Xiao Muzi.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Enginn augljós arftaki Xi Jinping, RÚV, 25. október 2017.
  2. „Reform in China: Every move you make". The Economist. 16 November 2013.
  3. „„Xi Jinping-hugsun“ fest í stjórnarskrá Kína". RÚV. (is) 24. október 2017. Skoðað 10. janúar 2018.