Fara í innihald

Alistair Darling

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alistair Darling

Alistair Maclean Darling, Darling barón af Roulanish (28. nóvember 1953 – 30. nóvember 2023) var fjármálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Gordons Browns. Hann var kosinn á breska þingið fyrir Verkamannaflokkinn í Suðvesturkjördæmi í Edinborg í Skotlandi. Darling er menntaður lögfræðingur, hann var fyrst kosinn á þing árið 1987. Verkamannaflokkurinn var við völd í Bretlandi frá 1997 til 2010 og Darling sat, ásamt Gordon Brown og Jack Straw samfellt í ríkisstjórn þennan tíma. Hann var atvinnu- og lífeyrismálaráðherra frá 1998-2002, samgöngumálaráðherra 2002-6, Skotlandsráðherra 2003-6, viðskipta- og iðnaðarráðherra 2006-7 og loks fjármálaráðherra frá því í júní 2007 til maí 2010.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.