Christchurch

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Christchurch

Christchurch (maoríska: Ōtautahi) er stærsta borg Suðureyjar Nýja Sjálands og þriðja stærsta þéttbýlissvæði landsins. Íbúar eru yfir 390.000 talsins (2018).

Söguágrip[breyta | breyta frumkóða]

Borgin var byggð af félögum úr Canterbury Association sem sáu fyrir sér borg umhveris kirkju og skóla, svipað og Christ Church í Oxford þar sem nokkrir þeirra höfðu numið. Nafnið var ákveðið áður en þeir sigldu til landsins, eða 1848. Borgin var sú fyrsta á Nýja Sjálandi sem fékk konungsbréf árið 1856.

Christchurch varð fyrir nokkrum mjög stórum jarðskjálftum 2010 til 2012. Sá stærsti, sem átti sér stað 4. september 2010, var 7,1 á Richter og olli miklu eignatjóni. Hálfu ári seinna, 22. febrúar 2011, varð annar jarðskjálfti upp á 6,3 á Richter sem varð til þess að 185 manns létust í borginni og tjónið varð enn meira en í fyrri skjálftanum.

Í mars 2019 var gerð hryðjuverkaárás á mosku í borginni þar sem a.m.k. 49 létu lífið [1].

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Nýja-Sjálandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Christchurch shootings: 49 dead in New Zealand mosque attacks BBC, skoðað 15. mars, 2019.