4. mars
Jump to navigation
Jump to search
4. mars er 63. dagur ársins (64. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 302 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir[breyta | breyta frumkóða]
- 1213 - Hrafn Sveinbjarnarson á Eyri við Arnarfjörð veginn á heimili sínu eftir aðför Þorvaldar í Vatnsfirði.
- 1461 - Rósastríðið: Jórvíkurhertoginn hertók London og lýsti sjálfan sig Játvarð 4. Englandskonung.
- 1519 - Hernán Cortés lenti við Veracruz á Júkatanskaga í Mexíkó.
- 1629 - Massachusettsflóanýlendan fékk konungsleyfi.
- 1861 - Abraham Lincoln varð sextándi forseti Bandaríkjanna.
- 1877 - Emile Berliner fann upp hljóðnemann.
- 1936 - Zeppelinloftfarið Hindenburg flaug sitt fyrsta reynsluflug.
- 1945 - Finnland sagði Þýskalandi stríð á hendur.
- 1955 - Armed Forces Radio and Television Service Keflavik fékk heimild íslenskra stjórnvalda til sjónvarpsútsendinga.
- 1964 - Hljómar frá Keflavík slógu í gegn á fyrstu bítlatónleikum á Íslandi, sem haldnir voru í Háskólabíói. Fjórar aðrar hljómsveitir komu fram á þessum tónleikum.
- 1968 - Fyrsta leikritið sem sett var upp sérstaklega fyrir sjónvarp á Íslandi sent út. Það var verkið Romm handa Rósalind eftir Jökul Jakobsson.
- 1971 - Íslendingar keyptu uppstoppaðan geirfugl á uppboði í London. Safnað hafði verið fyrir fuglinum um allt land fyrir uppboðið.
- 1971 - Siglingafélagið Ýmir í Kópavogi var stofnað.
- 1983 - Menningarmiðstöðin Gerðuberg var opnuð í Breiðholtshverfi í Reykjavík.
- 2000 - PlayStation 2 kom fyrst út í Japan.
- 2005 - Háskólinn í Reykjavík og Tækniháskóli Íslands sameinuðust undir merkjum þess fyrrnefnda.
- 2010 - Jarðskjálfti af stærðinni 6,4 mældist sunnan við Taívan.
Fædd[breyta | breyta frumkóða]
- 1394 - Hinrik sæfari, prins af Portúgal (d. 1460).
- 1678 - Antonio Vivaldi, ítalskt tónskáld (d. 1741).
- 1769 - Múhameð Alí Pasja, landstjóri Egyptalands (d. 1849).
- 1793 - Karl Lachmann, þýskur fornfræðingur (d. 1851).
- 1798 - Sigurður Breiðfjörð, íslenskt skáld (d. 1846).
- 1876 - Ásgrímur Jónsson, íslenskur listmálari (d. 1958).
- 1930 - Björgvin Sæmundsson, bæjarstjóri Kópavogs (d. 1980).
- 1935 - Bent Larsen, danskur stórmeistari í skák (d. 2010).
- 1943 - Lucio Dalla, ítalskur söngvari og tónlistarmadur (d. 2012).
- 1951 - Kenny Dalglish, skoskur knattspyrnumaður og þjálfari.
- 1952 - Umberto Tozzi, ítalskur tónlistarmadur.
- 1954 - Francois Fillon, forsætisráðherra Frakklands.
- 1960 - John Mugabi, boxari frá Uganda.
- 1963 - Jason Newsted, bandarískur bassaleikari (Metallica).
- 1965 - Khaled Hosseini, afganskur rifhöfundur, (Flugdregahlauparinn og Þúsund bjartar sólir).
- 1972 - Jos Verstappen, hollenskur ökuþór.
- 1974 - Ariel Ortega, argentínskur knattspyrnumaður.
- 1982 - Landon Donovan, bandarískur knattspyrnumaður.
- 1984 - Tamir Cohen, ísraelskur knattspyrnumaður.
- 1986 - Tom De Mul, belgískur knattspyrnumaður.
- 1988 - Adam Watts, enskur knattspyrnumaður.
Dáin[breyta | breyta frumkóða]
- 1213 - Hrafn Sveinbjarnarson, höfðingi Seldæla, veginn á heimili sínu á Eyri við Arnarfjörð.
- 1615 - Hans von Aachen, hollenskur listmálari (f. 1552).
- 1619 - Anna af Danmörku, drottning Jakobs 1. (f. 1574).
- 1829 - Grímur Jónsson Thorkelín, íslenskur sagnfræðingur (f. 1752).
- 1921 - Gunnar Thorsteinsson, íslenskur knattspyrnumaður og formaður Knattspyrnufélagsins Fram (d. 1894).
- 1994 - John Candy, bandarískur leikari (f. 1950).
- 2011 - Johnny Preston, bandarískur söngvari (f. 1939).