Birmingham

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Birmingham

Birmingham
Staðsetning sveitarfélagsins
Birmingham í Englandi
Land
Svæði
Sýsla
England
Vestur-Midlands
Vestur Midlands
Stofnuð 6. öld
Undirskiptingar engar
Flatarmál
 – Samtals

267,77 km²
Hæð yfir sjávarmáli 140 m
Mannfjöldi
 – Samtals
 – Þéttleiki
(2012)
1.085.417
3.739/km²
Oddviti Shafique Shah (Lord Mayor)
Póstnúmer B
Svæðisnúmer 01905
Tímabelti GMT
www.birmingham.gov.uk

Birmingham (borið fram /ˈbɝmɪŋəm/ eða /ˈbɝːmɪŋɡəm/ af íbúum borgarinnar) er borg í Vestur-Miðhéruðum á Englandi. Hún er þéttbyggðasta borgin í English Core Cities-hópnum og er önnur þéttbyggðasta borg á Bretlandi. Þar bjuggu rúmlega 1.085.000 manns árið 2012. Borgin er hluti hins mikla þéttbýlis Vestur-Miðhéraðanna, en þar bjuggu tæplega 2,3 milljónir manna samkvæmt manntali ársins 2001. Í þessu þéttbýli eru nokkrar aðrar borgir, þ.e. Solihull, Wolverhampton og borgirnar í Black Country.

Meðan á Iðnbyltinginni stóð var borgin orðlægð fyrir auðæfi sín. Hún var þekkt undir nöfnunum „verkstæði heimsins“ og „borg þúsund starfsgreina“. Birmingham er ekki lengur iðnaðarmiðstöð en hefur nú þróast í viðskiptamiðstöð á landsvísu. Árið 2007 setti Cushman & Wakefield hana í þriðja sæti í Englandi sem hagkvæmustu borg fyrir fyrirtæki og í tuttugasta og fyrsta sæti borga í Evrópu.