1620
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1620 (MDCXX í rómverskum tölum) var 20. ár 17. aldar og hlaupár sem hófst á miðvikudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en laugardegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 4. febrúar - Furstinn af Transylvaníu, Bethlen Gábor, samdi um frið við Ferdinand 2.
- Febrúar - Holger Rosenkrantz var skipaður höfuðsmaður á Íslandi.
- 3. júní - Bygging fyrstu steinkirkjunnar í Norður-Ameríku hófst í Québec.
- 5. ágúst - Skipin Mayflower og Speedwell héldu saman úr höfn í Plymouth í Englandi og stefndu til Nýja heimsins en Speedwell þurfti að snúa aftur vegna leka.
- 8. nóvember - Orrustan við Hvítafjall gerði út um uppreisn mótmælenda í Bæheimi í Þrjátíu ára stríðinu.
- 21. nóvember - Skipið Mayflower komst inn fyrir Þorskhöfða með pílagríma sem stofnuðu þar Plymouth-nýlenduna.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Ritið Novum Organum eftir Francis Bacon kom út.
- Herstjórinn Tokugawa Hidetada endurreisti Ósakakastala í núverandi mynd.
- Nútímafiðla kom fram.
- Nornaveiðar hófust í Skotlandi.
- Ove Gjedde stofnaði dönsku nýlenduna Trankebar í Austur-Indíum.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 4. febrúar - Gustaf Bonde, sænskur stjórnmálamaður (d. 1667).
- 21. júlí - Jean Picard, franskur stjörnufræðingur (d. 1682).
- 31. október - John Evelyn, enskur dagbókarhöfundur (d. 1706).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 25. mars - Johannes Nucius, þýskt tónskáld (f. um 1556).
- 18. ágúst - Wanli, keisari Mingveldisins í Kína (f. 1563).
- 26. september - Taichang, keisari Mingveldisins í Kína (f. 1582).
- 7. október - Stanisław Żółkiewski, pólskur herforingi (f. 1547).