Vantrausttillagan á Kevin McCarthy
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
Þann 3. október 2023 var samþykkt vantrauststillaga á Kevin McCarthy þáverandi forseta Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Tillagan var lögð fram af Matt Gaetz fulltrúadeildarþingmanni Repúblikanaflokksins og var samþykkt með 216 atkvæðum gegn 210 sem greiddu atkvæði gegn henni en 7 þingmenn voru fjarverandi.
Tillagan var studd af öllum viðstöddum þingmönnum Demókrataflokksins auk nokkurra þingmanna Repúblikanaflokksins. Í kjölfarið á því tók við þriggja vikna ferli til að kjósa nýjan þingforseta og það fór svo að Mike Johnson var kjörinn forseti fulltrúadeildarinnar eftir langt og erfitt ferli.
Kosning Kevin McCarthy sem forseti Fulltrúadeildarinnar
[breyta | breyta frumkóða]Repúblikanaflokkurinn endurheimti meirihluta í Fulltrúadeildinni í Miðkjörtímabilskosningunum 2022. Þegar þing kom saman 3. janúar var efnt til kosningar forseta Fulltrúadeildarinnar. Kevin McCarthy var valinn sem þingforsetaefni Repúblikanaflokksins en hann mætti mótspyrnu meðal hóps hægri sinnaðra Repúblikana. Svo fór að Kevin McCarthy var á endanum kjörinn forseti Fulltrúadeildarinnar eftir 15 atkvæðagreiðslur. Gera þurfti miklar málamiðlanir og ein þeirra var að sett yrði sú regla að það þyrfti ekki nema einn þingmaður að fara fram á atkvæðagreiðslu um vantraust til að haldin yrði atkvæðagreiðsla um það.
Kosning eftirmanns McCarthy
[breyta | breyta frumkóða]Í kjölfar vantrauststillögunnar þá var Patrick McHenry gerður að tímabundnum þingforseta sem hafði þó eingöngu valdheimild til að sitja yfir atkvæðagreiðslu um nýjan þingforseta. Steve Scalise var fyrst valinn sem þingforsetaefni Repúblikanaflokksins en hann dróg framboð sitt til baka áður en Fulltrúadeildin gat kosi þegar honum var ljóst að hann myndi ekki ná stuðningi meirihluta þingmanna. Í kjölfarið þess var Jim Jordan tilnefndur til embættisins en útnefning hans var síðan afturkölluð eftir þrjár misheppnaðar tilraunir til að kjósa hann í embætti þingforseta. Fjórum dögum síðar vann Tom Emmer tilnefningu Repúblikanaflokksins til embættisins en hann dróg framboð sitt til baka örfáum klukkustundum síðar þegar honum var ljóst að hann hefði ekki stuðnings meirihluta þingmanna, síðar þennan sama dag vann Mike Johnson tilnefningu Repúblikanaflokksins og degi síðar var hann kjörinn Forseti Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings án vandkvæða. Það hefur einu sinni verið lagt fram vantraust á Mike Johnson en það var fellt með miklum mun.