Ingibjörg Einarsdóttir
Útlit
Ingibjörg Einarsdóttir (9. október 1804 – 16. desember 1879) var eiginkona Jóns Sigurðssonar, en þau voru bræðrabörn. Hún var sjö árum eldri en hann og elst systkina sinna og sá um uppeldi þeirra og bústjórn við hlið móður sinnar. Þegar Ingibjörg var á tuttugasta og fimmta ári flutti Jón inn á heimili foreldra hennar í Reykjavík. Jón fluttist til Kaupmannahafnar árið 1833 og Ingibjörg sat í festum í 12 ár, en þau voru loks gefin saman 4. september 1845.