Níkaragva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
República de Nicaragua
Fáni Níkaragva Skjaldarmerki Níkaragva
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Pro Mundi Beneficio
(latína: Heiminum til hagsbóta)
Þjóðsöngur:
Salve a tí
Staðsetning Níkaragva
Höfuðborg Managva
Opinbert tungumál spænska (opinbert) (enska og indíánamál á strönd Karíbahafsins)
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Daniel Ortega
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
115. sæti
129.494 km²
2.9
Mannfjöldi
 - Samtals (2012)
 - Þéttleiki byggðar
131. sæti
5.727.707
45,5/km²
VLF (KMJ) áætl. 2005
 - Samtals 15.067 millj. dala (119. sæti)
 - Á mann 2.677 dalir (130. sæti)
Gjaldmiðill córdoba (NIO)
Tímabelti UTC -5
Þjóðarlén .ni
Landsnúmer +505

Níkaragva er land í Mið-Ameríku með landamæriHondúras í norðri og Kosta Ríka í suðri. Það á ströndKyrrahafi í austri og Karíbahafi í vestri.

Uppruni nafnsins Níkaragva er nokkuð óskýr en sú kenning er uppi að það sé dregið að nafninu Nicarao sem þýðir höfðingi á máli innfæddra og orðinu Agua sem þýðir vatn á spænsku. Um 6 milljónir manna búa í Níkaragva og um fjórðungur þjóðarinnar býr í höfuðborginni, Managua sem er þriðja stærsta borg Mið-Ameríku. Í Níkaragva er fjölþjóðasamfélag og koma íbúar þess að indíjána ættbálkum ættuðum frá Moskítóströndinni, Evrópu, Asíu, Afríku og Mið-Evrópu. Opinbert tungumál landsins er spænska en innfæddir ættbálkar á austurströndinni tala einnig Miskito, Sumo, Rama og Creole-ensku. Landframleiðsla á mann er um 1000 bandaríkjadollarar (USD). Um 48% þjóðarinnar lifir undir fátækrarmörkum. 79% þjóðarinnar lifa á minna en tveimur bandaríkjadölum á dag. 27% þjóðarinnar er vannærð. Samkvæmt Global Finance er landið í 48. sæti yfir fátækustu lönd í heiminum.

Kort.

Söguágrip[breyta | breyta frumkóða]

Spánverjar tóku yfir Níkaragva á 16. öld. Níkaragva varð sjálfstætt ríki árið 1821. Á milli 1960 og 1970 skall á borgarastyrjöld. Fyrir borgarastyrjöldina var landið eitt það ríkasta og þróaðasta í Mið-Ameríku. Vegna borgarastyrjaldarinnar og jarðskjálfta sem reið yfir landið árið 1972 varð Níkaragva annað fátækasta landið í Suður-Ameríku.

Árið 1909 gerðu Bandaríkjamenn innrás í Níkaragva. Landið þótti verðmætt vegna staðsetningar þess. Bandaríkjamenn höfðu áhuga á að grafa skipaskurð þar til þess að stytta þeim ferðir til Suður-Ameríku frá Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn afhentu völdin í landinu til Anastasio Somoza García sem varð einræðisherra og setti á fót ættarveldi sem réð Níkaragva til ársins 1979. Somoza-ættin varð alræmd í heiminum fyrir spillingu, þjófnað og hrottaskap.

Árið 1961 var stofnuð svokölluð FSLN-hreyfing (Frente Sandinista de Liberación Nacional). Meðlimir hennar kölluðu sig Sandinista (Sandinistas). Leiðtogi hreyfingarinnar var Daniel Ortega. Árið 1974 hóf hreyfingin baráttu við Somoza-veldið og borgarstyrjöld braust út árið 1978. Forsetinn Anastasio Somoza Debayle naut stuðnings Bandaríkjanna þar til að menn hans myrtu bandarískan blaðamann. FSLN-hreyfingin náði að hrekja Somoza frá völdum og hann flúði landið. Daniel Ortega var kosinn forseti Níkaragva í lýðræðislegum kosningum árið 1984. Árið 2006 var hann síðan endurkjörinn sem forseti landsins og er enn þann dag í dag.

Árið 1990 varð Violeta Chamorro forseti Níkaragva og einnig fyrsti lýðræðislega kjörni kvenforsetinn í Suður-Ameríku.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.