7. ágúst
Útlit
Júl – Ágúst – Sep | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
2024 Allir dagar |
7. ágúst er 219. dagur ársins (220. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 146 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1219 - Jóhann Sörkvisson var krýndur konungur Svíþjóðar.
- 1316 - Jóhannes 22. (Giacomo Duése) var kjörinn páfi, meira en tveimur árum eftir lát fyrirrennara síns, Klemens 5..
- 1679 - Brigantínan Le Griffon var dregin að suðurenda Níagarafljóts og varð fyrsta skipið sem sigldi um Erie-vatn, Huron-vatn og Michigan-vatn.
- 1727 - Öræfajökull tók að gjósa. Mikið öskufall stóð í þrjá daga svo sá vart mun dags og nætur. Gosið stóð í eitt ár. Áður gaus Öræfajökull á sögulegum tíma árið 1362 og lagði þá Litlahérað í auðn.
- 1772 - Útilegumennirnir Fjalla-Eyvindur Jónsson og Halla Jónsdóttir voru handteknir á Sprengisandi og fluttir norður í Mývatnssveit. Skömmu síðar slapp Eyvindur og tókst honum fljótlega að frelsa Höllu. Þau lágu úti í tæpa tvo áratugi.
- 1881 - Kristmannsmálið: Kristmanns Jónssonar gullsmíðasveinn úr Reykjavík fannst látinn við Kolviðarhól.
- 1939 - Haukur Einarsson synti Grettissund frá Drangey til lands á mettíma, þremur klukkustundum og 20 mínútum.
- 1945 - Áfengisskömmtun, sem staðið hafði í fimm ár, var hætt.
- 1947 - Norðmaðurinn Thor Heyerdahl lauk siglingu sinni yfir Kyrrahaf á flekanum Kon-Tiki.
- 1957 - Hljómsveitin The Quarrymen spilaði í fyrsta sinn á Cavern Club í Liverpool.
- 1960 - Fílabeinsströndin fékk sjálfstæði frá Frakklandi.
- 1960 - Vilhjálmur Einarsson bætti eigið Íslandsmet í þrístökki frá því í Melbourne 1956 er hann stökk 16,70 metra á frjálsíþróttamóti í Reykjavík og var það þá næstlengsta stökk í heimi. Þetta met stendur enn (2011).
- 1976 - Viking-áætlunin: Viking 2 fór á sporbaug um Mars.
- 1978 - Kókaínvaldaránið átti sér stað í Hondúras.
- 1980 - Pólskir hafnarverkamenn hófu röð verkfalla í slippnum í Gdansk undir forystu Lech Wałęsa.
- 1982 - Tólf létust í hryðjuverkaárás armenskra skæruliða á flugvellinum í Ankara.
- 1987 - Bandaríska sundkonan Lynne Cox synti yfir Beringssund, milli eyjanna Little Diomede í Alaska og Ratmanoveyjar í Sovétríkjunum.
- 1989 - Bandaríski þingmaðurinn Mickey Leland fórst ásamt 15 öðrum í flugslysi í Eþíópíu.
- 1990 - Fyrra Persaflóastríðið: Bandaríkin sendu herlið til Sádí-Arabíu til að hindra mögulega innrás frá Írak.
- 1995 - Stormaðgerðinni lauk með vopnahléi. Hersveitir Serbnesku Krajina gáfust upp í kjölfarið.
- 1996 - 87 manns fórust í rigningum á tjaldstæði við Huesca á Spáni.
- 1997 - Sprengja sprakk á Stokkhólmsleikvanginum en enginn slasaðist. Hópur sem mótmælti umsókn Svía um að halda Ólympíuleikana 2004 stóð á bak við sprenginguna.
- 1998 - Bílasprengjur sprungu við sendiráð Bandaríkjanna í Naíróbí og Dar es Salaam með þeim afleiðingum að yfir 200 létust. Samtökin heilagt stríð og Al-Kaída voru bendluð við árásirnar.
- 1998 - Yfir 12.000 fórust í Kína þegar áin Jangtse flaut yfir bakka sína.
- 1999 - Téténskar skæruliðasveitir réðust inn í rússneska fylkið Dagestan.
- 2000 - Vefurinn DeviantART hóf göngu sína.
- 2000 - Flugslysið í Skerjafirði: Leiguflugvél á leið frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum með sex manns um borð hrapaði í sjóinn í Skerjafirði.
- 2008 - Georgíumenn og Rússar hófu stríð um yfirráð í Suður-Ossetíu.
- 2009 - Fellibylurinn Morakot gekk yfir Taívan með þeim afleiðingum að 500 létust í verstu flóðum sem orðið höfðu á eyjunni í hálfa öld.
- 2010 - Juan Manuel Santos tók við embætti forseta Kólumbíu.
- 2011 - Standard & Poor's lækkaði lánshæfismat Bandaríkjanna vegna opinberra skulda.
- 2012 - Blóðbaðið í Houla: Sýrlandsher drap 92, þar af 30 börn, í Houla-héraði.
- 2014 - Tveir leiðtogar Rauðu kmeranna, Nuon Chea og Khieu Samphan, voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni.
- 2018 - Bandaríkin settu viðskiptaþvinganir á Íran.
- 2023 - Stormurinn Hans gekk yfir Suður-Noreg og olli vatnsflóðum, skriðum og tveimur mannslátum.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 317 - Constantius 2., keisari Rómar (d. 361).
- 1560 - Erzsébet Báthory, ungverskur raðmorðingi (d. 1614).
- 1598 - Georg Stiernhielm, sænskt skáld (d. 1672).
- 1804 - Johan Nicolai Madvig, danskur fornfræðingur (d. 1886).
- 1816 - Carit Etlar, danskur rithöfundur (d. 1900).
- 1856 - Jónas Jónasson (frá Hrafnagili), íslenskur þjóðfræðingur (d. 1918).
- 1876 - Mata Hari, nektardansmær og njósnari (d. 1917).
- 1899 - Sigurbergur Elísson formaður Knattspyrnufélagsins Fram (d. 1969).
- 1904 - Ralph Bunche, bandarískur stjórnmálafræðingur (d. 1971).
- 1906 - Nelson Goodman, bandarískur heimspekingur (d. 1998).
- 1928 - James Randi, kanadísk-bandarískur töframaður.
- 1941 - Andrés Indriðason, íslenskur rithöfundur.
- 1941 - Franco Columbu, ítalskur vaxtarræktarmaður (d. 2019).
- 1942 - Sigfried Held, þýskur knattspyrnumaður.
- 1944 - Robert Mueller, bandarískur lögfræðingur.
- 1947 - Sofia Rotaru, úkraínsk söngkona.
- 1948 - Vilmundur Gylfason, íslenskur blaðamaður og stjórnmálamaður (d. 1983).
- 1950 - Alan Keyes, bandarískur stjórnmálamaður.
- 1958 - Bruce Dickinson, enskur söngvari.
- 1960 - David Duchovny, bandarískur leikari.
- 1962 - Stefanía Óskarsdóttir, íslenskur stjórnmálafræðingur.
- 1966 - Jimmy Wales, stofnandi Wikipediu.
- 1972 - Karen Disher, bandarísk leikkona.
- 1975 - Charlize Theron, suðurafrísk leikkona.
- 1978 - Þórdís Björnsdóttir, íslenskt skáld.
- 1979 - Nenad Đorđević, serbneskur knattspyrnumaður.
- 1980 - Seiichiro Maki, japanskur knattspyrnumaður.
- 1982 - Abbie Cornish, áströlsk leikkona.
- 1984 - Yun Hyon-seok, suðurkóreskur aðgerðasinni (d. 2003).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 309 - Eusebíus, páfi.
- 1106 - Hinrik 4. keisari (f. 1050).
- 1385 - Jóhanna af Kent, kona Játvarðar svarta prins (f. 1328).
- 1635 - Friedrich von Spee, þýskur rithöfundur (f. 1591).
- 1820 - Élisa Bonaparte, systir Napoléons Bonaparte (f. 1777).
- 1848 - Jöns Jakob Berzelius, sænskur efnafræðingur (f. 1779).
- 1908 - Antonio Starabba, ítalskur stjórnmálamaður (f. 1839).
- 1937 - Takeo Wakabayashi, japanskur knattspyrnumaður (f. 1907).
- 1941 - Rabindranath Tagore, bengalskt skáld (f. 1861).
- 1957 - Oliver Hardy, bandarískur gamanleikari (f. 1892).
- 1966 - Karl Gústaf Stefánsson, íslensk-kanadískur skopmyndateiknari (f. 1890).
- 1973 - José Villalonga, spænskur knattspyrnuþjálfari (f. 1919).
- 2015 - Sólveig Anspach, íslenskur kvikmyndaleikstjóri (f. 1960).