Fara í innihald

Antonin Artaud

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Antonin Artaud (1926)

Antonin Artaud (4. september 18964. mars 1948) var franskt leikskáld, skáld, leikari og leikstjóri. Hann er almennt talinn einn af mikilvægustu höfundum leikhúss 20. aldar og evrópsku framúrstefnunnar. Þekktasta verk hans er ritgerðasafnið Le Théâtre et son Double sem kom út árið 1938.

Þegar Artaud var 4 ára veiktist hann af mænuhimnubólgu og varð eftir það uppstökkur og taugaveiklaður. Foreldrar hann sendu hann á fjölda heilsuhæla til lækninga. Á þeim tíma las hann verk Arthur Rimbaud, Charles Baudelaire og Edgar Allan Poe. Árið 1919 ráðlagði læknir honum að taka ópíum sem leiddi til ævilangrar ópíumfíknar.

Árið 1920 flutti hann til Parísar og hóf leiklistarferil í framúrstefnuleikhúsi. Hann lærði leiklist hjá Charles Dullin og Georges Pitoeff. Hann fékk áhuga á kvikmyndum og skrifaði handritið að fyrstu súrrealísku kvikmyndinni La Coquille et le clergyman 1928. Frá 1926 til 1928 rak Artaud leikhúsið Theatre Alfred Jarry þar sem hann bæði leikstýrði og framleiddi fjölda verka eftir framúrstefnuhöfunda. Árið 1931 gaf hann út „Fyrstu stefnuskrá leikhúss grimmdarinnar“ í bókmenntatímaritinu La Nouvelle Revue Française.

Síðustu ár Artauds var hann reglulega á geðveikrahælum. Meðan á hernámi Frakklands stóð var hann á hæli á yfirráðasvæði Vichy-stjórnarinnar þar sem hann fékk raflostmeðferð. Eftir meðferðina tók hann aftur til við að skrifa og teikna. Árið 1948 lést hann úr ristilkrabbameini.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.