Serbía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Република Србија
Republika Srbija
Lýðveldið Serbía
Fáni Serbíu Skjaldamerki Serbíu
(Fáni Serbíu) (Skjaldarmerki Serbíu)
Kjörorð: ekkert
Þjóðsöngur: Bože Pravde
Staðsetning Serbíu
Höfuðborg Belgrad
Opinbert tungumál serbnenska
Stjórnarfar lýðveldi
Tomislav Nikolić
Aleksandar Vučić
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
112. sæti
88.361 km²
~0
Mannfjöldi
 • Samtals (2011)
 • Þéttleiki byggðar
84. sæti
7.120.666
91,92/km²
VLF (KMJ)
 • Samtals
 • á mann
áætl. 2011
28.370 millj. dala (95. sæti)
3.200 dalir (123. sæti)
Gjaldmiðill dínar
Tímabelti UTC+1
Þjóðarlén .rs
Landsnúmer 381

Serbía er landlukt land á Balkanskaga í suðaustanverðri Evrópu. Serbía á landamæri að Ungverjalandi í norðri, Rúmeníu og Búlgaríu í austri, Makedóníu og Kósóvó í suðri og Svartfjallalandi, Bosníu og Hersegóvínu og Króatíu í vestri.

Serbía var stærsti og fjölmennasti hluti Júgóslavíu á meðan hún var við lýði á 20. öldinni og myndaði ásamt Svartfjallalandi hið laustengda bandalag Serbíu og Svartfjallaland sem slitið var eftir að Svartfellingar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í maí 2006 að lýsa yfir sjálfstæði. Svartfjallaland lýsti formlega yfir sjálfstæði 3. júní sama ár og serbneska þingið lýsti því yfir 5. júní að Serbía væri arftaki bandalagsins.

Stjórnsýsluskipting Serbíu