Luiz Inácio Lula da Silva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Luiz Inácio Lula da Silva

Luiz Inácio Lula da Silva (fæddur 27. október 1945), þekktastur sem Lula da Silva eða bara Lula[1], var 35. forseti Brasilíu (2003 - 2011).[2] Hann er stofnmeðlimur brasilíska Verkamannaflokksins og bauð sig þrisvar fram til forseta áður en hann náði kjöri árið 2002. Hann tók við forsetaembætti þann 1. janúar 2003. Í brasilísku forsetakosningunum árið 2006 var Lula endurkjörinn og sat út annað kjörtímabil sitt, sem lauk 31. desember 2010.[3] Við honum tók starfsmannastjóri hans, Dilma Rousseff, en þá hafði Lula sett sitt mark á brasilísk stjórnmál. Stjórnmálastefnur hans eru kenndar við „lulisma“.

Lula hefur verið kallaður einn vinsælasti stjórnmálamaður í sögu Brasilíu og á stjórnartíð sinni einn vinsælasti leiðtogi á heimsvísu.[4][5][6] Stjórnartíð hans einkenndist af velferðarverkefnum eins og Bolsa Familia (ríkisstyrkjum til fátækra fjölskyldna) og Fome Zero (baráttu við matarskort og fátækt). Lula var áberandi á alþjóðasviðinu og kom meðal annars að kjarnorkuáætlun Írans, baráttunni gegn loftslagsbreytingum og var lýst sem „manni uppfullum af metnaði til að breyta valdajafnvægi milli þjóða.“[7] Í október 2011 greindist Lula, sem hafði verið reykingamaður í 40 ár[8] með hálskrabbamein og hóf efnameðferð. Hann hefur síðan þá náð sér á strik.[9]

Snemma árs 2016 var Lula útnefndur starfsmannastjóri Rousseff forseta en Gilmar Mendes hæstaréttardómari beitti neitunarvaldi gegn útnefningunni vegna rannsókna á hugsanlegum ríkisglæpum sem þá stóðu yfir.[10][11] Í Brasilíu er embætti starfsmannastjóra ríkisstjórnarembætti sem er aðeins hægt að rétta yfir í sérstökum landsrétti. Þann 12. júlí 2017 var Lula sakfelldur fyrir peningaþvott og fyrir að þiggja mútur. Hann var dæmdur í níu ára og sex mánaða fangelsi af Sérgio Moro dómara[12][13] en gengur enn frjáls eftir að hafa áfrýjað dómnum.

Dómur Moros gegn Lula var staðfestur á alríkisdómstól Brasilíu þann 24. janúar 2018.[14] Vegna dómsins getur Lula nú ekki boðið sig fram til forseta á ný í forsetakosningunum 2018 líkt og hann hafði ætlað sér.[15][16]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Barrionuevo, Alexei 26 August 2012, „Luiz Inácio Lula da Silva". The New York Times.
 2. „Luiz Inácio Lula da Silva". . (Portuguese) (Biblioteca da Presidência da República). Skoðað 30 June 2017.
 3. Throssell, Elizabeth 'Liz' 30 September 2010, „Lula's legacy for Brazil's next president". BBC News. (British Broadcasting Corporation). Skoðað 29 March 2012.
 4. „Lula leaves office as Brazil's 'most popular' president". BBC News. (British Broadcasting Corporation). 31 December 2010. Skoðað 4 January 2011.
 5. „'The Most Popular Politician on Earth'". . 31 December 2010. Geymt frá upphaflegu greininni 29 December 2010. Skoðað 4 January 2011.
 6. „Lula's last lap". The Economist. 8 January 2009. Skoðað 4 January 2011.
 7. „Hemispheres". (PDF) . (Tufts). (2004). Skoðað 17 August 2010.
 8. Carroll, Rory 10 March 2010, „Lula stubs out smoking habit". The Guardian. (London). Skoðað 29 March 2012.
 9. „Brazil ex-President Lula diagnosed with throat cancer". BBC News. (British Broadcasting Corporation). 29 October 2011.
 10. „Brazil judge blocks Lula appointment to government". BBC News. (British Broadcasting Corporation). Skoðað 17 March 2016.
 11. „Justice Gilmar Mendes suspends Lula's nomination as Chief of Staff". Correio Braziliense. (portuguese) Skoðað 18 March 2016.
 12. „Lula é condenado a nove anos de prisão". Veja. (pt-br) (Grupo Abril). 12 July 2017. Skoðað 12 July 2017.
 13. Brooks, Brad 12 July 2017, „Brazil’s Former President Found Guilty Of Corruption". Huffington Post. Skoðað 12 July 2017.
 14. Iglesias, Simone Preissler og Douglas, Bruce 24 January 2018, „Lula's Hopes of a Comeback Crushed By Unanimous Court Ruling". Bloomberg News. Skoðað .
 15. „Moro explica por que Lula não será preso (por ora)". .
 16. http://www1.folha.uol.com.br/poder/2017/07/1903981-brecha-na-lei-da-ficha-limpa-pode-beneficiar-lula-na-eleicao-de-2018.shtml
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.Fyrirrennari:
Fernando Henrique
Forseti Brasilíu
(2003 – 2011)
Eftirmaður:
Dilma Rousseff