FARC

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Fáni FARC.

FARC (spænska: Fuerzas Armadas Revolucionarias de Colombia) er kólumbísk skæruliðahreyfing sem stofnuð var árið 1964 sem marxísk-lenínínsk hreyfing. FARC og kólumbísk stjórnvöld hafa verið í vopnaðri baráttu frá þeim tíma. Samtökin hafa fjármagnað sig meðal annars með sölu og ræktun á vímuefnum og mannránum sem krefjast lausnargjalds. FARC hefur verið skilgreint sem hryðjuverkasamtök af stjórnvöldum Kólumbíu, Bandaríkjanna, Kanada, Chile, Nýja Sjálandi og Evrópusambandinu.

Í júní árið 2016 skrifaði FARC undir vopnahlé við forseta Kólumbíu Juan Manuel Santos. Friðarsamningar voru gerðir og þjóðaratkvæðagreiðsla fyrirhuguð. Sama ár tók Evrópusambandið samtökin af lista hryðjuverkasamtaka. [1]

Í október 2016 hafnaði kólumbíska þjóðin friðarsamningunum með naumum mun. 50,24% voru á móti honum. Kólumbíska ríkisstjórnin skrifaði undir endurbætta friðarsamninga í nóvember 2016 og fékk leyfi fyrir þeim á kólumbíska þinginu án þess að leggja þá í þjóðaratkvæðagreiðslu.[2]

Í 50 ára átökum hafa 260.000 manns látið lífið.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. ESB tekur FARC af hryðjuverkalista Rúv, skoðað 27. september, 2016
  2. „Colombia signs new peace deal with Farc". . (BBC News). 24. nóvember 2016.
  3. Colombia referendum: Voters reject Farc peace deal BBC. Skoðað 3. október, 2016.