Fara í innihald

Sergey Brin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sergey Brin

Sergey Mikhailovich Brin (rússneska: Сергей Михайлович Брин; umritað Sergej Míkhaílovítsj Brín) (fæddur 21. ágúst 1973) er einn af stofnendum Google Inc. Fæddur í Sovétríkjunum, Brin lærði tölvunarfræði og stærðfræði áður en hann stofnaði Google Inc. ásamt Larry Page. Brin er núna forseti tæknisviðs Google Inc. og 26. ríkasti maður heims, 12. ríkasti maðurinn í Bandaríkjunum, og eru eignir hans nú metnar á 14,1 milljarða dollara.