Luiz Inácio Lula da Silva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Luiz Inácio Lula da Silva
Lula - foto oficial - 05 jan 2007.jpg
Forseti Brasilíu
Í embætti
1. janúar 2003 – 1. janúar 2011
Persónulegar upplýsingar
Fæddur27. október 1945 (1945-10-27) (76 ára)
Caetés, Pernambuco, Brasilíu
ÞjóðerniBrasilískur
StjórnmálaflokkurVerkamannaflokkurinn
MakiMaria de Lurdes da Silva (g. 1969; d. 1971); Marisa Letícia Rocco Casa (g. 1974; d. 2017)
BörnMárcos Cláudio, Lurian, Fábio Luís, Sandro Luís, Luís Cláudio
HáskóliServiço Nacional de Aprendizagem Industrial
Undirskrift

Luiz Inácio Lula da Silva (f. 27. október 1945), þekktastur sem Lula da Silva eða bara Lula[1], var 35. forseti Brasilíu (2003–2011).[2] Hann er stofnmeðlimur brasilíska Verkamannaflokksins og bauð sig þrisvar fram til forseta áður en hann náði kjöri árið 2002. Hann tók við forsetaembætti þann 1. janúar 2003. Í brasilísku forsetakosningunum árið 2006 var Lula endurkjörinn og sat út annað kjörtímabil sitt, sem lauk 31. desember 2010.[3] Við honum tók starfsmannastjóri hans, Dilma Rousseff, en þá hafði Lula sett sitt mark á brasilísk stjórnmál. Stjórnmálastefnur hans eru kenndar við „lulisma“.

Lula hefur verið kallaður einn vinsælasti stjórnmálamaður í sögu Brasilíu og á stjórnartíð sinni einn vinsælasti leiðtogi á heimsvísu.[4][5][6] Stjórnartíð hans einkenndist af velferðarverkefnum eins og Bolsa Familia (ríkisstyrkjum til fátækra fjölskyldna) og Fome Zero (baráttu við matarskort og fátækt). Lula var áberandi á alþjóðasviðinu og kom meðal annars að kjarnorkuáætlun Írans, baráttunni gegn loftslagsbreytingum og var lýst sem „manni uppfullum af metnaði til að breyta valdajafnvægi milli þjóða.“[7] Í október 2011 greindist Lula, sem hafði verið reykingamaður í 40 ár[8] með hálskrabbamein og hóf efnameðferð. Hann hefur síðan þá náð sér á strik.[9]

Snemma árs 2016 var Lula útnefndur starfsmannastjóri Rousseff forseta en Gilmar Mendes hæstaréttardómari beitti neitunarvaldi gegn útnefningunni vegna rannsókna á hugsanlegum ríkisglæpum sem þá stóðu yfir.[10][11] Í Brasilíu er embætti starfsmannastjóra ríkisstjórnarembætti sem er aðeins hægt að rétta yfir í sérstökum landsrétti. Þann 12. júlí 2017 var Lula sakfelldur fyrir peningaþvott og fyrir að þiggja mútur. Hann var dæmdur í níu ára og sex mánaða fangelsi af Sérgio Moro dómara.[12][13]

Dómur Moros gegn Lula var staðfestur á alríkisdómstól Brasilíu þann 24. janúar 2018.[14] Vegna dómsins gat Lula ekki boðið sig fram til forseta á ný í forsetakosningunum 2018 líkt og hann hafði ætlað sér.[15][16] Í apríl gaf Lula sig fram til lögreglu til þess að hefja 12 ára fangelsisvist.[17] Lula var sleppt úr fangelsi þann 8. nóvember árið 2019 eftir að hæstiréttur Brasilíu ályktaði að aðeins væri leyfilegt að fangelsa fólk eftir að allir möguleikar til áfrýjunar hefðu verið nýttir.[18] Í mars árið 2021 var dómurinn gegn Lula ógiltur af hæstaréttardómaranum Edson Fachin. Að því gefnu að Hæstiréttur Brasilíu staðfesti ógildinguna mun Lula því geta boðið sig fram til opinbers embættis á ný.[19]

Árið 2022 ákvað Lula að bjóða sig fram í forsetakosningunum um haustið.[20]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Alexei Barrionuevo (26. ágúst 2012). „Luiz Inácio Lula da Silva“ (enska). The New York Times. Sótt 31. október 2017.
 2. „Luiz Inácio Lula da Silva“ (portúgalska). Biblioteca da Presidência da República. Sótt 31. október 2017.
 3. Elizabeth 'Liz' Throssell (30. september 2010). „Lula's legacy for Brazil's next president“ (enska). BBC News. Sótt 31. október 2017.
 4. „Lula leaves office as Brazil's 'most popular' president“. BBC News. 2010. Sótt 31. október 2017.
 5. 'The Most Popular Politician on Earth' (enska). Newsweek. 2010. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. desember 2010. Sótt 31. október 2017.
 6. „Lula's last lap“. The Economist. 8. janúar 2009. Sótt 31. október 2017.
 7. „Hemispheres“ (PDF) (enska). Tufts. 2004. Sótt 31. október 2017.
 8. Rory Carroll (10. mars 2010). „Lula stubs out smoking habit“ (enska). The Guardian. Sótt 31. október 2017.
 9. „Brazil ex-President Lula diagnosed with throat cancer“ (enska). British Broadcasting Corporation. 29. október 2011. Sótt 31. október 2017.
 10. „Brazil judge blocks Lula appointment to government“. British Broadcasting Corporation. Sótt 31. október 2017.
 11. „Justice Gilmar Mendes suspends Lula's nomination as Chief of Staff“ (portúgalska). Correio Braziliense. Sótt 31. október 2017.
 12. „Lula é condenado a nove anos de prisão“ (portúgalska). Veja. 12. júlí 2017. Sótt 31. október 2017.
 13. „Brazil’s Former President Found Guilty Of Corruption“. Huffington Post. 2017. Sótt 31. október 2017.
 14. Simone Preissler Iglesias og Bruce Douglas (24. janúar 2018). „Lula's Hopes of a Comeback Crushed By Unanimous Court Ruling“. Bloomberg News.
 15. „Moro explica por que Lula não será preso (por ora)“.
 16. „Brecha na lei da ficha limpa pode beneficiar Lula na eleicao de 2018“ (portúgalska). Folha de S.Paulo.
 17. „Lula gaf sig fram við lögreglu“. Vísir. 8. apríl 2018.
 18. „Brazil's former president Lula walks free from prison after supreme court ruling“ (enska). The Guardian. 8. nóvember 2019. Sótt 8. nóvember 2019.
 19. Atli Ísleifsson (9. mars 2021). „Ó­gildir dóm yfir Lula sem gerir honum kleift að bjóða sig fram á ný“. Vísir. Sótt 9. mars 2021.
 20. Brazil's Lula launches presidential campaign BBC, sótt 8. maí 2022


Fyrirrennari:
Fernando Henrique
Forseti Brasilíu
(2003 – 2011)
Eftirmaður:
Dilma Rousseff


Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.