Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2023

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Liverpool Arena/M&S Bank Arena.

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2023 verður haldin á Englandi árið 2023 eftir að úkraínska hljómsveitin Kalush Orchestra vann keppnina með lagið Stefania í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2022. Vegna innrásar Rússa í Úkraínu tóku Englendingar sem lentu í 2. sæti 2022 að sér að halda keppnina. Hún verður haldin í Liverpool Arena, nálægt Albert Dock í Liverpool.