Fara í innihald

Wanli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Wanli

Wanli (4. september 156318. ágúst 1620) var keisari Mingveldisins í Kína frá 1572 til dauðadags. Hann var sonur Longqing keisara og hét upphaflega Zhu Yijun. Wanli var sá keisari Mingveldisins sem lengst sat í embætti. Í valdatíð hans hnignaði stjórn Mingveldisins.

Fyrstu ríkisár Wanlis var stjórn landsins í höndum Zhang Juzheng sem var hæfur stjórnandi og landið blómstraði. Eftir lát Zhangs 1582 tók Wanli sjálfur við stjórninni og afturkallaði sumar af umbótum Zhangs. Þessi ár tókst hann á við þrjár styrjaldir sem hann sigraði allar. Sú fyrsta var stríð við Mongóla sem var hrundið. Önnur styrjöldin var við Japani sem réðust á Kóreuskagann undir stjórn Toyotomi Hideyoshi. Að síðustu tókst honum að bæla niður uppreisn Yang Yin Long.

Eftir 1600 hætti keisarinn að taka eins mikinn þátt í stjórnun ríkisins og stóð jafnvel í vegi fyrir ákvarðanatöku. Á þessum tíma gerðu mansjúmenn uppreisn undir stjórn herforingjans Nurhaci.