Búrúndí
Republika y'u Burundi | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Unite, Travail, Progres (franska: Eining, vinna, framfarir) | |
Þjóðsöngur: Burundi Bwacu | |
![]() | |
Höfuðborg | Gitega[ath 1] |
Opinbert tungumál | kírúndí, franska, enska |
Stjórnarfar | Lýðveldi
|
Forseti | Évariste Ndayishimiye |
Sjálfstæði | |
• frá Belgíu | 1. júlí 1962 |
Flatarmál • Samtals • Vatn (%) |
142. sæti 27.834 km² 10[ath 2] |
Mannfjöldi • Samtals (2020) • Þéttleiki byggðar |
77. sæti 8.053.574 401,6/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2019 |
• Samtals | 8,380 millj. dala (160. sæti) |
• Á mann | 727 dalir (188. sæti) |
VÞL (2019) | ![]() |
Gjaldmiðill | búrúndískur franki |
Tímabelti | UTC+2 |
Þjóðarlén | .bi |
Landsnúmer | +257 |
|
Búrúndí (áður Úrúndí) er lítið landlukt land í Mið-Afríku við stóru vötnin. Það á landamæri að Rúanda í norðri, Tansaníu í suðri og austri, og Lýðveldinu Kongó í vestri. Stór hluti vesturlandamæranna liggur við Tanganjikavatn. Nafnið er dregið af heiti bantúmálsins kírúndi. Búrúndí er mjög þéttbýlt og fátækt land.
Landið hefur verið byggt Túum, Hútúum og Tútsum í minnst fjórar aldir. Undir lok 17. aldar stofnuðu Tútsar Konungsríkið Búrúndí. Í upphafi 20. aldar lögðu Belgar og Þjóðverjar landið undir sig og Búrúndí varð hluti af nýlendunni Rúanda-Úrúndí. Árásir Hútúa á Tútsa í Rúanda, rétt áður en löndin fengu sjálfstæði, urðu til þess að íbúar Búrúndí sóttust eftir aðskilnaði frá Rúanda. Árið 1962 lýsti landið yfir sjálfstæði og tók upp þingbundna konungsstjórn. Árið 1966 var konungsvaldið lagt niður og landið lýst lýðveldi, þótt það væri í raun undir herforingjastjórn. Vopnuð átök milli þjóðarbrota Hútúa og Tútsa hófust nokkrum árum síðar og skipulögð morð áttu sér reglulega stað þrátt fyrir harðar refsiaðgerðir stjórnvalda. Þegar stjórnarskránni var breytt 1992 til að afnema flokksræðið braust út borgarastyrjöld sem stóð frá 1993 til 2006.
Frá 2006 hefur staðið yfir enduruppbygging í landinu undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur gengið hægt og efnahagur landsins er í rúst eftir áratugalanga styrjöld. Landið er eitt það fátækasta í heimi og yfir helmingur barna undir fimm ára aldri býr við viðvarandi vannæringu. Helsta tekjulind landsins er kaffi sem nemur yfir 93% af útflutningi þess, en íbúar Búrúndí flytja líka út aðrar landbúnaðarvörur og góðmálma.
Landfræði[breyta | breyta frumkóða]
Búrúndí er eitt af minnstu löndum Afríku. Það er landlukt land þar sem miðbaugsloftslag er ríkjandi. Búrúndí er hluti af Vestursigdalnum sem er hluti af Sigdalnum mikla sem liggur vestan við Viktoríuvatn. Landið er á hæðóttri hásléttu í miðri Afríku. Búrúndí á landamæri að Rúanda í norðri, Tansaníu í austri og suðaustri, og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó í vestri. Þar eru vistsvæðin fjallaskógar Vestursigdalsins, miomboskógar Mið-Sambesí og skógargresja Viktoríuvatns.[1]
Meðalhæð hásléttunnar er 1.707 metrar, en landið liggur lægra við landamærin. Heha-fjall er hæsti tindur landsins, í 2.685 metra hæð. Það rís suðaustan við efnahagslega höfuðborg landsins, Bújúmbúra. Hæstu upptök Nílarfljóts eru í Bururi-sýslu og renna sem Ruvyironza-fljót út í Viktoríuvatn.[2] Kagera-fljót er önnur mikilvæg á sem rennur í Viktoríuvatn frá Búrúndí. Helsta stöðuvatn Búrúndí er Tanganjikavatn sem liggur á suðvesturlandamærum landsins.
Tveir þjóðgarðar eru í Búrúndí, Kibira-þjóðgarðurinn í norðvestri (lítil ræma af regnskógi samhliða Nyungwe-þjóðgarðinum í Rúanda) og Ruvubu-þjóðgarðurinn í norðaustri (meðfram Rurubu-fljóti). Báðir þjóðgarðarnir voru stofnaðir 1982 til að vernda villt dýralíf.[3]
Stjórnmál[breyta | breyta frumkóða]
Stjórnsýslueiningar[breyta | breyta frumkóða]
Búrúndí skiptist í 18 sýslur sem hver heitir eftir sínum höfuðstað, fyrir utan dreifbýli við Bújúmbúra. Nýjasta sýslan er Rumonge-sýsla. Hún var stofnuð árið 2015 úr fimm sveitarfélögum sem áður heyrðu undir dreifbýli við Bújúmbúra og Bururi.[4]

Sýsla | Höfuðstaður | Stærð (km2) [5] |
Íbúar (manntal 2008)[6] |
Íbúar á km2) | Sveitarfélög |
---|---|---|---|---|---|
Austur-Búrúndí | |||||
Cankuzo | Cankuzo | 1.964,54 | 228.873 | 116,5 | 5 |
Gitega | Gitega | 1.978,96 | 725.223 | 366,5 | 11 |
Rutana | Rutana | 1.959,45 | 333.510 | 170,2 | 6 |
Ruyigi | Ruyigi | 2.338,88 | 400.530 | 171,2 | 7 |
Norður-Búrúndí | |||||
Karuzi | Karuzi | 1.457,40 | 436.443 | 299,5 | 7 |
Kayanza | Kayanza | 1.233,24 | 585.412 | 474,7 | 9 |
Kirundo | Kirundo | 1.703,34 | 628.256 | 368,8 | 7 |
Muyinga | Muyinga | 1.836,26 | 632.409 | 344,4 | 7 |
Ngozi | Ngozi | 1.473,86 | 660.717 | 448,3 | 9 |
Suður-Búrúndí | |||||
Bururi | Bururi | 1.644,68 | 313.102 | 190,4 | 6 |
Makamba | Makamba | 1.959,60 | 430.899 | 219,9 | 6 |
Rumonge | Rumonge | 1.079,72 | 352.026 | 326,0 | 5 |
Vestur-Búrúndí | |||||
Bubanza | Bubanza | 1.089,04 | 338.023 | 310,4 | 5 |
Bujumbura Mairie | Bújúmbúra | 86,52 | 497.166 | 5746,3 | 13 |
Bujumbura Rural | Isale | 1.059,84 | 464.818 | 438,6 | 9 |
Cibitoke | Cibitoke | 1.635,53 | 460.435 | 281,5 | 6 |
Muramvya | Muramvya | 695,52 | 292.589 | 420,7 | 5 |
Mwaro | Mwaro | 839,60 | 273.143 | 325,3 | 6 |
Efnahagur[breyta | breyta frumkóða]
Búrúndí er landlukt ríki sem er fátækt af náttúruauðlindum og vanþróaða iðnað. Um helmingur af þjóðarframleiðslunni kemur frá landbúnaði sem nýtir um 90% af mannafla. Um 90% af landbúnaðinum er sjálfsþurftarlandbúnaður. Helstu útflutningsvörur eru te og kaffi. Talið er að um 80% af íbúum landsins lifi við fátækt og um rúmur helmingur barna undir 15 ára eru vannærð. Búrúndí er mjög háð erlendri aðstoð og um 40% af þjóðartekjum kemur þaðan. Einungis um 2% íbúa er í bankaviðskiptum en um 4% tengjast félögum sem skipuleggja frumkvöðla smáfyrirtæki [1]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Dinerstein, Eric; Olson, David; Joshi, Anup; Vynne, Carly; Burgess, Neil D.; Wikramanayake, Eric; Hahn, Nathan; Palminteri, Suzanne; Hedao, Prashant; Noss, Reed; Hansen, Matt; Locke, Harvey; Ellis, Erle C; Jones, Benjamin; Barber, Charles Victor; Hayes, Randy; Kormos, Cyril; Martin, Vance; Crist, Eileen; Sechrest, Wes; Price, Lori; Baillie, Jonathan E. M.; Weeden, Don; Suckling, Kierán; Davis, Crystal; Sizer, Nigel; Moore, Rebecca; Thau, David; Birch, Tanya; Potapov, Peter; Turubanova, Svetlana; Tyukavina, Alexandra; de Souza, Nadia; Pintea, Lilian; Brito, José C.; Llewellyn, Othman A.; Miller, Anthony G.; Patzelt, Annette; Ghazanfar, Shahina A.; Timberlake, Jonathan; Klöser, Heinz; Shennan-Farpón, Yara; Kindt, Roeland; Lillesø, Jens-Peter Barnekow; van Breugel, Paulo; Graudal, Lars; Voge, Maianna; Al-Shammari, Khalaf F.; Saleem, Muhammad (2017). „An Ecoregion-Based Approach to Protecting Half the Terrestrial Realm“. BioScience. 67 (6): 534–545. doi:10.1093/biosci/bix014. ISSN 0006-3568. PMC 5451287. PMID 28608869.
- ↑ Ash, Russell (2006). The Top 10 of Everything. New York City: Sterling Publishing Company. ISBN 0-600-61557-X
- ↑ East, Rob (1999). African Antelope Database 1998. Gland, Switzerland: International Union for Conservation of Nature, p. 74. ISBN 2-8317-0477-4.
- ↑ Nkurunziza, Pierre (26. mars 2015). „LOI No 1/10 DU 26 MARS 2015 PORTANT CREATION DE LA PROVINCE DU RUMONGE ET DELIMITATION DES PROVINCES DE BUJUMBURA, BURURI ET RUMONGE“ (PDF). Presidential Cabinet, Republic of Burundi. Sótt 14. júlí 2015.
- ↑ „Burundi: administrative units, extended“. GeoHive. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. júlí 2015. Sótt 13. júlí 2015.
- ↑ Law, Gwillim. „Provinces of Burundi“. Statoids. Sótt 13. júlí 2015.