Fara í innihald

Níkaragva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Níkaragva
República de Nicaragua
Fáni Níkaragva Skjaldarmerki Níkaragva
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Pro Mundi Beneficio (latína)
Heiminum til hagsbóta
Þjóðsöngur:
Salve a ti, Nicaragua
Staðsetning Níkaragva
Höfuðborg Managva
Opinbert tungumál spænska (opinbert) (enska og indíánamál á strönd Karíbahafsins)
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Daniel Ortega
Sjálfstæði
 • Yfirlýst 15. september 1821 
 • Viðurkennt 25. júlí 1850 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
96. sæti
130.375 km²
7,14
Mannfjöldi
 • Samtals (2023)
 • Þéttleiki byggðar
110. sæti
6.359.689
51/km²
VLF (KMJ) áætl. 2018
 • Samtals 35,757 millj. dala (115. sæti)
 • Á mann 5.683 dalir (129. sæti)
Gjaldmiðill córdoba (NIO)
Tímabelti UTC-6
Þjóðarlén .ni
Landsnúmer +505

Níkaragva (spænska: Nicaragua), formlegt heiti Lýðveldið Níkaragva (República de Nicaragua), er stærsta landið í Mið-Ameríku með landamæri að Hondúras í norðri og Kosta Ríka í suðri. Það á strönd að Kyrrahafi í austri og Karíbahafi í vestri. Stærsta borg landsins er höfuðborgin, Managva, sem var talin þriðja stærsta borg Mið-Ameríku árið 2015. Íbúar Níkaragva eru sex milljónir af fjölbreyttum uppruna. Aðaltungumálið er spænska, en frumbyggjaættbálkar við Moskítóströndina tala frumbyggjamál og ensku.

Landsvæðið var byggt ýmsum frumbyggjaþjóðum frá fornu fari. Á 16. öld lagði Spænska heimsveldið landið undir sig. Níkaragva fékk sjálfstæði frá Spáni árið 1821. Moskítóströndin á sér ólíka sögu. Hún var hernumin af Englendingum á 17. öld og heyrði síðar undir Breska heimsveldið. Árið 1860 varð hún sjálfstjórnarhérað innan Níkaragva, en nyrsti hlutinn gekk til Hondúras árið 1960. Síðan landið fékk sjálfstæði hefur Níkaragva gengið í gegnum tímabil stjórnarkreppu, einræðis, hernáms og efnahagskreppa. Dæmi um það eru byltingin á 7. og 8. áratug 20. aldar og baráttan gegn Kontraskæruliðum á 9. áratug 20. aldar.

Einkenni á Níkaragva er fjölmenning og fjölbreyttar alþýðuhefðir, matarhefðir, tónlistarhefðir og sagnahefðir. Einn af þekktustu höfundum Níkaragva er skáldið Rubén Darío. Níkaragva hefur verið kallað „land vatna og eldfjalla“.[1][2] Þar er Bosawás-verndarsvæðið, annar stærsti regnskógur Ameríku.[3] Vinsældir Níkaragva sem ferðamannastaðar fara vaxandi vegna mikillar líffjölbreytni, hitabeltisloftslags og eldfjalla.[4][5] Níkaragva var stofnaðili að Sameinuðu þjóðunum[6] og er líka meðlimur í Samtökum hlutlausra ríkja,[7] Samtökum Ameríkuríkja,[8] Bolívar-bandalaginu[9] og Sambandi ríkja í Rómönsku Ameríku og Karíbahafinu (CELAC).[10]

Kort.

Tvær aðalkenningar eru uppi um uppruna nafns landsins. Samkvæmt annarri kenningunni heitir landið eftir frumbyggjahöfðingjanum Nicarao[11] sem spænski landvinningamaðurinn Gil González Dávila hitti fyrir þegar hann hélt inn í suðvesturhluta landsins árið 1522. Samkvæmt þessari kenningu er nafn landsins myndað úr nafni höfðingjans og spænska orðinu yfir vatn, aqua, af því það eru tvö stór stöðuvötn og fleiri minni vötn í landinu.[12] Árið 2002 var staðfest að nafn höfðingjans sem Dávila hitti var Macuilmiquiztli, sem merkir „fimm dauðar“ á nahúatl, en ekki Nicarao.[13][14][15][16]

Hin kenningin gengur út á að nafnið sé dregið af einhverju nahúatlorði, eins og nic-anahuac sem merkir „Anahuac komst þetta langt“, eða „Nahúar komust þetta langt“; eða „fólkið frá Anahuac komst þetta langt“; eða nican-nahua sem merkir „hér eru Nahúar“; eða nic-atl-nahuac sem merkir „hér hjá vatninu“ eða „umkringt vatni“.[11][12][17][18]

Söguágrip

[breyta | breyta frumkóða]

Spánverjar tóku yfir Níkaragva á 16. öld. Níkaragva varð sjálfstætt ríki árið 1821. Á milli 1960 og 1970 skall á borgarastyrjöld. Fyrir borgarastyrjöldina var landið eitt það ríkasta og þróaðasta í Mið-Ameríku. Vegna borgarastyrjaldarinnar og jarðskjálfta sem reið yfir landið árið 1972 varð Níkaragva annað fátækasta landið í Suður-Ameríku.

Árið 1909 gerðu Bandaríkjamenn innrás í Níkaragva. Landið þótti verðmætt vegna staðsetningar þess. Bandaríkjamenn höfðu áhuga á að grafa skipaskurð þar til þess að stytta þeim ferðir til Suður-Ameríku frá Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn afhentu völdin í landinu til Anastasio Somoza García sem varð einræðisherra og setti á fót ættarveldi sem réð Níkaragva til ársins 1979. Somoza-ættin varð alræmd í heiminum fyrir spillingu, þjófnað og hrottaskap.

Árið 1961 var stofnuð svokölluð FSLN-hreyfing (Frente Sandinista de Liberación Nacional). Meðlimir hennar kölluðu sig Sandinista (Sandinistas). Leiðtogi hreyfingarinnar var Daniel Ortega. Árið 1974 hóf hreyfingin baráttu við Somoza-veldið og borgarstyrjöld braust út árið 1978. Forsetinn Anastasio Somoza Debayle naut stuðnings Bandaríkjanna þar til að menn hans myrtu bandarískan blaðamann. FSLN-hreyfingin náði að hrekja Somoza frá völdum og hann flúði landið. Daniel Ortega var kosinn forseti Níkaragva í lýðræðislegum kosningum árið 1984. Árið 2006 var hann síðan endurkjörinn sem forseti landsins og er enn þann dag í dag.

Árið 1990 varð Violeta Chamorro forseti Níkaragva og einnig fyrsti lýðræðislega kjörni kvenforsetinn í Suður-Ameríku.

Landfræði

[breyta | breyta frumkóða]
Concepción-eldfjall, séð frá Maderas-eldfjalli.

Níkaragva er 130.967 ferkílómetrar að stærð, sem gerir það aðeins stærra en England. Landið skiptist í þrjú landfræðileg svæði: Kyrrahafsláglendið - frjósama dali þar sem spænskir landnemar settust að, Amerrisque-fjöll (norður-miðhálendið) og Moskítóströndina (láglendi við Karíbahaf/Atlantshaf). Slétturnar við Atlantshaf eru allt að 97 km að breidd. Við Atlantshafsströndina eru gullnámur sem hafa verið nýttar lengi.

Kyrrahafsmegin eru tvö stærstu stöðuvötn Mið-Ameríku, Managvavatn og Níkaragvavatn. Í kringum þessi vötn og norðvestanmegin við þau, að sigdalnum við Fonseca-flóa, eru frjósamar sléttur þar sem eldfjallaaska frá nálægum eldfjöllum hefur auðgað jarðveginn. Níkaragva býr yfir mörgum auðugum og fjölbreyttum vistkerfum sem eru gera landið að „heitum reit“ líffjölbreytni í Mið-Ameríku. Níkaragva hefur reynt að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og hugðist ná 90% af orkunotkun frá endurnýjanlegum orkulindum árið 2020 (sem náðist ekki).[19][20] Níkaragva var eitt fárra landa sem gaf ekki út landsmarkmið í loftslagsmálum á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 2015.[21][22] Upphaflega kaus Níkaragva að standa utan við Parísarsáttmálann því landið taldi að „meira þyrfti til“ til að stemma stigu við hnattrænni hlýnun.[19] Í október 2017 ákvað Níkaragva þó að taka þátt í samkomulaginu[23][24][25] og staðfesti það 22. október 2017.[26]

Nær einn fimmti hluti Níkaragva er náttúruverndarsvæði: þjóðgarður, friðland og lífverndarsvæði. Árið 2019 var vísitala um heilleika skóga metin 3,63/10, sem setti Níkaragva í 146 sæti af 172 á heimsvísu.[27] Jarðfræðilega er liggur Níkaragva að Karíbahafsflekanum, sem liggur undir megninu af Mið-Ameríku, og Kókosflekanum. Mið-Ameríka er stórt sökkbelti og mest af Mið-Ameríkueldhringnum er í Níkaragva. Þann 9. júní 2021 setti Níkaragva af stað nýtt vöktunarverkefni til að efla eftirlit með virkum eldfjöllum landsins, sem eru 21 talsins.

Stjórnmál

[breyta | breyta frumkóða]
Forseti Níkaragva, Daniel Ortega, með þáverandi Rússlandsforseta, Dmítríj Medvedev í Moskvu 2008.

Stjórnkerfið í Níkaragva byggist á forsetaræði og fulltrúalýðræði þar sem forseti Níkaragva er bæði þjóðhöfðingi og stjórnarleiðtogi. Í Níkaragva er fjölflokkalýðræði. Framkvæmdavald er í höndum ríkisstjórnar Níkaragva, en löggjafarvald skiptist milli þings Níkaragva og ríkisstjórnarinnar.

Á milli 2007 og 2009 var mikið rætt um að taka upp þingræðiskerfi í stað forsetaræðis, með skýrri verkaskiptingu milli forseta og forsætisráðherra. Ýmsir óttuðust að þetta væri bragð til að gera Daniel Ortega kleift að halda völdum eftir að öðru og síðasta kjörtímabili hans lyki árið 2012. Ortega var kosinn aftur árið 2016 og 2021 í kosningum sem lituðust af svindli, ógnunum og handtökum stjórnarandstöðuleiðtoga. Óháðir eftirlitsmenn fengu ekki aðgang að kjörstöðum. Samtök Ameríkuríkja, Bandaríkin og Evrópusambandið lýstu því öll yfir að kosningarnar 2021 hefðu verið sýndarkosningar.[28][29]

Frá valdatöku Daniel Ortega árið 2006 hefur bæði lýðræði og borgaréttindum farið aftur í landinu. Aðrir flokkar en valdaflokkurinn Þjóðfrelsisfylking sandínista hafa verið kúgaðir með ástæðulausum handtökum frambjóðenda og forsvarsfólks. Til að fá aðgang að opinberum störfum þarf fólk í reynd að vera meðlimir í Sandínistaflokknum. Fjölmiðlar í stjórnarandstöðu hafa mátt þola handtökur blaðamanna og upptöku búnaðar til útsendinga og prentunar.[30]

Stjórnsýslueiningar

[breyta | breyta frumkóða]

Níkaragva er einingarríki. Landinu er skipt í 15 sýslur (departamentos) og 2 sjálfstjórnarhéruð sem byggjast á spænskri fyrirmynd. Sýslurnar skiptast svo í 153 sveitarfélög (municipios). Sjálfstjórnarhéruðin eru Sjálfstjórnarhérað Suður-Karíbahafsstrandar (RACCS) og Sjálfstjórnarhérað Norður-Karíbahafsstrandar (RACCN).

Sýslur Níkaragva.
Sýsla Höfuðstaður
1 Flag of the Department of Boaco Boaco Boaco
2 Flag of the Department of Carazo Carazo Jinotepe
3 Flag of the Department of Chinandega Chinandega Chinandega
4 Flag of the Department of Chontales Chontales Juigalpa
5 Flag of the Department of Estelí Estelí Estelí
6 Flag of the Department of Granada Granada Granada
7 Flag of the Department of Jinotega Jinotega Jinotega
8 Flag of the Department of Leon León León
9 Flag of the Department of Madriz Madriz Somoto
10 Flag of Managua Managua Managva
11 Flag of the Department of Masaya Masaya Masaya
12 Matagalpa Matagalpa
13 Flag of the Department of Nueva Segovia Nueva Segovia Ocotal
14 Flag of the Department of Rivas Rivas Rivas
15 Flag of the Department of Río San Juan Río San Juan San Carlos
16 Flag of the Región Autónoma del Atlántico Norte Sjálfstjórnarhérað Norður-Karíbahafsstrandar Bilwi
17 Flag of the Región Autónoma del Atlántico Sur Sjálfstjórnarhérað Suður-Karíbahafsstrandar Bluefields

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
 1. Brierley, Jan (15. október 2017). „Sense of wonder: Discover the turbulent past of Central America“. Daily Express (enska). Sótt 27. október 2017.
 2. Wallace, Will; Wallace, Camilla (10. apríl 2010). „Traveller's Guide: Nicaragua“. The Independent. Afrit af uppruna á 18. júní 2022. Sótt 27. október 2017.
 3. Peter (16. febrúar 2019). „12 largest rainforests in the world and where to find them“. Atlas & Boots (bresk enska). Sótt 3. júní 2021.
 4. Dicum, G (17. desember 2006). „The Rediscovery of Nicaragua“. Travel Section. New York: TraveThe New York Times. Sótt 26. júní 2010.
 5. Davis, LS (22. apríl 2009). „Nicaragua: The next Costa Rica?“. Mother Nature Network. MNN Holdings, LLC. Sótt 26. júní 2010.
 6. Kurtas, Susan. „Research Guides: UN Membership: Founding Members“. research.un.org (enska). Sótt 26. júní 2022.
 7. Vanden, Harry E.; Morales, Waltraud Queiser (1985). „Nicaraguan Relations with the Nonaligned Movement“. Journal of Interamerican Studies and World Affairs. 27 (3): 141–161. doi:10.2307/165603. ISSN 0022-1937. JSTOR 165603.
 8. „Organization of American States (OAS)“. The Nuclear Threat Initiative (enska). Sótt 26. júní 2022.
 9. „A Guide to ALBA“. Americas Quarterly (bandarísk enska). Sótt 26. júní 2022.
 10. „CELAC | CELAC INTERNATIONAL“ (bandarísk enska). 16. febrúar 2018. Sótt 26. júní 2022.
 11. 11,0 11,1 „¿Por qué los países de América Latina se llaman como se llaman?“ [Why do Latin American countries call themselves as they are called?]. Ideal (spænska). 29. júlí 2015. Sótt 12. apríl 2017.
 12. 12,0 12,1 Sánchez, Edwin (16. október 2016). „El origen de "Nicarao-agua": la Traición y la Paz“. El Pueblo Presidente (spænska). Afrit af upprunalegu geymt þann 1. ágúst 2017. Sótt 3. júlí 2017.
 13. Sánchez, Edwin (3. október 2016). „De Macuilmiquiztli al Güegüence pasando por Fernando Silva“ [From Macuilmiquiztli to Güegüence through Fernando Silva]. El 19 (spænska). Sótt 12. apríl 2017.
 14. Silva, Fernando (15. mars 2003). „Macuilmiquiztli“. El Nuevo Diario (spænska). Afrit af upprunalegu geymt þann 12. apríl 2017. Sótt 12. apríl 2017.
 15. Sánchez, Edwin (16. september 2002). „No hubo Nicarao, todo es invento“ [There was no Nicarao, it's all invented]. El Nuevo Diario (spænska).
 16. „Encuentro del cacique y el conquistador“ [Encounter of the cacique and the conqueror]. El Nuevo Diario (spænska). 4. apríl 2009. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. maí 2017. Sótt 17. maí 2017.
 17. Solórzano, Carla Torres (18. september 2010). „Choque de lenguas o el mestizaje de nuestro idioma“ [Clash of languages or the mixing of our language]. La Prensa (spænska). Afrit af upprunalegu geymt þann 12. apríl 2017. Sótt 26. júlí 2021.
 18. „La raíz nahuatl de nuestro lenguaje“ [The Nahuatl root of our language]. El Nuevo Diario (spænska). 10. ágúst 2004. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. ágúst 2017. Sótt 3. júlí 2017.
 19. 19,0 19,1 „Why isn't Nicaragua in the Paris agreement?“. BBC News. 3. júní 2017. Sótt 27. október 2017.
 20. „Nicaragua: a renewable energy paradise in Central America“. World Bank (enska). 25. október 2013. Sótt 27. október 2017.
 21. Nussbaum, Alex; Krukowska, Ewa; Carr, Mathew (8. desember 2015). „Carbon Markets Are Making a Slow, But Steady, Comeback“. Bloomberg.com. Sótt 17. febrúar 2016.
 22. „INDCs as communicated by Parties“. unfccc.int.
 23. „Nicaragua to join Paris climate accord, leaving US and Syria isolated“. The Guardian. 23. október 2017. Sótt 4. desember 2017.
 24. Stack, Liam (24. október 2017). „Only U.S. and Syria Now Oppose Paris Climate Deal, as Nicaragua Joins“. The New York Times. Sótt 4. desember 2017.
 25. Noack, Rick (24. október 2017). „Being outside the Paris climate deal: Something now only the U.S. and Syria agree on“. The Washington Post. Sótt 4. desember 2017.
 26. „Paris Agreement – Status of Ratification“. United Nations. Sótt 13. janúar 2018.
 27. Grantham, H. S.; og fleiri (2020). „Anthropogenic modification of forests means only 40% of remaining forests have high ecosystem integrity - Supplementary Material“. Nature Communications. 11 (1): 5978. Bibcode:2020NatCo..11.5978G. doi:10.1038/s41467-020-19493-3. ISSN 2041-1723. PMC 7723057. PMID 33293507.
 28. Sesin, Carmen (8. nóvember 2021). 'Rigged': Criticism mounts of Nicaragua's 'sham' elections under Ortega“. NBC News. Sótt 7. maí 2022.
 29. Blinken, Anthony. „New Sanctions Following Sham Elections in Nicaragua“. White House. Sótt 7. maí 2022.
 30. „Freedom in the World 2022: Nicaragua“. Freedom House. Sótt 7. maí 2022.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.