Fara í innihald

Claudia Goldin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Claudia Goldin
Claudia Goldin
Claudia Goldin árið 2019.
Fædd 14. maí 1946 (1946-05-14) (78 ára)
New York-borg, New York, Bandaríkjunum
Þjóðerni Bandarísk
Stofnun Harvard-háskóli
National Bureau of Economic Research
Fræðasvið Vinnuhagfræði, efnahagssaga
Menntun Cornell-háskóli (BA)
Chicago-háskóli (MA, PhD)
Verðlaun Hagfræðiverðlaun seðlabanka Svíþjóðar til minningar Alfreds Nobels (2023)
Maki Lawrence F. Katz
Heimasíða https://scholar.harvard.edu/goldin

Claudia Goldin (f. 14. maí 1946) er bandarískur hagfræðingur sem sérhæfir sig í málefnum kvenna á vinnumarkaði, vinnuhagfræði, tekjuójöfnuði og kyndbundnum launamuni. Hún er prófessor við Harvard-háskóla og framkvæmdastjóri þróunaráætlunar efnahagsrannsóknastofnunarinnar National Bureau of Economic Research fyrir bandaríska efnahaginn.

Goldin vann til Nóbelsverðlaunanna í hagfræði árið 2023.[1]

Menntun og starfsferill[breyta | breyta frumkóða]

Claudia Goldin fæddist í New York-borg árið 1946 og er af Gyðingaættum. Hún gekk í gagnfræðaskólann Bronx High School of Science og í Cornell-háskóla. Hún lauk doktorsprófi í hagfræði við Chicago-háskóla árið 1972.

Goldin er sér í lagi þekkt fyrir störf sín við rannsóknir á hlutverki kvenna í bandaríska efnahaginum. Hún hefur lagt fyrir sig efnahagssögu, vinnuhagfræði, fjölskylduhagfræði og menntunarhagfræði. Hún hefur sérstaklega einbeitt sér að orsökum ójöfnuðar með tilliti til kyns, kynþáttar og menntunar.[2]

Árið 1990 varð Claudia Goldin fyrsta konan til að hljóta fastráðningu við hagfræðideild Harvard-háskóla.[2] Tímaritið Financial Times tók viðtal við Goldin árið 2015[3] og síðan tímaritin Time Traveler[4] og Quartz árið 2018.[5] Ævisaga Goldin var rekin í verki eftir Michael Szenberg árið 1998.[6] Vísað hefur verið til rannsókna hennar í greinum hjá Le Monde,[7] The New York Times,[8] CNN[9] og ýmsum öðrum fjölmiðlum.

Framlög Goldin til rannsókna vinnuþátttöku kvenna og áhrifum þeirra á vinnumarkaðinn sjást á áhrifum þeirra á hagfræði og hagsögu, meðal annars á rannsóknir á hlutverk kvenna í hagþróun.[10]. Goldin hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2023 fyrir rann­sóknir sínar á af­komu kvenna á vinnu­markaði.[11]

Goldin var forseti American Economic Association frá 2013 til 2014. Árið 1990 var hún fyrsta konan sem var tilnefnd til hagfræðideildar Harvard-háskóla. Hún er meðlimur í Bandarísku vísindaakademíunni.[12]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Claudia Goldin“. scholar.harvard.edu (enska). Sótt 9. október 2023.
 2. 2,0 2,1 „Goldin Demystifies Gender Economics“. www.thecrimson.com. The Harvard Crimson. Sótt 9. október 2023.
 3. „FT Alphaville: Claudia Goldin on the history of women in the work place (updated with transcript)“. ftalphaville.ft.com (enska). Sótt 9. október 2023.
 4. „Time Traveler Article on Harvard website“ (PDF) (enska). Sótt 9. október 2023.
 5. Leah Fessler. „This Harvard economist revolutionized our understanding of why women earn less than men“ (enska). Quartz at Work. Sótt 9. október 2023.
 6. Michael Szenberg (1998). „Passion and craft: economists at work“ (enska). University of Michigan Press. Sótt 9. október 2023.
 7. „Le stakhanovisme a-t-il un sexe ?“ (franska). Le Monde. 20. janúar 2014. Sótt 9. október 2023.
 8. Claire Cain Miller (26. apríl 2019). „Women Did Everything Right. Then Work Got 'Greedy.' (bandarísk enska). The New York Times. Sótt 9. október 2023.
 9. „What 'The Pill' did - CNN.com“. www.cnn.com (enska). Sótt 9. október 2023.
 10. Merouani, Youssouf; Perrin, Faustine (28. september 2022). „Gender and the long-run development process. A survey of the literature“. European Review of Economic History. 26 (4): 612–641. doi:10.1093/ereh/heac008. ISSN 1361-4916..
 11. Erla Hlynsdóttir (9. október 2023). „77 ára kona hlaut nóbelsverðlaunin í hagfræði: „Ég hef alltaf litið á mig sem einkaspæjara". Heimildin. Sótt 9. október 2023.
 12. „Claudia Goldin“. www.nasonline.org. Sótt 9. október 2023.