Bandalag starfsmanna ríkis og bæja
![]() | |
Félagssvæði: | Ísland |
Fjöldi félaga: | Um 21.000 |
Formaður: | Sonja Ýr Þorbergsdóttir |
Varaformaður: | (1.) Garðar Hilmarsson |
Ritari: | |
Gjaldkeri: | |
Framkvæmdastjóri: | Magnús Már Guðmundsson |
Aðrir stjórnarmenn: |
|
Vefslóð: | http://www.bsrb.is/ |
BSRB (áður Bandalag starfsmanna ríkis og bæja) eru samtök launafólks í opinbera geiranum (ríkis og sveitarfélaga, auk fyrirtækja í almannaþjónustu) á Íslandi. Að BSRB standa 24 aðildarfélög og er samanlagður fjöldi félaga um 21 þúsund. Um 67% félaga eru konur. Formaður BSRB er Sonja Ýr Þorbergsdóttir.
Saga BSRB[breyta | breyta frumkóða]
Bandalagið var stofnað 14. febrúar árið 1942 og voru þá félagar 1550 talsins. Aðildarfélögin við stofnunina voru 14 talsins, og fór stofnfundurinn fram á kennarastofu Austurbæjarskólans. Fyrsti formaðurinn var Sigurður Thorlacius. Ári eftir stofnunina voru fyrstu lögin um lífeyrissjóði sett og þótt það góður árangur svo ungra samtaka. Af öðrum áföngum í baráttunni fyrir kjararéttindum má nefna setningu laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna 1954, samið var um verkfallsrétt 1976 og var hann nýttur til allsherjarverkfalla 1977 og 1984. Núverandi formaður BSRB er Sonja Ýr Þorbergsdóttir.
Aðildarfélög[breyta | breyta frumkóða]
- Félag flugmálastarfsmanna ríkisins
- Félag íslenskra flugumferðarstjóra
- Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi
- Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi Geymt 2006-12-08 í Wayback Machine
- Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum Geymt 2006-10-09 í Wayback Machine
- Félag starfsmanna stjórnarráðsins
- KJÖLUR stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu
- Landssamband lögreglumanna Geymt 2007-01-03 í Wayback Machine
- Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna
- Póstmannafélag Íslands
- Sameyki
- Sjúkraliðafélag Íslands
- SLRB - Samband lífeyrisþega ríkis og bæja
- Stafsmannafélag Dala- og Snæfellssýslu Geymt 2006-10-14 í Wayback Machine
- Starfsmannafélag Fjallabyggðar Geymt 2020-08-08 í Wayback Machine
- Starfsmannafélag Fjarðabyggðar
- Starfsmannafélag Garðabæjar
- Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
- Starfsmannafélag Húsavíkur
- Starfsmannafélag Kópavogs
- Starfsmannafélag Mosfellsbæjar
- Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins
- Starfsmannafélag Suðurnesja
- Starfsmannafélag Vestmannaeyja
- Tollvarðafélag Íslands
Myndir[breyta | breyta frumkóða]
Sigurður Thorlacius, fyrsti formaður BSRB
Austurbæjarskóli, þar sem BSRB var stofnað