England

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
England
Fáni Englands Skjaldarmerki Englands
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Dieu et mon droit (franska)
Guð og réttur minn
Þjóðsöngur:
God Save the King
Staðsetning Englands
Höfuðborg London
Opinbert tungumál enska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

Konungur Karl 3.
Forsætisráðherra Rishi Sunak
Sameining
 - Stofnun 12. júlí 927 
 - Sameining við Skotland 1. maí 1707 
Flatarmál
 - Samtals

130.279 km²
Mannfjöldi
 - Samtals (2019)
 - Þéttleiki byggðar

56.286.961
432/km²
Gjaldmiðill Sterlingspund (£)
Tímabelti UTC (+1 á sumrin)
Þjóðarlén .uk
Landsnúmer +44

England (borið fram /ˈɪŋglənd/ á ensku) er land sem er hluti af Bretlandi. Íbúar Englands eru yfir 83% af íbúum Bretlands. England á landamæri að Skotlandi í norðri, Wales í vestri og strönd við Norðursjó, Írlandshaf, Keltahaf, Bristol-sund og Ermarsund. Höfuðborg landsins er London sem er stærsta þéttbýli Bretlands.

England varð að sameinuðu ríki árið 927 og dregur nafn sitt af „Englum“ sem var germanskur ættflokkur sem settist þar að á 5. og 6. öld. England hefur haft veruleg menningarleg og lögfræðileg áhrif á umheiminn og er einnig upphafsstaður enskra tungu.

Heiti[breyta | breyta frumkóða]

England er nefnt eftir „Englum“ sem voru germanskur ættflokkur sem settist þar að á 5. og 6. öld og er talinn hafa komið frá skaganum Angeln, sem í dag er hluti af Danmörku og Norður-Þýskalandi.

Samkvæmt Oxford Dictionary var heitið „England“ fyrst notað yfir suðurhluta eyjunnar árið 897 og nútímastafsetning þess kemur fyrst fyrir árið 1538.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Bein- og tinnusteinstól hafa fundist í Norfolk og Suffolk sem sýna að Homo erectus bjó á Englandi fyrir 700.000 árum. Þá tengdist England meginlandi Evrópu um landbrú. Ermarsundið var á sem að lágu þverárnar Thames og Signa. Á síðustu ísöld eyddist byggð á þessu svæði. England var síðan ekki byggt aftur fyrr en fyrir 13.000 árum. Þeir íbúar tóku síðar upp keltneska menningu.

Árið 43 gerðu Rómverjar innrás í England. 55 f.Kr. hafði Júlíus Caesar gert innrás í England en landið var ekki lagt undir Rómaveldi fyrr en Claudíus gerði innrás aftur árið 43 e.Kr. Rómverjarnir höfðu mikil áhrif á breska menningu. 400 árum síðar yfirgáfu þeir landið vegna falls Rómaveldis.

England á miðöldum[breyta | breyta frumkóða]

Eftir rómverska tímabilið tók við engilsaxneskt tímabil sem nær yfir miðaldir fram að innrás Normanna árið 1066. Kristni komst á í Englandi og landið var sameinað í eitt konungsríki.

Fyrsti einvaldurinn sem notaði nafnbótina Englandskonungur var Offa af Mersíu árið 774 þó svo að listar hefjist oft á Egbert af Wessex árið 829.

Landfræði[breyta | breyta frumkóða]

England er á suðvesturhluta Stóra-Bretlands með Wighteyju og öðrum eyjum. Skotland liggur að landinu í norðri og Wales í vestri. England er nær meginlandi Evrópu en aðrir hlutar Bretlands. Ermarsund greinir England að meginlandinu og er 52 km að vídd. Ermarsundsgöngin skammt frá Folkestone tengir England beint við Frakklandi.

Mest allt England er mildir hólar en í norðri er landið fjöllóttara. Pennínafjöll eru fjallgarður sem liggur frá austri til vesturs. Í Austur-Anglíu er flatt undirlendi notað sem beitiland. Þetta svæði er kallað Fens.

London er stærsta borg Bretlands og er líka höfuðborg landsins. Þær eru stærsta þéttbýli á landinu. Birmingham er önnur stærsta borgin. Aðrar stórar borgir eru Manchester, Leeds, Liverpool, Newcastle, Sheffield, Bristol, Coventry, Bradford, Leicester og Nottingham. Stærsta höfnin er Poole á suðströndinni.

Röð Þéttbýli Fólksfjöldi

(2001 manntal)

Staðir Stærri þéttbýlisstaðir
1 Þéttbýli Stór-Lundúnasvæðisins 8,278,251 67 Croydon, Barnet, Ealing, Bromley
2 Þéttbýlið Vestur-Miðhéraðanna 2,284,093 22 Birmingham, Wolverhampton, Dudley, Walsall
3 Þéttbýli stórborgarsvæðisins Manchester 2,240,230 57 Manchester, Salford, Bolton, Stockport, Oldham
4 Þéttbýli Vestur-Yorkshire 1,499,465 26 Leeds, Bradford, Huddersfield, Wakefield
5 Tyneside 879,996 25 Newcastle upon Tyne, North Shields, South Shields, Gateshead, Jarrow
6 Þéttbýlið Liverpool 816,216 8 Liverpool, St Helens, Bootle, Huyton-with-Roby
7 Þéttbýlið Nottingham 666,358 15 Nottingham, Beeston og Stapleford, Carlton, Long Eaton
8 Þéttbýlið Sheffield 640,720 7 Sheffield, Rotherham, Chapeltown, Mosborough/Highlane
9 Þéttbýlið Bristol 551,066 7 Bristol, Kingswood, Mangotsfield, Stoke Gifford
10 Brighton/Worthing/Littlehampton 461,181 10 Brighton, Worthing, Hove, Littlehampton, Shoreham, Lancing
11 Þéttbýlið Portsmouth 442,252 7 Portsmouth, Gosport, Waterlooville, Fareham
12 Þéttbýlið Leicester 441,213 12 Leicester, Wigston, Oadby, Birstall
13 Þéttbýlið Bournemouth 383,713 5 Bournemouth, Poole, Christchurch, New Milton
14 Þéttbýlið Reading og Wokingham 369,804 5 Reading, Bracknell, Wokingham, Crowthorne
15 Teesside 365,323 7 Middlesbrough, Stockton-on-Tees, Redcar, Billingham

Stjórnmál[breyta | breyta frumkóða]

England hefur ekki haft sína eigin ríkisstjórn síðan 1707 en með sambandslögunum sameinuðust konungsríkið Skotland og konungsríkið England í konungsríkið Stóra-Bretland.

Efnahagslíf[breyta | breyta frumkóða]

Lundúnaborg er miðstöð heimsefnahags.

England er eitt af stærstu efnahagskerfum Evrópu og fimmta stærsta í heimi. Hagkerfi Englands notar engilsaxneskt haglíkan. Það er eitt af fjórum hagkerfum á Bretlandi, og 100 af 500 stærstum fyrirtækjum í Evrópu eru með höfuðstöðvar í London. Sem hluti Bretlands er England aðalmiðstöð fyrir efnahagsmál heimsins. England er eitt iðnvæddu landa í heimi. Aðaliðnaðasvæði eru efna- og lyfjaiðnaðir og tækniiðnaðir eins og geimverkfræði, vopnaiðnaður og framleiðslu hugbúnaða.

London flytur út aðallega iðnaðarvörur and flytja inn efni eins og jarðolía, te, ull, hrásykur, timbur, smjör, málmur og kjöt. Í fyrra flutti út England meira en 30.000 tonn nautakjöta eiga 75.000.000 breskra punda. Frakkland, Ítalía, Grikkland, Holland, Belgía og Spánn eru aðalinnflytjendur nautakjöta frá Englandi.

Seðlabanki Bretlands sem setur vaxtaprósentur og kemur á peningamálastefnu er Englandsbanki í London. Kauphöllin í London er líka í borginni og er aðalkauphöllin í Bretlandi og er stærsta í Evrópu. London er alheimsleiðtogi í fjármáli, börgin er stærsta fjármálamiðstöð í Evrópu.

Hefðbundnir framleiðslu- og þungaiðnaðir hafa hnignað undanfarið á Englandi eins og annars staðar á Bretlandi. Um leið hafa þjónustugreinar orðið öllu meira mikilvægar. Til dæmis er ferðaþjónusta sjötti stærsti iðnaðurinn á Bretlandi og gaf hagkerfinu 76 milljónir breskra punda. Árið 2002 ræður hún 1.800.000 stöðugildi fólks eða 6,1% vinnandi íbúa. Aðalmiðstöð fyrir ferðamenn er London og börgin laðar að milljónum ferðamanna árlega.

Embættislegi gjaldmiðill Bretlands er breskt pund (stundum sterlingspund eða GBP, e. pound sterling).

Íbúar[breyta | breyta frumkóða]

Tungumál[breyta | breyta frumkóða]

Enska varð til á Englandi og er aðaltungumál Englands í dag. Enska er vesturgermanskt indóevrópskt tungumál og er skylt skosku og frísnesku. Í sögu málsins er tímabilið fram til ársins 1066 nefnt fornenska en frá árinu 1066 til 15. aldar er talað um miðensku og frá 15. öld um nútímaensku. Allt frá árinu 1066 hefur enska orðið fyrir miklum áhrifum frá latínu og frönsku, ekki síst orðaforðinn sem er nú að verulegu leyti af latneskum rótum líkt og í rómönsku málunum.

Menning[breyta | breyta frumkóða]

Ensk menning er breið og fjölbreytileg. Englendingar hafa spilað inn í þróun lista og vísindanna. Margir mikilvægir vísindamenn og heimspekingar fæddust á Englandi eða hafa búið á Englandi, til dæmis Isaac Newton, Francis Bacon, Charles Darwin, Ernest Rutherford (fæddur á Nýja-Sjálandi), John Locke, John Stuart Mill, Bertrand Russell, Thomas Hobbes og hagfræðingar svo sem David Ricardo og John Maynard Keynes. Karl Marx skrifaði mest af ritverkum sínum í Manchester.

Matargerð[breyta | breyta frumkóða]

Mörg lönd telja að ensk matargerð sé gróf og einföld. Ensk matargerð umbreyttist á sjötta áratuginum undir áhrifum frá Indlandi og Kína sem fylgdu innflytjendum. Dæmi af hefðbundnum enskum mat eru:

Enskur morgunverðurVerkfræði[breyta | breyta frumkóða]

England er fæðingarstaður Iðnbyltingarinnar og margir uppfinningamenn bjuggu á Englandi á 18. og 19. öld. Frægir verkfræðingar eru til dæmis Isambard Kingdom Brunel, Charles Babbage, Tim Berners-Lee, John Dalton, James Dyson, Michael Faraday, Robert Hooke, Robert Stephenson, Joseph Swan og Alan Turing.

Vísindi og heimspeki[breyta | breyta frumkóða]

Meðal mikilhæfra vísindamanna frá Englandi má nefna Isaac Newton, Michael Faraday, Robert Hooke, Robert Boyle, Joseph Priestley, J. J. Thomson, Charles Babbage, Charles Darwin, Stephen Hawking, Christopher Wren, Alan Turing, Francis Crick, Joseph Lister, Tim Berners-Lee, Andrew Wiles og Richard Dawkins.

Enskir heimspekingar áttu ríkan þátt í að móta vestræna heimspeki. Þar má nefna William af Ockham, Francis Bacon, Thomas Hobbes, John Locke, Jeremy Bentham, Thomas Paine, John Stuart Mill, Herbert Spencer, Bertrand Russell, G.E. Moore, A.J. Ayer, Gilbert Ryle, J.L. Austin, G.E.M. Anscombe og Bernard Williams.

Bókmenntir[breyta | breyta frumkóða]

Saga enskra bókmennta er rótgróin. Margir rithöfundar eru frá Englandi til dæmis leikskáldin William Shakespeare, Christopher Marlowe, Ben Jonson og John Webster, til viðbótar rithöfundarnir Daniel Defoe, Henry Fielding, Jane Austen, William Makepeace Thackeray, Charlotte Brontë, Emily Brontë, J.R.R. Tolkien, Charles Dickens, Mary Shelley, H. G. Wells, George Eliot, Rudyard Kipling, D.H. Lawrence, E.M. Forster, Virginia Woolf, George Orwell og Harold Pinter. J.K. Rowling, Enid Blyton og Agatha Christie eru rithöfundar sem hafa orðið frægir á 20. öld.

Tónlist[breyta | breyta frumkóða]

Tónskáld frá Englandi eru ekki eins fræg og rithöfundarnir þaðan. Flytjendur eins og Bítlarnir, Led Zeppelin, Pink Floyd, Elton John, Queen og The Rolling Stones eru meðal þeirra sem hafa selt mest af plötum í heiminum. England er einnig fæðingarstaður margra tónlistarstefna til dæmis harðrokks, þungarokks, Britpops, glamrokks, drum and bass, framsækins rokks, pönks, gotnesks rokks og triphops.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu