Sýrland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
الجمهوريّة العربيّة السّوريّة
Al-Jumhuriya al-`Arabiya as-Suriya
Fáni Sýrlands Skjaldamerki Sýrlands
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
„ekkert“
Þjóðsöngur:
Homat el Diyar
Staðsetning Sýrlands
Höfuðborg Damaskus
Opinbert tungumál arabíska
Stjórnarfar lýðveldi
Bashar al-Assad
Wael Nader al-Halqi
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
89. sæti
185.180 km²
1,1
Mannfjöldi
 - Samtals (2014)
 - Þéttleiki byggðar
54. sæti
17.951.639
118,3/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2010
107,831 millj. dala (77. sæti)
5.040 dalir (131. sæti)
Gjaldmiðill sýrlenskt pund (SYP)
Tímabelti UTC+2
Þjóðarlén .sy
Landsnúmer 963
Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir yfirlit yfir aðrar merkingar „Sýrland“

Sýrland er land fyrir botni Miðjarðarhafs með landamæri að Líbanon, Ísrael, Jórdaníu, Írak og Tyrklandi. Deilt er um landamærin við Ísrael (Gólanhæðir) og Tyrkland (Hatay). Höfuðborgin, Damaskus, er eitt af elstu lifandi borgarsamfélögum heims, en talið er að borgin hafi verið stofnuð um 2500 f.Kr. Í Sýrlandi býr fólk af mörgum þjóðarbrotum eins og Arabar, Grikkir, Armenar, Assýríumenn, Kúrdar, Sjerkesar, Mhalmítar, Mandear og Tyrkir. Um 90% íbúa eiga arabísku að móðurmáli og súnní íslam er ríkjandi trúarbrögð í landinu.

Nafn landsins er grískt heiti á íbúum Assýríu og hefur oft verið notað sem samheiti yfir allt landsvæðið við botn Miðjarðarhafs. Damaskus var höfuðborg Úmajada 661 til 750 þegar Abbasídar fluttu höfuðborg hins íslamska heims til Bagdad. Nútímaríkið Sýrland var stofnað sem hluti af yfirráðasvæði Frakklands eftir Fyrri heimsstyrjöld. Eftir að landið fékk sjálfstæði voru herforingjauppreisnir tíðar. Um þriggja ára skeið var landið í ríkjasambandi við Egyptaland. Ba'ath-flokkurinn rændi völdum í landinu 1963 en pólitískur óstöðugleiki hélt áfram. Eftir Svarta september 1970 var Hafez al-Assad valinn þjóðarleiðtogi. Sonur hans, Bashar al-Assad, var kosinn eftirmaður hans án mótframboða árið 2000. Hörð viðbrögð stjórnar hans við friðsamlegum mótmælum þegar Arabíska vorið hófst 2011 leiddu til vaxandi átaka og borgarastyrjaldar sem hefur nú staðið í á fjórða ár.

Sýrland er aðili að Samtökum hlutlausra ríkja. Landinu hefur verið vísað úr Arababandalaginu og Samtökum um íslamska samvinnu. Andstæðingar Assads hafa myndað bráðabirgðastjórn sem hefur verið boðið sæti landsins í Arababandalaginu.

Stjórnsýsluskipting[breyta | breyta frumkóða]

Sýrland skiptist í 14 héruð sem aftur skiptast í 61 umdæmi.

No. Umdæmi Höfuðstaður
Umdæmi Sýrlands
1 Latakia Latakía
2 Idlib Idlib
3 Aleppo Aleppó
4 Al-Raqqah Al-Raqqah
5 Al-Hasakah Al-Hasakah
6 Tartus Tartus
7 Hama Hama
8 Deir ez-Zor Deir ez-Zor
9 Homs Homs
10 Damaskus
11 Rif Dimashq
12 Quneitra Quneitra
13 Daraa Daraa
14 Al-Suwayda Al-Suwayda


  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.