Fara í innihald

Loreen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Loreen
Loreen árið 2023
Loreen árið 2023
Upplýsingar
FæddLorine Zineb Nora Talhaoui[1]
16. október 1983 (1983-10-16) (40 ára)
Stokkhólmur, Svíþjóð
Önnur nöfnLoreen
UppruniVästerås, Svíþjóð
Störf
  • Söngvari
  • lagahöfundur
Ár virk2004–í dag
StefnurDanspopp[2][3]
HljóðfæriRödd
Útgáfufyrirtæki
Vefsíðaloreenofficial.com Breyta á Wikidata

Lorine Zineb Nora Talhaoui (f. 16. október 1983), betur þekkt undir sviðsnafninu Loreen, er sænsk söngkona. Hún vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2012 með laginu „Euphoria“ og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2023 með laginu „Tattoo“. Loreen er eina konan sem hefur unnið keppnina tvisvar.[4]

Loreen fæddist í Stokkhólmi en flutti stuttu síðar til Västerås þar sem hún gekk í skóla. Foreldrar Loreen eru Berbar frá Marokkó. Árið 2004 tók hún þátt í sænska Idol og endaði í 4. sæti. Árið 2011 keppti hún í Melodifestivalen (undankeppni Svíþjóðar fyrir Eurovision) með lagið „My Heart Is Refusing Me“ og lenti í 4. sæti. Árið eftir tók hún aftur þátt í keppninni með lagið „Euphoria“ og var valin sem framlag Svíþjóðar í Eurovision 2012 sem var haldin í Bakú, Aserbaísjan. Þar sigraði hún með yfirburðum og fékk stig frá öllum þátttökulöndunum nema Ítalíu. Loreen hlaut 372 stig og náði næstum að slá þáverandi stigamet Alexanders Rybak. „Euphoria“ komst á marga topplista víða um Evrópu og hefur notið mikilla vinsælda síðan. Eftir sigurinn hefur Loreen tekið tvisvar þátt í Melodifestivalen, árið 2017 með „Statements“ og árið 2023 með „Tattoo“.

Útgefið efni

[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Heal (2012)
  • Ride (2017)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Vilka svenska kändisar har gästat Skavlan?“. www.ratsit.se (sænska). Afrit af upprunalegu geymt þann 16. janúar 2022. Sótt 15. júlí 2022.
  2. Staples, Louis (11. maí 2023). „Loreen: Sweden's Eurovision Queen Is Ready to Make History“. Rolling Stone. Afrit af uppruna á 11. október 2023. Sótt 24. október 2023.
  3. „Loreen – Heal“. Samesame.com.au. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. nóvember 2014. Sótt 28. febrúar 2013.
  4. Júlía Margrét Einarsdóttir; Júlía Aradóttir (13. maí 2023). „Loreen tryggði Svíum sigurinn í sjöunda sinn“. RÚV. Sótt 14. maí 2023.
  Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.