Guillermo Lasso

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Guillermo Lasso
Guillermo Lasso May 2021.jpg
Guillermo Lasso árið 2021.
Forseti Ekvador
Núverandi
Tók við embætti
24. maí 2021
Persónulegar upplýsingar
Fæddur16. september 1955 (1955-09-16) (66 ára)
Guayaquil, Ekvador
ÞjóðerniEkvadorskur
StjórnmálaflokkurCREO-hreyfingin
MakiMaría de Lourdes Alcívar Crespo (g. 1981)
Börn5
HáskóliKaþólski páfaháskólinn í Ekvador
StarfViðskiptamaður, stjórnmálamaður
Vefsíðaguillermolasso.ec


Guillermo Alberto Santiago Lasso Mendoza (fæddur 16. nóvember 1955) er núverandi forseti Ekvador. Hann tók við embætti 24. maí 2021.[1][2] Lasso bauð sig fram í forsetakosningum Ekvadors árið 2021[3] og vann sigur gegn Andrés Arauz,[4][5] þvert á væntingar margra stjórnmálaskýrenda.[6][7] Hann hafði áður boðið sig fram til forseta í kosningum árin 2013 og 2017. Árið 2013 tapaði hann með miklum mun gegn sitjandi forsetanum Rafael Correa.[8] Í kosningunum 2017 komst hann í aðra umferð á móti fyrrum varaforsetanum Lenín Moreno en tapaði naumlega fyrir honum.[9]

Lasso var efnahagsráðherra í forsetatíð Jamil Mahuad í stuttan tíma árið 1999. Hann hafði áður verið héraðsstjóri Guayas frá 1998 til 1999. Lasso er jafnframt bankamaður og hafði áður verið framkvæmdastjóri Banco Guayaquil.[10] Á forsetatíð Rafaels Correa var Lasso kunnur gagnrýnandi stjórnarinnar.[8]

Lasso er talinn frjálslyndur[11] og hefur talað fyrir stefnumálum í anda klassískrar frjálshyggju, meðal annars skiptingu ríkisvaldsins til að hafa taumhald á ríkisstjórninni.[12] Hann hefur jafnframt talað fyrir skattalækkunum og fyrir markaðsfrelsi.[13]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „LATEST: Ecuador's pro-market candidate Guillermo Lasso wins the presidential runoff“. Bloomberg Quicktake. 11. apríl 2021. Sótt 11. apríl 2021.
 2. „Ecuador goes with conservative banker in presidential vote“. Associated Press. 11. apríl 2021.
 3. „CNE acepta candidatura del binomio Lasso-Borrero, impugnada por el correísmo“. 22. janúar 2021.
 4. Leon Cabrera, Jose Maria (11. apríl 2021). „Conservative Ex-Banker Headed to Victory in Presidential Election in Ecuador“. The New York Times. Sótt 14. apríl 2021.
 5. „Guillermo Lasso: Conservative ex-banker elected Ecuador president“. BBC World News. 12. apríl 2021. Sótt 14. apríl 2021.
 6. „Ecuador election: former banker Lasso is surprise winner“. The Guardian. 11. apríl 2021.
 7. „Lasso wins Ecuador presidency in upset over socialist rival“. Yahoo. 11. apríl 2021.
 8. 8,0 8,1 Neuman, William February 17, 2013, „President Correa Handily Wins Re-election in Ecuador". The New York Times.
 9. „Guillermo Lasso refuses to concede in Ecuador election“. www.aljazeera.com.
 10. „Guillermo Lasso renunció a la presidencia ejecutiva del Banco de Guayaquil“. El Universo. 7. maí 2012.
 11. „Guillermo Lasso: Mi vida me hizo liberal“. El Universo (spænska). 9. maí 2012. Sótt 27. maí 2020.
 12. „Lasso dice que no persigue el poder total“. El Comercio. Sótt 27. maí 2020.
 13. „Ecuador’s Guillermo Lasso Wins Presidential Election“. The Wall Street Journal. 11. apríl 2021.


Fyrirrennari:
Lenín Moreno
Forseti Ekvador
(24. maí 2021 – )
Eftirmaður:
Enn í embætti


Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.