Þriðjudagur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Goðið Týr en eftir honum var dagurinn upphaflega nefndur.

Þriðjudagur er 3. dagur vikunnar og nafnið dregið af því. Dagurinn er á eftir mánudegi og á undan miðvikudegi.

Áður fyrr hét dagurinn Týsdagur í höfuðið á goðinu og er enn nefndur eftir honum í öðrum germönskum málum (d. Tirsdag, nn. Tysdag, e. Tuesday, þ. Dienstag).

Sömuleiðis í rómönsku málunum heitir dagurinn eftir stríðsguðinum Mars. Í slavnesku málunum heitir dagurinn (rússneska; vtornik, króatíska; utorak, pólska; wtorek) annar dagur, öfugt við íslensku þar sem vikan er talin byrja með mánudegi frá -utor (annar) og -ak / -ek sem er almenn ending til að búa til nafnorð úr lýsingarorðum eða öðrum orðum.


Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


Vika
Sunnudagur | Mánudagur | Þriðjudagur | Miðvikudagur | Fimmtudagur | Föstudagur | Laugardagur