Louise Glück
Louise Glück í kringum 1977. | |
Fædd: | 22. apríl 1943 New York-borg, Bandaríkjunum |
---|---|
Látin: | 13. október 2023 (80 ára) Cambridge, Massachusetts, Bandaríkjunum |
Starf/staða: | Skáld, kennari |
Þjóðerni: | Bandarísk |
Þekktasta verk: | The Triumph of Achilles (1985) The Wild Iris (1992) |
Maki/ar: | Charles Hertz Jr. (g. 1967, skilin) John Dranow (g. 1977; sk. 1996) |
Louise Elisabeth Glück (f. 22. apríl 1943, d. 13. október 2023) var bandarískt ljóðskáld og greinahöfundur. Hún var sæmd bókmenntaverðlaunum Nóbels árið 2020 fyrir „óyggjandi ljóðræna rödd sína, sem á íburðarlausan hátt gerir persónulega tilveru altæka.“[1][2] Hún hefur unnið mörg mikilsvirt bókmenntaverðlaun í Bandaríkjunum, meðal annars Pulitzer-verðlaunin í ljóðlist og Bollingen-verðlaunin. Glück er oft talin sjálfsævisögulegt skáld og verk hennar eru þekkt fyrir tilfinningahita og fyrir vísanir í þjóðsagnir, sögu eða náttúru til að miðla einstaklingsupplifunum og nútímalíferni.
Glück fæddist í New York-borg og ólst upp í Long Island-hluta borgarinnar. Í gagnfræðaskóla fór hún að þjást af anorexíu en hún sigraðist síðar á þeim sjúkdómi. Hún tók áfanga í Sarah Lawrence-háskólanum og Columbia-háskóla en útskrifaðist ekki með gráðu. Auk starfa sinna í ritlist hefur hún fengist við fræðastörf sem ljóðlistarkennari við ýmsar menntastofnanir.
Í verkum sínum lagði Glück áherslu á að varpa ljósi á áfall, þrá og náttúru. Með þessum víðfeðmu viðfangsefnum hafa ljóð hennar orðið fræg fyrir hreinskilna tjáningu á depurð og einangrun. Fræðimenn hafa einnig einblínt á ljóðræna persónuuppbyggingu hennar og á tengsl í ljóðunum milli sjálfsævisögu og goðsögulegs ívafs.
Glück var aðjunkt og Rosenkranz-gestahöfundur við Yale-háskóla. Hún bjó í Cambridge, Massachusetts.[3]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Davíð Kjartan Gestsson (8. október 2020). „Louise Glück fær Nóbelsverðlaunin í bókmenntum“. RÚV. Sótt 8. október 2020.
- ↑ „Summary of the 2020 Nobel Prize in Literature“.
- ↑ „Louise Glück | Authors | Macmillan“. US Macmillan (bandarísk enska). Sótt 7. apríl 2020.