Guillermo Lasso
Guillermo Lasso | |
---|---|
![]() Guillermo Lasso árið 2021. | |
Forseti Ekvador | |
Núverandi | |
Tók við embætti 24. maí 2021 | |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 16. september 1955 Guayaquil, Ekvador |
Þjóðerni | Ekvadorskur |
Stjórnmálaflokkur | CREO-hreyfingin |
Maki | María de Lourdes Alcívar Crespo (g. 1981) |
Börn | 5 |
Háskóli | Kaþólski páfaháskólinn í Ekvador |
Starf | Viðskiptamaður, stjórnmálamaður |
Vefsíða | guillermolasso.ec |
Guillermo Alberto Santiago Lasso Mendoza (fæddur 16. nóvember 1955) er núverandi forseti Ekvador. Hann tók við embætti 24. maí 2021.[1][2] Lasso bauð sig fram í forsetakosningum Ekvadors árið 2021[3] og vann sigur gegn Andrés Arauz,[4][5] þvert á væntingar margra stjórnmálaskýrenda.[6][7] Hann hafði áður boðið sig fram til forseta í kosningum árin 2013 og 2017. Árið 2013 tapaði hann með miklum mun gegn sitjandi forsetanum Rafael Correa.[8] Í kosningunum 2017 komst hann í aðra umferð á móti fyrrum varaforsetanum Lenín Moreno en tapaði naumlega fyrir honum.[9]
Lasso var efnahagsráðherra í forsetatíð Jamil Mahuad í stuttan tíma árið 1999. Hann hafði áður verið héraðsstjóri Guayas frá 1998 til 1999. Lasso er jafnframt bankamaður og hafði áður verið framkvæmdastjóri Banco Guayaquil.[10] Á forsetatíð Rafaels Correa var Lasso kunnur gagnrýnandi stjórnarinnar.[8]
Lasso er talinn frjálslyndur[11] og hefur talað fyrir stefnumálum í anda klassískrar frjálshyggju, meðal annars skiptingu ríkisvaldsins til að hafa taumhald á ríkisstjórninni.[12] Hann hefur jafnframt talað fyrir skattalækkunum og fyrir markaðsfrelsi.[13]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ „LATEST: Ecuador's pro-market candidate Guillermo Lasso wins the presidential runoff“. Bloomberg Quicktake. 11. apríl 2021. Sótt 11. apríl 2021.
- ↑ „Ecuador goes with conservative banker in presidential vote“. Associated Press. 11. apríl 2021.
- ↑ „CNE acepta candidatura del binomio Lasso-Borrero, impugnada por el correísmo“. 22. janúar 2021.
- ↑ Leon Cabrera, Jose Maria (11. apríl 2021). „Conservative Ex-Banker Headed to Victory in Presidential Election in Ecuador“. The New York Times. Sótt 14. apríl 2021.
- ↑ „Guillermo Lasso: Conservative ex-banker elected Ecuador president“. BBC World News. 12. apríl 2021. Sótt 14. apríl 2021.
- ↑ „Ecuador election: former banker Lasso is surprise winner“. The Guardian. 11. apríl 2021.
- ↑ „Lasso wins Ecuador presidency in upset over socialist rival“. Yahoo. 11. apríl 2021.
- ↑ 8,0 8,1 Neuman, William February 17, 2013, „President Correa Handily Wins Re-election in Ecuador". The New York Times.
- ↑ „Guillermo Lasso refuses to concede in Ecuador election“. www.aljazeera.com.
- ↑ „Guillermo Lasso renunció a la presidencia ejecutiva del Banco de Guayaquil“. El Universo. 7. maí 2012.
- ↑ „Guillermo Lasso: Mi vida me hizo liberal“. El Universo (spænska). 9. maí 2012. Sótt 27. maí 2020.
- ↑ „Lasso dice que no persigue el poder total“. El Comercio. Sótt 27. maí 2020.
- ↑ „Ecuador’s Guillermo Lasso Wins Presidential Election“. The Wall Street Journal. 11. apríl 2021.
Fyrirrennari: Lenín Moreno |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |