Barein

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
مملكة البحرين
Mamlakat al Bahrayn
Fáni Barein Skjaldamerki Barein
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
ekkert
Þjóðsöngur:
Bahrainona (Okkar Barein)
Staðsetning Barein
Höfuðborg Manama
Opinbert tungumál arabíska og enska
Stjórnarfar Konungsríki

Konungur
Krónprins

Forsætisráðherra
Hamad bin Isa Al Khalifa
Salman bin Hamad bin Isa Al Khalifa
Khalifa bin Salman Al Khalifa
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
187. sæti
750 km²
0
Mannfjöldi
 - Samtals (2011)
 - Þéttleiki byggðar
155. sæti
1.234.571
1.646/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2011
31,101 millj. dala (91. sæti)
27.556 dalir (33. sæti)
Gjaldmiðill bareinskur dínar (BHD)
Tímabelti UTC+3
Þjóðarlén .bh
Landsnúmer 973

Barein er eyríki í Persaflóa úti fyrir strönd Sádí-Arabíu í vestri og Katar í suðri. Barein er eyjaklasi þar sem stærsta eyjan, Barein, er 55 km löng og 18 km breið. Landið tengist Sádí-Arabíu með vegbrú og í bígerð er að byggja brú til Katar einnig.

Talið er að Barein hafi verið miðstöð Dilmunmenningarinnar í fornöld. Síðar varð það hluti af ríkjum Parþa og Sassanída. Landið var eitt það fyrsta sem snerist til Íslam árið 628. Eftir að hafa verið undir arabískum yfirráðum um langt skeið lögðu Portúgalir það undir sig árið 1521 en þeir voru reknir burt af Abbas mikla sem lagði landið undir veldi Safavída árið 1602. Árið 1783 lagði Bani Utbah-ættbálkurinn eyjuna undir sig og síðan þá hefur Al Khalifa-fjölskyldan ríkt þar. Seint á 19. öld varð landið breskt verndarsvæði. Í kjölfar þess að Bretar drógu sig út úr heimshlutanum seint á 7. áratug 20. aldar lýsti Barein yfir sjálfstæði árið 1971. Landið var formlega lýst konungsríki árið 2002. Frá 2011 hefur þar staðið uppreisn meirihluta sjíamúslima gegn stjórninni.

Barein var fyrsta landið Arabíumegin við Persaflóa þar sem olíulindir uppgötvuðust árið 1932. Frá síðari hluta 20. aldar hefur efnahagur landsins byggst á fleiri þáttum, einkum banka- og ferðaþjónustu en eldsneytisútflutningur er enn helsti útflutningsvegur landsins og stendur undir 11% af vergri landsframleiðslu. Helstu vandamál landsins stafa af minnkandi olíu- og vatnsbirgðum og atvinnuleysi ungs fólks. Alþjóðabankinn skilgreinir Barein sem hátekjuland.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.