30. febrúar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
JanFebrúarMar
SuÞrMiFiLa
1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
2020
Allir dagar


30. febrúar er samkvæmt gregoríska tímatalinu ekki til þar sem lengd febrúar er venjulega 28 eða 29 dagar. Þrisvar í sögunni hefur hann hinsvegar talið 30. daga.

Svíþjóð (sem á þeim tíma innihélt Finnland) ætlaði frá og með 1700 að breyta úr júlíska tímatalinu í það gregoríanska með því að sleppa hlaupárum næstu 40 árin. Árið 1700 var þar með ekki hlaupár í Svíþjóð en 1704 og 1708 voru það fyrir mistök þvert á áætlanir Svía og hafði þær afleiðingar að sænska tímatalið varð einum degi á undan því júlíska en tíu dögum á eftir því gregoríanska. Örlítið var bætt úr ruglingnum árið 1712 þegar tveim dögum var bætt við árið sem samsvöruðu 29. febrúar í júlíanska tímatalinu og 11. mars í því gregoríanska. Svíar skiptu svo loks algerlega í gregoríanska tímatalið árið 1753.

Árið 1929 kynntu Sovétríkin Byltingartímatal Sovétríkjanna þar sem hver mánuður hafði 30 daga og þeir 5 eða 6 dagar sem eftir stóðu voru mánaðarlausir hátíðisdagar. Var þetta tímatal við lýði í tvö ár eða frá 1930 til 1931 en árið 1932 var aftur farið að nota hefðbundna lengd á mánuðum.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]