Lög og réttlæti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lög og réttlæti
Prawo i Sprawiedliwość
Formaður Jarosław Kaczyński
Stofnár 2001; fyrir 23 árum (2001)
Höfuðstöðvar ul. Nowogrodzka 84/86 02-018, Varsjá, Póllandi
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Íhaldsstefna, pólsk þjóðernishyggja, hægri-lýðhyggja
Einkennislitur Dökkblár  
Sæti á neðri þingdeild
Sæti á efri þingdeild
Vefsíða pis.org.pl

Lög og réttlæti (pólska: Prawo i Sprawiedliwość, skammstöfun PiS) er þjóðernissinnaður íhaldssamur stjórnmálaflokkur í Póllandi. Flokkurinn var stofnaður árið 2001 af bræðunum Lech og Jarosław Kaczyński.

Flokkurinn sigraði í kosningunum árið 2005 og Lech Kaczýnski var kosinn til forsetaembættis.[1] Jarosław var í stöðu forsætisráðherra en boðaði til kosninga árið 2007, þar sem flokkurinn endaði í öðru sæti á eftir Borgaraflokknum (Platforma Obywatelska).[2] Nokkrir framstæðir leiðtogar flokksins, þar á meðal Lech Kaczýnski, létust í flugslysi árið 2010.[3]

Árið 2015 var frambjóðandi flokksins, Andrzej Duda, kjörinn forseti Póllands.[4] Í kjölfarið fékk flokkurinn meirihluta í þingkosningunum. Flokkurinn fór fyrir ríkisstjórn Póllands frá 2015 til 2023, fyrst undir forsæti Beatu Szydło og síðan Mateuszar Morawiecki. Í þingkosningum árið 2023 vann bandalag frjálslyndra stjórnarandstöðuflokka samanlagðan meirihluta á þingi og batt enda á stjórn Laga og réttlætis.[5]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Íhaldsmaður og tortrygginn í garð ESB“. Morgunblaðið. 25. október 2005. bls. 18.
  2. Kolbeinn Þorsteinsson (23. október 2007). „Taldi sig eiga sigurinn vísan“. Dagblaðið Vísir. bls. 10-11.
  3. Kolbeinn Þorsteinsson (12. apríl 2010). „Þjóðarharmur í Póllandi“. Dagblaðið Vísir. bls. 16-17.
  4. „Andrzej Duda kjörinn nýr forseti Póllands“. Morgunblaðið. 26. maí 2015. bls. 15.
  5. „Frjálslyndir ná meirihluta í Póllandi“. mbl.is. 16. október 2023. Sótt 18. október 2023.
  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.