FARC

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni FARC.

FARC (spænska: Fuerzas Armadas Revolucionarias de Colombia) er kólumbísk skæruliðahreyfing sem stofnuð var árið 1964 sem marxísk-lenínísk hreyfing. FARC og kólumbísk stjórnvöld hafa verið í vopnaðri baráttu frá þeim tíma. Samtökin hafa fjármagnað sig meðal annars með sölu og ræktun á vímuefnum og mannránum sem krefjast lausnargjalds. FARC hefur verið skilgreint sem hryðjuverkasamtök af stjórnvöldum Kólumbíu, Bandaríkjanna, Kanada, Chile, Nýja Sjálandi og Evrópusambandinu.

Í júní árið 2016 skrifaði FARC undir vopnahlé við forseta Kólumbíu Juan Manuel Santos. Friðarsamningar voru gerðir og þjóðaratkvæðagreiðsla fyrirhuguð. Sama ár tók Evrópusambandið samtökin af lista hryðjuverkasamtaka. [1]

Í október 2016 hafnaði kólumbíska þjóðin friðarsamningunum með naumum mun. 50,24% voru á móti honum. Kólumbíska ríkisstjórnin skrifaði undir endurbætta friðarsamninga í nóvember 2016 og fékk leyfi fyrir þeim á kólumbíska þinginu án þess að leggja þá í þjóðaratkvæðagreiðslu.[2]

Í lok ágúst árið 2019 lýsti einn fyrrum skæruliðsleiðtoga samtakanna, Ivan Marquez, því yfir að hann og nokkrir aðrir fyrirliðar hreyfingarinnar myndu aftur hefja vopnaða baráttu. Hann telji að Kólumbíska ríkið hafi ekki virt friðarsáttmálann sem gerður var árið 2016, og muni sameina og leiða hóp andófsmanna sem deili þeim ergjum. [3]

Í 50 ára átökum hafa 260.000 manns látið lífið.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. ESB tekur FARC af hryðjuverkalista Rúv, skoðað 27. september, 2016
  2. „Colombia signs new peace deal with Farc“. BBC News. 24. nóvember 2016.
  3. McDonagh; Pskowski (3. september 2019). „FARC leaders take up arms again“. The Tablet (enska). Sótt 27. nóvember 2019.
  4. Colombia referendum: Voters reject Farc peace deal BBC. Skoðað 3. október, 2016.