Fara í innihald

Anthony Weiner

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Anthony David Weiner)
Anthony David Weiner
Fulltrúadeildarþingmaður fyrir 9. kjördæmi New York-fylkis
Í embætti
3. janúar 1999 – 21. júní 2011
ForveriChuck Schumer
EftirmaðurBob Turner
Persónulegar upplýsingar
Fæddur4. september 1964 (1964-09-04) (60 ára)
New York-borg, New York, Bandaríkjunum
StjórnmálaflokkurDemókrataflokkurinn
MakiHuma Abedin (g. 2010; sk. 2017)

Anthony David Weiner (f. 4. september 1964) er bandarískur stjórnmálamaður, demókrati og fyrrum fulltrúadeildarþingmaður í Bandaríkjunum.

Fjölskylda og menntun

[breyta | breyta frumkóða]

Weiner var giftur Huma Abedin aðstoðarkonu Hillary Clinton. Þann 10. júlí 2010 voru þau gefin saman af Bill Clinton fyrrum Bandaríkjaforseta.
Weiner útskrifaðist með BA próf frá State University of New York at Plattsburg árið 1985. Að loknu háskólanámi var Weiner meðleigjandi Jon Stewart, sem varð síðar þáttastjórnandi The Daily Show. Stewart hefur styrkt Weiner í framboðum sínum.

Hann vann fyrir fulltrúadeildar þingmanninn Chuck Schumer á árunum 1985-1991. Schumer hvatti Weiner til að hefja sinn eigin feril í stjórnmálum. Árið 1991 náði Weiner kjöri í borgarráð New York borgar, þá 27 ára og yngstur manna til að ná þeim árangri. Weiner barðist fyrir betri hag almennings, meðal annars stóð hann að því að virkja unglinga sem áttu erfitt uppdráttar með því að láta þau þrífa veggjakrot. Hann var í undirnefnd sem sá um félagslegar íbúðir og krafðist aukinna styrkja í þann málaflokk. Einnig vildi hann auka löggæslu í úthverfunum.[1]

Þáttaka á þingi

[breyta | breyta frumkóða]

Weiner komst fyrst á þing eftir sigur á repúblikananum Louis Telano árið 1998. Hann náði endurkjöri árin 2000, 2002, 2004, 2006 og 2008 með yfir 65% atkvæða öll skiptin. Weiner á sæti í nokkrum nefndum, meðal annars þeim sem fjalla um orku og utanríkisverslun. Hann bauð sig fram til Borgarstjóra New York borgar árið 2005 en náði ekki kjöri.

Frumvörp og baráttumál

[breyta | breyta frumkóða]

Weiner er stuðningsmaður nýja frumvarpsins um heilbrigðistryggingar (Medicare). Hann gerir lítið úr mótbárum Repúblikana á frumvarpið og segir að þeir séu dótturfélag tryggingaiðnaðarins.

Weiner var fylgjandi frumvarpinu The James Zadroga 9/11 Health and Compensation Act, sem áttu að útvega styrki vegna veikinda þeirra sem komu fyrst að árásunum á tvíburaturnana í New York þann 11. september 2001. Hann gagnrýndi harðlega þá Repúblikana sem voru andvígir því. Weiner var fylgjandi valdbeitingu í Íraksstríðinu en síðar skipti hann um skoðun og lagði til að herliðið yrði dregið til baka.

Weiner og Jarrod Nadler lögðu til að stöðvaður yrði 20 milljarða dollara vopnaskiptasamningur sem ríkisstjórn George W. Bush hafði gert við Sádí Arabíu. Ástæðurnar meðal annars þær að Sádi Arabía hefði ekki lagt sitt af mörkum til að stöðva hryðjuverk en einnig vegna þess að 15 af 19 hryðjuverkamönnum í árásunum 11. september hafi verið þaðan. Þá hefur hann einnig gagnrýnt ríkisstjórn Barack Obama fyrir að vilja selja þeim vopn fyrir 60 milljarða dollara og segir ástæðuna vera að Sádi Arabía hafi fjármagnað hryðjuverk og þeir kenni skólabörnum hatur á kristnum og gyðingum, því væru þeir að senda röng skilaboð.

Misferli í starfi og afsögn þingmennsku

[breyta | breyta frumkóða]

Weiner hefur tvisvar verið sektaður fyrir fjárhagslegt misferli. Bæði tengjast styrkjum eða lánum tengdum framboðum hans. Þann 16. júní 2011 sagði Weiner af sér í kjölfar þess að upp komst að hann hafði sent konum ósiðlegar ljósmyndir af sjálfum sér á Twitter.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. desember 2010. Sótt 2. október 2010.