Loreen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Loreen (2012)

Lorine Zineb Nora Talhaoui (fædd 16. október 1983), betur þekkt undir sviðsnafninu Loreen er sænsk söngkona. Hún vann söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2012 með feykivinsæla laginu Euphoria.

Hún fæddist í Stokkhólmi en stuttu síðar fluttu þau til Västerås þar sem Loreen gekk í skóla. Foreldrar Loreen eru Berbar frá Marokkó. 2004 tók Loreen þátt í sænska Idol og endaði í 4. sæti. 2011 tók hún þátt í Melodifestivalen (undankeppni Svíþjóðar fyrir Eurovision) með laginu My heart is refusing me. Hún lenti í 4. sæti, en Eric Saade vann með laginu Popular. Lagið hennar varð þó vinsælt, sérstaklega eftir sigur hennar 2012. 2012 tók hún aftur þátt í Melodifestivalen með Euphoria og vann. Hún fór þá til Baku, Azerbaijan og tók þátt í Eurovision fyrir hönd Svíþjóðar, og vann með yfirburðum. Hún fékk stig frá öllum löndum Evrópu nema Ítalíu og hún náði næstum að slá stigamet Alexanders Rybak með 372 stigum. Lagið hefur nú þegar náð uppí marga topplista víða um heiminn. 21. júní 2012 var Loreen með á MTV World Stage tónleikum á Götaplatsen í Gautaborg, Svíþjóð ásamt B.o.B, Nelly Furtado og Tove Styrke.