Fara í innihald

The Pogues

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
The Pogues árið 2006.

The Pogues var bresk-írsk keltnesk pönkhljómsveit sem var stofnuð í London árið 1982. Nafnið er dregið úr írsku, póg mo thóin eða „kysstu á mér rassgatið“. Söngvari hljómsveitarinnar var Shane MacGowan en hann hætti árið 1991 vegna áfengisvandamála. Þá tóku fyrst Joe Strummer og síðan Spider Stacy við sem söngvarar þar til hljómsveitin hætti árið 1996. MacGowan hóf aftur störf sem söngvari sveitarinnar þegar hún kom saman aftur árið 2001. Hljómsveitin kom síðast saman á tónleikum árið 2014.

Hljómsveitin náði fyrst almennum vinsældum árið 1988 með breiðskífunni If I Should Fall from Grace with God. Platan innihélt smellinn „Fairytale of New York“ sem MacGowan söng með Kirsty MacColl.

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Red Roses for Me (1984)
  • Rum Sodomy & the Lash (1985)
  • If I Should Fall from Grace with God (1988)
  • Peace and Love (1989)
  • Hell's Ditch (1990)
  • Waiting for Herb (1993)
  • Pogue Mahone (1996)
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.