Ronald Syme

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sir Ronald Syme (11. mars 19034. september 1989) var nýsjálenskur sagnfræðingur og fornfræðingur.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Syme var fæddur og uppalinn á Nýja sjálandi. Hann nam franskar bókmenntir og fornfræði við háskólann í Auckland. Árin 1925 –1927 nam hann fornfræði við Oxford háskóla á Bretlandi og brautskráðist þaðan með gráðu í fornaldarsögu og heimspeki. Árið 1949 hlaut hann stöðu Camden-prófessors í fornaldarsögu við Brasenose College í Oxford og gegndi hann þeirri stöðu til starfsloka. Syme var einnig félagi á Wolfson College í Oxford frá 1970, þar sem árlegur fyrirlestur er haldinn í minningu hans.

Hann var aðlaður árið 1959. Syme hélt áfram skrifum sínum um fornfræði þar til hann lést 86 ára gamall.

Ritverk[breyta | breyta frumkóða]

Helsta rit Symes var The Roman Revolution (1939), sem var greining á rómverskum stjórnmálum í kjölfar morðsins á Júlíusi Caesar.

Syme samdi einnig ævisögu Tacitusar í tveimur bindum (1958) og rit um rómverska sagnaritarann Sallústíus (1964).

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.